Kosningin snýst ekki um ríkisstjórnina

Ráðherrar og þingmenn stjórnarinnar hafa haldið því fram, að þjóðaratkvæðagreiðslan um breytingalögin um ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans, ráði því hvort ríkisstjórnin eða forsetinn verði að segja af sér. 

Þetta er áróður, sem stjórnarliðar munu herða að mun, eftir því sem nær dregur kosningum, en kjósendur verða að vera samtaka um að láta ekki villa sér sýn og taka eingöngu ákvörðun með framtíðarhagsmunum þjóðarinnar og fella þar með lögin.

Bjarni Beneditksson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir vegna þess hvernig stjórnarliðar ætla að stilla málinu upp, að kosningin muni í víðu samhengi snúast um líf stjórnarinnar, því geti hún ekki leyst málið, verði hún að fara frá.  Annar möguleiki er, að allir Íslendingar, stjórn og stjórnarandstaða, standi saman í að fella lögin úr gildi og sameinast að því loknu fyrir réttlátri niðurstöðu málsins.

Í fyrstu grein fylgiskjals, sem samninganefndin um Icesave fékk í vegarnesti, stendur þetta:

1.      Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/ EBE. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í löggjöfina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.

Samninganefndin átti sem sagt að ganga út frá tilskipun 94/19/EBE og íslenskum lögum, sem eru í samræmi við hana, en þar er tekið skýrt fram að ekki megi vera ríkisábyrgð á innistæðutryggingasjóðum innistæðueigenda.  Sá skilningur hefur nú síðast verið staðfestur af Liepitz, Evrópuþingmanni og sérfræðingi um tilskipanir ESB um lánastofnanir.

Nýtt samningsmarkmið hlýtur að byggjast á þessum lagalega rétti og þar með eiga Íslendingar ekki að taka á sig eina einustu krónu, vegna þessa máls.

Fyrsta skrefið er stórt NEI í þjóðaratkvæðagreiðslunni.


mbl.is Bjarni: Snýst um líf ríkisstjórnarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikil eftirvæntin eftir skýrslunni

Mikil eftirvænting hefur byggst upp vegna væntanlegrar skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis og margir reikna með, að þar verði að finna hina einu sönnu og endanlegu skýringu á öllu, sem miður fór í aðdraganda hrunsins.

Jafnvel virðist fólk halda, að þar verði að finna upplýsigar um hver sé sekur og um hvað, árin fyrir hrun og hverjir fari beint í tugthúsið í framhaldi af útkomu skýrslunnar.  Þó skýrslan verði allt mikil að vöxtum, er hlutverk nefndarinnar ekki að finna og dæma sökudólgana, heldur eins og Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir:  "Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna."

Skýrslan verður örugglega full af fróðleik um þann skollaleik, sem leikinn var í bönkunum og útrásarfyrirtækjunum, sérstaklega á árunum 2005 - 2008, en jafnvíst er, að margir munu verða óánægðir og vilja sjá í skýrslunni eitthvað allt annað, en þar mun standa.

Mesta hættan er sú, að umræða um þjóðaratkvæðagreiðsluna muni drukkna í hamaganginum, sem verður við útkomu skýrslunnar.

Hugsanleg væri best að fresta útkomu hennar fram yfir kosninguna.


mbl.is Vona að skýrslan verði tilbúin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað segir Jóhanna?

Þær fregnir berast úr hollenska fjármálaráðuneytinu, að engar viðræður séu í gangi við íslensk stjórnvöld um Icesaveskuldir Landsbankans, en Hollendingar bíði og sjái til, hvernig þjóðaratkvæðagreiðslan muni fara.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, og önnur ráðherralíki hafa legið í símanum undanfarna daga og rætt við ráðherra í nágrannalöndunum, t.d. segist Össur, grínari, hafa talað við alla utanríkisráðherra, sem nennt hafa að svara í símann og nú mun Jóhanna vera búin að spjalla við alla forsætisráðherra norðurlandanna, auk Bretlands og Hollands.

Eins og mbl.is orðar erindið:  "Jóhanna óskaði eftir skilningi landanna á því aukna svigrúmi sem Ísland þyrfti til að tryggja farsælar lyktir Icesave-málsins."

Hvað skyldi það vera nákvæmlega, sem Jóhanna kallar farsælar lyktir Icesave-málsins? 

Eru það farsælar lyktir fyrir Íslendinga, eða Breta og Hollendinga? 

Hingað til hefur hún talað máli þrælapískaranna við íslenskan almenning, þannig að afar ólíklegt er að hún tali máli íslenskra skattgreiðenda, þegar hún skiptir yfir í erlent tungumál.

Það væri afar fróðlegt, ef einhverjum fjölmiðlamanni dytti í hug, að spyrja um hvað sé rætt í þessum símatímum.

Afgerandi samstaða þjóðarinnar gegn lögunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni, eru skilaboð, sem óþarfi verður að þýða yfir á erlend tungumál. 

Risastórt NEI í atkvæðagreiðslunni eru auðskilin skilaboð.


mbl.is Engar viðræður um nýtt Icesave-samkomulag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýbygging fornminja

Það er áleitin spurning, hvenær réttlætanlegt er að eyða tugum, eða hundruðum, milljóna til endurbyggingar á gömlum húsum, sem byggð voru t.d. í miðborg Reykjavíkur, af litlum efnum fyrir jafnvel ekki meira en hundrað árum.

Réttlætingin felst oftast í því, að götumyndin verði að haldast, en ef hús, sem eitt sinn er búið að byggja á ákveðnum stað, má ekki hreyfa, eða rífa, um aldur og ævi, þá er eins gott að framsýnir menn og konur teikni og skipuleggi hús og umhverfi, þannig að þau þjóni einhverju hlutverki, nánast til eilifðar. 

Álitamál er, hvort a.m.k. sum þeirra húsa, sem endurbyggð hafa verið, eða eiga að endurbyggjast, séu virkilega þess virði, að varðveitast, enda verða þetta ekki "gömul" hús, þegar búið verður að endurbyggja þau frá grunni.

Ekki síst á þetta við um hús, sem brenna til grunna, eins og húsin á gatnamótum Austurstrætis og Lækjargötu.  Þar skáru þessi gömlu hús í augu á milli þeirra stórhýsa sem búið var að byggja allt í kring og greinilegt af eldra skipulagi, að reiknað hafði verið með að þessi hús hyrfu úr þessu samhengi.

Verða þau hús, sem þarna verða reist í staðinn nokkuð annað en ný timburhús, byggð eftir gamalli fyrirmynd, sem þjónaði sínum tíma, en eiga ekkert erindi í nútímanum?


mbl.is Saga í hverju horni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattahækkanabrjálæðið drepur allt í dróma

Mikið hefur verið fjallað um skattahækkanabrjálæði þeirrar voluðu ríkisstjórnarnefnu, sem illu heilli situr við völd hér á landi og hvernig þessi stefna mun lengja og dýpka kreppuna, frá því sem annars hefði orðið.

Loksins eru hagfræðingar farnir að tjá sig um þessa stefnu og hverju líklegt er að hún muni valda og að sjálfsögðu er þeirra niðurstaða sú sama og þeirra sem fjallað hafa um málið annarsstaðar, t.d. hér á blogginu, með örfáum undantekningum.

Ragnar Árnason, prófessor, hélt fyrirlestur á Skattadegi Deloitte, þar sem hann fór vandlega yfir áhrif þeirra aðgerða, sem ríkisstjórnarnefnan hefur dembt yfir landslýð, með skattahækkanabrjálæði sínu. 

Niðurstaða Ragnars er algerlega sú sama og t.d. haldið hefur verið fram á þessu bloggi, auðvitað miklu skýrar fram sett og betur orðuð og því full ástæða til að vekja rækilega athygli á skoðunum hans, t.d. eftirfarandi:

"Til að ná fram nægilegum hagvexti þarf fjárfesting í fjármunum og mannauði að aukast og framtak og nýsköpun sömuleiðis. Það verði aðeins gert með því að lækka skatta eða halda þeim að minnsta kosti óbreyttum frá því sem var fyrir hrun. Mikið óheillaspor sé að hækka skatta við núverandi aðstæður. Hvetja þurfi fjárfesta til að festa fé sitt í atvinnuvegunum og atvinnufært fólk til vinnu. Það verði ekki gert með því að hækka jaðarskatta á laun og gera fjárfestingu erfiðari með hærri sköttum."


mbl.is Óráð að hækka skatta í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 12. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband