Ruglið í Birni Val og Ólínu kveðið í kútinn

Alain Lipietz, þingmaður á Evrópuþinginu, og sérfræðingur í tilskipunum ESB varðandi fjármálafyrirtæki, kveður rugludallana Björn Val Gíslason, varaformann Fjárlaganefndar, og Ólínu Þorvarðardóttur, þingmannsnefnu Samfylkingar, rækilega í kútinn í samtali við mbl.is.

Hefðu skötuhjúin skilið það sem Lipietz sagði í Silfri Egils, hefðu þau getað komist hjá því að gera sig að fíflum, fyrir fram alþjóð, en auðvitað er til of mikils mælst, að reikna með að þau skilji yfirleitt nokkurn hlut.

Um allt þetta var bloggað hér fyrr í dag og má sjá það hérna

Í fréttinni kemur m.a. þetta fram:  "Fram kom í skrifum stjórnarþingmannanna Björns Vals Gíslasonar og Ólínar Þorvarðardóttur í gær að Alain Lipietz hefði talað um að starfsemi Landsbankans í Bretlandi og Hollandi hefði verið í dótturfélögum en ekki sem útibú. Spurður út í þessa gagnrýni segist Lipietz aldrei hafa talað um annað en útibú, enda sé í tilskipuninni frá 1994 aðeins talað um útibú."

Einnig kemur fram:  "Þingmaðurinn franski vísar því alfarið á bug, hann hafi ekki ruglast á neinum tilskipunum og sé vel meðvitaður um efni þeirra beggja."

Þingmennirnir tveir ættu að skammast sín og biðjast afsökunar á heimsku sinni.


mbl.is Lipietz vísar gagnrýni á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Engar greiðslur eru farsælar lyktir

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, hefur legið í símanum í allann dag og spjallað við a.m.k. þrjá forsætisráðherra á norðulöndunum og ætlar að halda símaspjalli áfram næstu daga.  Áður hafði hún spjallað við Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands og Jan Peter Balkenende, forsætisráðherra Hollands.

Þetta eru fleiri forsætisráðherrar, sem Jóhanna hefur pískrað við, núna á einni viku, en alla ævi sína fram að því, en hún sá ekki nokkra einustu ástæðu til að ræða við þessa menn, á meðan Bretar og Hollendingar ráku þrælasamninginn ofan í kok á Svavari Gestssyni og Indriða H. Þorlákssyni og ekki heldur næstu 10 mánuði á eftir, eða á meðan þingið strögglaði um rískisábyrgð á fjárkúgunina gegn íslenskum skattgreiðendum.

Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu, að Jóhanna hafi í þessum viðræðum óskað eftir skilningi landanna á því aukna svigrúmi sem Ísland þyrfti til að tryggja farsælar lyktir Icesave-málsins.  Ekki fylgir sögunni, hvaða lyktir málsins Jóhanna telur farsælar.  Ekki kemur heldur fram, hvort hún er að meina farsæla lausn fyrir Breta og Hollendinga, eða Íslendinga, en fyrir hag íslenskra skattgreiðenda hefur hún ekki barist fram að þessu.

Engin lausn er farsæl á þessu máli, önnur en sú, að Bretar og Hollendingar fari að tilskipunum ESB um innistæðutryggingasjóði og viðurkenni, að þeir eigi eingöngu kröfu á sjóðinn sjálfan, en ekki Ríkissjóð Íslands.

Farsæla lausnin felst sem sagt í því, að Bretar og Hollendingar láti af fjárkúgun sinni.


mbl.is Ræddi við norræna ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björn Valur veit betur en sérfræðingurinn

Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, telur sig skilja reglugerðir ESB, en segir jafnframt að Stiepitz, Evrópuþingmaður og reglugerðasmiður ESB misskilji allt saman, að sama skapi.

Þar sem þessi skýring Björns Vals er á sömu nótum og "fréttaskýring" Ólínu Þorvarðardóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, og þegar hefur verið bloggað um hennar skrif, vísast til þeirra hérna

Björn Valur vísar til laga um Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta, til þess að sýna fram á skyldu íslenskra skattgreiðenda til þess að greiða skuldir Landsbankans, en í 10. gr. laganna segir m.a.:

"Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum.

Komi til greiðslu úr sjóðnum yfirtekur hann kröfu kröfuhafa á hendur hlutaðeigandi aðildarfyrirtæki eða þrotabúi."

Ekkert í íslensku lögunum, frekar en reglugerð ESB, gerir ráð fyrir ríkisábyrgð á tryggingasjóðnum, en ef sjóðurinn þarf á láni að halda, til þess að greiða lágmarkstrygginguna, þá er honum heimilt að gera það og á síðan kröfu í þrotabúið vegna útgreiðslna sinna.

Íslendingar eiga að standa við lögvarðar skuldbindingar sínar, en eiga ekki að gera meira en það í þessu efni.

Engar lögvarðar fjármálakröfur eru á hendur íslenskum skattgreiðendum (ríkissjóði) vegna Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta.


Ólína rangtúlkar Lipietz

Ólína Þorvarðardóttir, Samfylkingarþingmaður, heldur því fram, að Alain Lipietz, Evrópuþingmaður, misskilji reglugerðir EBS um innistæðutryggingasjóði fjármálafyrirtækja, jafnvel þó hann hafi sjálfur tekið þátt í að semja sumar þeirra.  Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, hefur einnig hlaupið upp til og haldið fram sama ruglinu og Ólína.

Ólína og Björn Valur halda því fram, að Lipietz hafi haldið að Icesave væri dótturfélag Landsbankans, en ekki útibú, en staðreyndin er sú, að Lipietz var að ræða til skiptis um tvær reglugerðir ESB, aðra frá 1994 og hina frá 2002, en í henni er hugað að móðurbönkum, sem staðsettir eru utan ESB landa.  Hann tók skýrt fram, að samkvæmt reglugerð ESB væri engin og ætti engin ríkisábyrgða að vera á innistæðutryggingasjóðum og einungis eignir tryggingasjóðsins gætu gengið upp í greiðslur á töpuðum innistæðum.

Til upprifjunar er rétt að birta reglugerð ESB nr. 94/19 1994 EB aftur, fólki til glöggvunar, en hana má nálgast hér  en þar kemur algerlega skýrt fram að Tryggingsjóðir innistæðueigenda skuli ekki vera á ábyrgð yfirvalda, enda skulu lánastofnanir sjálfar bera kostnaðinn af fjármögnun þeirra.  Þetta má glögglega sjá á eftirfarandi klausum úr tilskipuninni:

"Það er ekki bráðnauðsynlegt í þessari tilskipun að samræma
leiðirnar við fjármögnun kerfa sem tryggja innlánin
eða lánastofnanirnar sjálfar, meðal annars vegna þess að
lánastofnanirnar skulu sjálfar almennt bera kostnaðinn við
fjármögnun slíkra kerfa og einnig vegna þess að fjárhagsleg
geta kerfanna skal vera í samræmi við tryggingaskuldbindingarnar.
Þetta má samt ekki stefna stöðugleika bankakerfis
aðildarríkisins í hættu.

Tilskipun þessi getur ekki gert aðildarríkin eða lögbær yfirvöld
þeirra ábyrg gagnvart innstæðueigendum ef þau hafa
séð til þess að koma á einu eða fleiri kerfum viðurkenndum
af stjórnvöldum sem ábyrgjast innlán eða lánastofnanirnar
sjálfar og tryggja að innstæðueigendur fái bætur og tryggingu
í samræmi við skilmálana í þessari tilskipun."

Þetta er ekkert óskýrt orðað og hugsanlega gætu jafnvel Ólína Þorvarðardóttir og Björn Valur Gíslason skilið textann, með því að lesa hann vel yfir.

Ef skötuhjúin hefðu hlustað á Lipietz með athygli, þá hefðu þau líka skilið, að hann vitnaði í þessa reglugerð, þegar hann ræddi um að engin ríkisábyrgð skyldi vera á innistæðutryggingasjóðum og því hefðu Bretar og Hollendingar engan málstað að verja og myndu tapa málaferlum vegna þessa fyrir Evrópudómstólnum.

Þennan skilningur er nánast algildur um alla Evrópu og jafnvel víðar og því ömurlegt, að enn finnist Íslendingar, sem allt gera til þess að afbaka málstað Íslendinga, en tala fyrir hagsmunum þrælapískaranna í Bretlandi og Hollandi.

Allir Íslendingar verða að snúa bökum saman og berjast fyrir Íslenskan málstað. 


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. janúar 2010

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband