Mikið mannval

Nú er búið að birta endanlegan lista frambjóðenda fyrir prófkjör Sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem fram fer um næstu helgi.

Listinn samanstendur af glæsilegum fulltrúum flokksins og erfitt verður að raða fólkinu á listann, en í flestum tilfellum eru fleiri en einn, sem sækjast eftir sama sæti.

Enginn býður sig þó fram gegn Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, borgarstjóra, enda nýtur hún mikils trausts og stuðnings til áframhaldandi forystu fyrir flokknum í Reykjavík og fylgis, langt út fyrir raðir Sjálfstæðisflokksins, til áframhaldandi borgarstjórastarfs.

Vonandi verður mikil og góð þátttaka í prófkjörinu, sem boðar upphaf kosningabaráttunnar.


mbl.is Átján í prófkjöri Sjálfstæðismanna í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttin fer í hring

Í morgun klukkan elefu birti mbl.is Þessa frétt af því að Björgólfur Thor væri að missa yfirráð yfir lyfjarisanum Actavis.  Í kvöld birtir Stöð 2 sömu frétt, lítið breytta.  Stuttu seinna kemur fréttin aftur á mbl.is og er þá fréttin höfð eftir Stöð 2. 

Þannig hefur fréttin farið heilan hring og sá fréttamaður, sem er á vakt á mbl.is hefur greinilega ekki fylgst með eigin fréttamiðli í dag.

Burtséð frá þessum skringilega fréttaflutningi, þá er þetta dapurleg frétt, því með því að Deutche Bank yfirtaki meirihluta í félginu, minnkar sá hlutur, sem hugsanlega hefði verið hægt að gera upptækan í ríkissjóð, ef rannsóknir og dómar féllu á þann veg í framtíðinni.

Hverning sem eignarhaldinu verður háttað í framtíðinni, er eftirsóknarvert að halda höfuðstöðvum fyrirtækinsins áfram á Íslandi.


mbl.is Björgólfur að missa Actavis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklir menn erum vér

Jón Ásgeir er ekki aldeilis af baki dottinn og berst nú með kjafti og klóm fyrir niðurfellingu stórs hluta skulda 1998 ehf. til þess að geta náð aftur yfirráðum yfir Högum hf.

Til réttlætingar þess að hann og félagar fái fyrirtækið á silfurfati, segir hann:  „Ég held að þessi hópur sem gerir tilboðið – lykilstarfsmenn, Jóhannes og Malcolm Walker – sé best fallinn til þess að reka félagið og greiða upp skuldir þess. Í þessum hópi eru bestu rekstrarmenn í verslun á Íslandi.

Ekki verður annað sagt, en að hann sé gamansamur, hann Jón Ásgeir, því þessir bestu rekstrarmenn í verslun á Íslandi, fóru í gífurlega útrás með verslunarrekstur sinn og hafa tapað hundruðum, eða þúsundum, milljarða króna á því ævintýri öllu og líklega ekki eitt einasta íslenskt eða erlent félag, sem þeir hafa yfirráð ennþá.

Í þessum úrdrætti fréttarinnar á mbl.is lætur Jón Ásgeir líta út fyrir að hann sjálfur komi hvergi nærri þessu "tilboði" í Haga, heldur séu þar á ferð snillingarnir Jóhannes Jónsson og Malcolm Walker.  Í heildarfréttinni í Mogganum, mismælir Jón Ásgeir sig hinsvegar a.m.k. tvisvar, þegar hann segir "við", þegar hann talar um mestu snilligna verlunarsögu landsins.

Já, miklir menn erum vér.

 


mbl.is Jón Ásgeir segir Walker með í tilboðinu í Haga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NEI, NEI, og aftur NEI

Ef markmið Steingríms J. og hinnar þverpólitísku "samninganefndar" á að vera það eitt, að væla út örlitla lækkun á vöxtum af skuld, sem íslenskir skattgreiðendur eiga ekki að greiða, þá er betra heima setið, en af stað farið.

Nýr samningur verður að byggjast á þeim íslensku lögum og tilskipunum ESB um tryggingasjóði innistæðueigenda, en ekki á því að sætta sig endanlega við kúgun og yfirgang Breta, Hollendinga, noðurlandanna, ESB og AGS.  Lágmarkskrafa er, að "samningur" byggist á lögvörðum réttindum Íslendinga, en ekki einungis um vexti af greiðslum til fjárkúgara.

Íslenskur almenningur verður að láta vel frá sér heyra um þessa nýjustu hugmynd að uppgjafarskilmálum og krefjast þess að alls ekki verði "samið" á þessum nótum og þjóðaratkvæðagreiðslan slegin af á svo aumingjalegum forsendum.

Kúgurunum mun ekki vaxa neinn skilningur á einarði afstöðu Íslendinga, nema lögin verði felldu úr gildi í þjóðaratkvæðagreiðslunni með einu stóru NEI.


mbl.is Myndu stefna á lægri vexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband