18.1.2010 | 23:07
Semja um einhver leyndarmál?
Þriðji og lengsti fundur stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort og hvernig hægt væri að ná samstöðu um nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga var haldinn í dag, án þess að nokkuð kæmi út úr honum.
Það einkennilega er, að stjórnin pukrast með við hverja hún hefur verið í sambandi og hvað hafi verið rætt. Hvernig heldur stjórnin að hægt sé að ná einhverri samstöðu um leyndarmál, sem hún eiin veit?
Það er algert óráð, hvort sem er, að ætla að taka upp einhverjar viðræður við fjárkúgarana, fyrr en eftir að þjóðin hefur sýnt þeim, í þjóðaratkvæðagreiðslunni, hver hugur hennar er til þjóða, sem reyna að troða hana í svaðið með yfirgangi. Fái stjórnarandstaðan engar upplýsingar á þessum fundum, er vandséð til hvers hún er að eyða tíma í svona sýndarfundi.
Stjórnin er eingöngu að draga stjórnarandstöðuna á asnaeyrunum og ætlar á endanum að kenna henni um, að ekki hafi tekist að mynda þverpólitíska samstöðu um nýja samninga.
Þannig heldur stjórnin, að hún geti unnið lögunum eitthvert fylgi í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
Þegar að því kemur, verður svar kjósenda stórt NEI.
![]() |
Langur en rýr fundur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2010 | 15:56
Opinberar stuðningsaðgerðir hérlendis eru engar
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri AGS, telur efnahagsástand heimsins afar brothætt ennþá og vegna lítillar almennrar eftirspurnar í hagkerfunum, ríði á að opinberir aðilar haldi áfram að gefa atvinnulífinu blóð, til þess að lífga sjúklinginn við.
Haft er eftir Strauss-Kahn: Í flestum ríkjum er hagvöxturinn enn drifinn áfram af aðgerðum ríkisvaldsins. Sagði hann að á meðan eftirspurn á almennum markaði væri jafn veik og raun beri vitni þá eigi ekki að hætta opinberum aðgerðum.
Varaði Strauss-Kahn við því að hætta væri á annarri niðursveiflu ef opinberum aðgerðum væri hætt of snemma."
Þessi varnaðarorð hans eiga reyndar ekki við um Ísland, því hérlendis hefur hið opinbera alls ekki gert handtak, til þess að örva atvinnulífið, heldur þvert á móti barist gegn öllum tilraunum, sem reyndar hafa verið til þess að örva útflutningsatvinnuvegina.
Íslensk yfirvöld hafa unnið þveröfugt við öll önnur yfirvöld á vesturlöndum og ekki verður ástandið beysið, hér á landi, ef önnur niðursveifla lætur á sér kræla á næstunni.
Ef til vill er ríkisstjórnarnefnan að bíða eftir nýjum skelli, til þess að geta gripið þá til einhverra aðgerða og slá þannig tvær flugur í einu höggi.
![]() |
Varar við annarri niðursveiflu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2010 | 12:48
Undir norðurlöndunum komið
Það kom fram í frétt í morgun, sem bloggað var um hérna að það er algerlega ákvörðun norðurlandanna, hvort haldið verður áfram með efnahagsáætlun Íslands og AGS, því það eru þau, sem skilyrða lánveitingar sínar algerri uppgjöf Íslands gagnvart þvingunum Breta og Hollendinga.
Í raun hafa norðurlöndin svipt Ísland fullveldi sínu, eða eins og fram kom í fréttinni í morgun, er haft eftir Kreamer, hjá Standard & Poors, matsfyrirtækinu: "Bloomberg hefur jafnframt eftir honum að ef að stjórnvöld á Norðurlöndum telji að þau lög um ríkisábyrgð sem nú eru í gildi standist ekki skilyrði þeirra þá þyrftu íslensk stjórnvöld að semja á ný við AGS um útfærslu efnahagsaðstoðarinnar."
Íslendingar verða að snúa bökum saman til að endurheimta fullveldið. Jón Sigurðsson myndi örugglega snúa sér við í gröfinni, ef Íslendingar myndu lyppast niður núna og gefast upp fyrir erlendu kúgunarvaldi.
Svarið er NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
![]() |
Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2010 | 10:45
Norðurlönd hafa svift Ísland fullveldi sínu
Æ betur er að koma í ljós, að það eru stjórnir norðurlandanna, en ekki íslenska ríkisstjórnin, sem ráða ferðinni í sambandi við ánauðarsamninginn við Breta og Hollendinga. Engin skýring hefur komið frá íslenskum stjórnvöldum á því, hvenær eða hversvegna norðurlöndin sviptu Ísland í raun fullveldi sínu.
Moritz Kreamer hjá Standard og Poors, lánshæfismatsfyrirtækinu, uppljóstrar þetta, sem alla var farið að gruna, í samtali við Bloomberg, en þar er haft eftir honum: "Kraemer bendir ennfremur á að lánasamningar Íslands og Norðurlanda séu ekki hefðbundnir tvíhliða samningar heldur velti lánafyrirgreiðslan á því að samkomulag við bresk og hollensk stjórnvöld náist."
Síðan er hnykk á með þessu: "Bloomberg hefur jafnframt eftir honum að ef að stjórnvöld á Norðurlöndum telji að þau lög um ríkisábyrgð sem nú eru í gildi standist ekki skilyrði þeirra þá þyrftu íslensk stjórnvöld að semja á ný við AGS um útfærslu efnahagsaðstoðarinnar."
Semsag, ef íslensk lög um ríkisábyrgð standast ekki skilyrði norðurlandanna, þá þarf að semja við AGS á ný um útfærslu mála. Þar með hefur fullveldið í raun verið tekið af Íslendingum og norðulöndin hafa tekið efnahagslega stjórn landsins í sínar hendur.
Þar með er deilan um skuldir Landsbankans orðin að baráttu fyrir endurheimt fullveldis íslensku þjóðarinnar og í þeirri baráttu má enginn láta sitt eftir liggja.
Fyrsta skrefið er að segja risastórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.
![]() |
Lánshæfishorfur ríkisins versna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)