22.1.2010 | 20:18
Ríksútvarpið varð sér til skammar - enn einu sinni
Ríkisútvarpið hefur í gegnum tíðina verið afar hlutdrægt í sínum vinstri boðskap, að ekki sé talað um síðustu mánuði, þar sem málstað Breta og Hollendinga hefur verið haldið stíft að fólki og allt gert til að mála skrattann á vegginn, verði Icesave ólögin felld í komandi þjóðaratkvæðagreiðslu.
Einn og einn starfsmaður RÚV hefur þó staðið sig allvel í sínum störfum og er Sigrún Davíðsdóttir einn þeirra. Hún hefur verið iðin við að fletta ofan af ýmsum aflandsfélögum útrásartaparanna og öðrum viðskiptum þeirra.
Nú hljóp hún hinsvegar illilega á sig, þegar hún var að draga nafngreint fólk, allt þingmenn, eða fyrrverandi þingmenn, að ósekju inn í slúðurfrétt um fasteignakaup af Arion banka.
Þrátt fyrir kappsemi einstakra starfsmana, verður RÚV að fara að reyna standa undir nafni, sem hlutlaus fréttamiðill og a.m.k. að falla ekki niður á DV fréttamennsku, sem er á botni slúðublaðamennskunnar.
Fyrir þetta hefur RÚV nú beðist afsökunar og er það vel.
Margt er þó eftir, sem RÚV ætti að skammast sín fyrir.
![]() |
Bað þingmenn og sendiherra afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2010 | 19:02
Koma svo
Íslenska landsliðið í handbolta hefur leikið að flestu leyti vel á Evrópumeistaramótinu, þó nokkuð hafi verið um mistök og klaufaskap, en með því má alltaf reikna í hröðum og hörðum leik.
Óheppni og klaufaskapur hefur valdið því að báðir leikirnir, sem búið er að spila, glutruðust niður í jafntefli á lokamínútunum, en taka verður tillit til, að liðin, sem leikið var við, eru engir viðvaningar í handbolta.
Á morgun verður leikið við Dani og þá verður ljúft að fylgjast með góðum sigri Íslendinga, en ekki er nokkur vafi á því, að það verður baráttuleikur, sem hvorugt liðið vill tapa. Þegar leikur verður flautaður af, munu Íslendingar fagna ógurlega.
Koma svo.
![]() |
Ísland-Danmörk: Jafntefli líklegustu úrslitin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2010 | 14:02
Mestir, bestir og hraustastir
Björn Zoega, forstjóri Landspítala, segir að starfsfólk spítalans hafi ekki verið eins veikt á síðasta ári og það var árin þar á undan. Þetta hljóta að teljast góð tíðindi, því á flestum sjúkrahúsum eru það yfirleitt sjúklingarnir, sem eru veikir, en ekki starfsfólkið.
Ekki er nóg með að starfsfólkið verði hraustara og hraustara með hverju árinu sem líður, því stefnt er að því að sjúkrahúsið sjálft verði með hraustustu sjúkrahúsum á norðurhveli jarðar, eða eins og forstjórinn segir: "Markmið Landspítala sé að verða meðal bestu háskólasjúkrahúsa í Norður-Evrópu og vera áfram leiðandi í vísindarannsóknum."
Ekki er að spyrja að því, að við Íslendingar erum alltaf mestir, bestir og hraustastir.
Miklir menn erum vér, Hrólfur minn, sagði karlinn.
![]() |
Minni veikindi starfmanna Landspítala á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.1.2010 | 11:03
Kvótaúthlutun
Allir eru sammála um, að takmarka verði sóknina í fiskistofnana og til þess er kvótakerfi besta lausnin. Óánægja manna gegn kerfinu hefur ekki verið gegn aflatakmörkuninni, þ.e. kvótanum sem slíkum, heldur framsali og leigukvóta.
Í sjálfu sér er ekkert, sem réttlætir að meiri kvóta sé úthlutað á hvert skip, en það getur sjálft veitt og því ætti að skipta kvótanum niður á skip í samræmi við veiðar þess á undanförnum árum. Þegar kerfið var tekið upp, var miðað við aflareynslu þriggja síðustu ára, fyrir upptöku kerfisins og ekki gert ráð fyrir neinu framsali til annarra.
Til þess að ná sátt um kvótakerfið, verður að afnema framsalið og leigukvótann og því verður að taka aftur upp viðmið við raunverulegan afla hvers skips og miða við t.d. síðustu þrjú fiskveiðiár. Ef slíkt kerfi yrði tekið upp frá og með næsta fiskveiðiári, yrði miðað við afla hvers skips síðustu þrjú ár og hætt að gera ráð fyrir að hægt verði að selja eða leigja kvóta frá þeim skipum, sem hann fá úthlutað.
Þannig fengju þeir, sem gert hafa út á leigukvóta, úthlutað sínum eigin kvóta, miðað við veiðina á síðustu þrem árum, en þeir sem hafa leigt, eða selt, frá sér, fengju aðeins úthlutað kvóta miðað við veiði sinna eigin skipa, á viðmiðunarárunum.
Skipti á tegundum á milli skipa, yrði heimil áfram, en við næstu úthlutun á eftir kæmi tilfærslan inn í kvóta skipanna, því alltaf yrði kerfið endurskoðað, miðað við þrjú síðustu veiðiár. Með þessu móti væri hægt að koma á sátt í þjóðfélaginu með kvótakerfið, því þar með væri öllu kvótabraski lokið í eitt skipti fyrir öll.
Samstaða þarf að nást um sjávarútveginn, hann er mikilvægasti atvinnuvegur þjóðarinnar.
![]() |
Skötuselur truflar enn störf sáttanefndar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
22.1.2010 | 08:45
Nú verða Hafnfirðingar að sýna samstöðu með þjóðinni
Þegar kosið var um stækkun álversins í Straumsvík, samhliða bæjarstjórnarkosningum árið 2006, var stækkunin felld með örfárra atkvæða mun. Þau úrslit komu öllum í opna skjöldu, ekki síst bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði, sem studdu stækkunina, án þess að þora að styðja hana opinberlega, vegna nýsamþykktrar stefnuyfirlýsingar Samfylkingarinnar í umhverfismálum.
Nú verður kosningin endurtekin, vegna fjölda áskorana hafnfiskra kjósenda og ekki verður öðru trúað, miðað við atvinnu- og efnahagsástandsins, en að afgerandi meirihluti Hafnfirðinga taki nú ábyrgari afstöðu, en síðast og samþykki stækkunina, helst samhljóða.
Það er ekki eingöngu hagur Hafnarfjarðar, að álverið verði stækkað, heldur þjóðarhagur og því er ábyrgð hafnfiskra kjósenda mikil í þessum kosningum.
Afgerandi jákvæð úrslit eru líka skýr skilaboð til ríkisstjórnarinnar, að vakna af Þyrnirósarsvefninum og taka til hendinni við endurreisn atvinnulífsins og minnkun atvinnuleysinsins, sem er eitt mesta bölið, sem hrjáir þjóðina um þessar mundir.
JÁ við stækkun álversins, NEI við staðfestingu Icesave laganna.
![]() |
Kosið að nýju um stækkun álvers |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
22.1.2010 | 07:03
Enga milligöngu Jóns Baldvins, takk
Jón Baldvin Hannibalsson hefur verið einn allra dyggasti málsvari Breta og Hollendinga hér á landi í deilunni um Icesave skuldir Landsbankans og hefur barist grimmilega fyrir því í ræðu og riti, að Íslendingar verði hnepptir í skattalega ánauð þessara þjóða til næstu áratuga.
Nú þykist hann þess umkominn, að útvega sáttasemjara í deiluna og hefur haft samband við forseta Eistlands í þessu skyni og hann lýst sig reiðubúinn til starfans. Þó Toomas Hendrik Ilves, forseti Eistlans sé vafalaust hinn mætasti maður, dugar aðkoma Jóns Baldvins til þess að útiloka hann frá nokkrum afskiptum af málinu.
Hvernig skyldu útskýringar Jóns Baldvins á málinu hafa verið, þegar hann setti sig í samband við forseta Eistlands? Dettur einhverjum í hug, að hann hafi útskýrt lagalegan rétt Íslands í málinu? Í öllum sínum málflutningi hefur Jón Baldvin alltaf talað fyir "réttindum" kúgaranna og sagt að Íslendingar verði að standa við "alþjóðlegar skuldbindingar" sínar, sem löngu er sannað, að engar eru.
Sigurðu Líndal hefur lýst því, að Jón Baldvin hiki ekki við að beita blekkingum í málinu og allir helstu lagaspekingar landsins, ásamt erlendum sérfræðingum, hafa flett ofan af svikamálflutningi hans.
Öll aðkoma Jóns Baldvins að málinu, væru svik við málstað Íslands og verða aldrei liðin.
![]() |
Ilves tilbúinn í milligöngu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)