Baktjaldamakkið á fullu skriði

Í gær var því velt upp, að eina skýringin á þessari lögnu töf Ólafs Ragnar á samþykkt eða höfnun laganna um afnám ríkisábyrgðarfyrirvaranna á þrælasamningnum við Breta og Hollendinga, væri að hann stæði í pólitísku plotti á bak við tjöldin.

Þetta er nú komið í ljós og til þess að vera ekki með óþarfa endurtekningar, vísast á færsluna hérna


mbl.is Hitti Jóhönnu og Steingrím
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rógsherferð gegn InDefence undirskriftum

Undanfarna daga hafa ýmsir reynt að dreifa óhróðri um undirskriftasöfnun InDefence til áskorunar á forsetann að hafna staðfestingar á lögunum um afnám fyrirvaranna við ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans.

Ríkisútvarpið hefur verið duglegt í fréttaflutningi af einum og einum aðila, sem segir nafn sitt hafa verið sett á listann án sinnar vitundar og ýmsir bloggarar, sem styðja þrælasamninginn, hafa verið iðnir við að gera lítið úr áskorendalistanum.

Nú birtir mbl.is frétt um eina undirskrift, sem einhver hefur sett inn á listann í leyfisleysi og verður það að teljast ansi vel í lagt, ef birta á sérstaka frétt um hvert einasta nafn, sem sama kynni að vera ástatt um.

Ekki var hægt að senda inn nema fjögur nöfn úr hverri tölvu, þannig að ekki voru miklir möguleikar á að senda önnur nöfn, en heimilismanna á hverjum stað, þó aldrei sé hægt að útiloka að óprúttnir náungar misnoti aðstöðu sína til falsana.

Ekki er ólíklegt, að slíkir aðilar komi fram núna til að rægja aðstandendur undirskriftasöfnunarinnar.


mbl.is Ráðuneyti skráð á lista InDefence
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinnur ekki um helgar

Líklegasta skýringin á því, að Ólafur Ragnar er ekki búinn að afgreiða lögin, sem ríkisstjórnarnefnan skutlaði til hans, til undirritunar á gamlársdag, er sú, að sem ríkisstarfsmaður vinnur hann ekki um helgar, enda fær hann ekki greitt sérstaklega fyrir aukavinnu.

Nú, þegar frídagarnir eru liðnir og ný vinnuvika runnin upp, má gera ráð fyrir að forsetinn taki til hendinni og afgreiði, í réttri röð, þau erindi, sem inná borð hafa borist síðan hann fór í jólafríið.

Opinberir starfsmenn, eins og forsetinn, afgreiða ekki vinnutengd erindi á frídögum, sérstaklega ekki þegar búið er að skera niður fasta yfirvinnu og aðrar sporslur hjá starfsfélögunum hjá hinu opinbera.

Stéttarvitundin er í góðu lagi á Bessastöðum.

 


mbl.is Jaðrar við stjórnarskrárbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stækkunin fagnaðarefni

Nýlega loguðu bloggheimar af vandlætingu yfir því, að til stæði að gera samninga um gagnaver á Suðurnesjum, vegna þess að Björgólfur Thor Björgólfsson væri þar á meðal hluthafa.  Gagnaverið á að rísa á því svæði, þar sem mest er atvinnuleysið á landinu og á að skapa á annað hundrað störf, en á því svæði munar um minna.

Nú verður fróðlegt, að fylgjast með umræðunni um stækkun verksmiðju lyfjafyrirtækisins Actavis í Hafnarfirði, en hana mun eiga að stækka um helming, þannig að framleiðslan fari úr milljarði taflna í 1,5 milljarða.  Fram kemur í fréttinni, að:  "Hjá Actavis á Íslandi starfa um 580 manns, en samanlagður starfsmannafjöldi fyrirtækisins er tæplega 11 þúsund í 40 löndum. Stærsti hluti starfsmanna fyrirtækisins hér á landi fæst við þróun samheitalyfja, en um 160 manns starfa í verksmiðjunni, sem er í Hafnarfirði."

Þetta er sannkallað þekkingarfyrirtæki og skapar afar mörg og verðmæt störf, sem nú er sár vöntun á hérlendis.

Eigandi fyrirtækisins, síðast þegar fréttir bárust, var Björgólfur Thor Björgólfsson.


mbl.is Mikil stækkun fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband