30.9.2009 | 22:13
Jóhanna málar skrattann á vegginn
Jóhanna, meintur forsætisráðherra, málaði skrattann á vegginn á opnum fundi Samfylkingarinnar í kvöld, til þess að plægja jarðveginn fyrir næstu tilkynningu sína, en sú mun fjalla um ótrúlegar skattahækkanir á almenning, enda koma stjórnarflokkarnir sér ekki saman um þann niðurskurð, sem raunverulega þyrfti að eiga sér stað í ríkisútgjöldum.
Auðvitað er ástandið alvarlegt og það var vitað strax á síðasta vetri, en mál hafa ekkert þokast til að koma atvinnuvegunum af stað aftur, né í baráttunni við atvinnuleysið, enda hanga þessi mál á sömu spýtunni.
Ef stjórnin væri ekki að flækjast fyrir atvinnuuppbyggingunni, t.d. með því að gera allt sem í hennar valdi stendur til að stöðva allar stórframkvæmdir, þá væri hægt að skapa vinnu fyrir þúsundir manna strax á næstu mánuðum. Með því væri hægt að fjölga skattgreiðendum og auka veltu í þjóðfélaginu, sem aftur myndi skila stórauknum tekjum í gegnum virðisaukaskattinn.
Í stað þess að fara atvinnuuppbyggingarleiðina, velur ríkisstjórnin þá leið að leggja nýja og hækkaða skatta að upphæð 400.000 krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu á næsta ári.
Það eru úrræði stjórnarinnar til aðstoðar heimilunum í landinu.
![]() |
Niðurskurður er óhjákvæmilegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.9.2009 | 15:38
Þeir sletta skyrinu, sem eiga það
Sigmundur Ernir, þingmaður Samfylkingar, leyfir sér á viðkvæmum tíma, að hæðast að og ögra VG með því að láta í það skína, að ekkert mál sé að fylla skarð Vinstri grænna í ríkisstjórninni, ef þeir hunskist ekki til að hlýða Samfylkingunni í einu og öllu, eins og þeir hafa reyndar gert fram að þessu.
Nú, þegar Ögmundi blöskrar yfirgangurinn, lætur Sigmundur Ernir hafa þetta eftir sér: "Hann segir það svo að eining innan VG skeri úr um áframhaldandi stjórnarstamstarf, náist ekki eining þurfi stjórnin á stuðningi að halda Þá finnst mér það eðlilegasti kosturinn að halla sér að þeim sem eru næstir okkur í pólitík, segir Sigmundur og segir áframhaldið verða að koma í ljós."
Ekki útskýrir hann hverjir standi næst Samfylkingunni í pólitík, aðrir en VG, sem Samfylkingarmenn hafa, fram að þessu, haldið fram að væri besti vinur aðal. Spurning hvort þarna sé átt við Hreyfinguna eða Framsóknarflokkinn, sem reyndar hefur verið harðasti andstæðingur Icesacesamningsins.
Svo klikkir Sigmundur Ernir út með því að hæðast að Ögmundi, með eftirfarandi orðum: Við héldum að hann væri orðinn skólaðri í pólitík en þetta.
Þetta segir nýliði á þingi, sem hefur enda oftast hagað sér sem slíkur.
![]() |
Stendur og fellur með VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.9.2009 | 14:19
Klofnar flokkur Vinstri grænna?
Þingflokkur VG hefur verið kallaður saman kl. 14:15 í dag, til að fjalla um afsögn Ögmundar úr ríkisstjórninni og hvort hægt verður að berja afganginn af þingflokknum til hlýðni við feluforsætisráðherrann og Steingrím J. vegna fyrirvaranna við Icesave.
Þetta verður vafalaust hitafundur og ekki ólíklegt að flokkur Vinstri grænna klofni í herðar niður í framhaldi þessarar afsagnar. Enginn segir af sér ráherradómi að gamni sínu og án samráðs við sína helstu stuðningsmenn og það bakland, sem hefur komið viðkomandi alla leið í ráðherrastól.
Því mun það ráðast á þessum fundi, hvort Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja muni fylgja Ögmundi og stofna nýjan flokk, eða halda áfram að starfa með þrælasalanum Steingrími J.
Það sem örugglega kemur út úr þessu öllu, er að tilraunin með fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnina á Íslandi mun mistakast herfilega.
Það sem mun fylgja þeirri pólitísku upplausn, sem nú þarf að glíma við á næstunni, mun ekki bitna á neinum öðrum en þjóðinni með síversnandi lífskjörum.
Þjóðin hefði reyndar þurft að þjást hvort sem var, því ekki gat ríkisstjórnin komið sér saman um nokkurn hlut, þó tækifærið sé notað til að sprengja stórnarsamvinnuna með Icesavemálinu.
![]() |
Þingflokkur VG fundar kl. 14.15 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 13:23
Jóhanna klúðrar með hortugheitunum
Nú þegar er það komið fram, sem spáð var í morgun, að Jóhanna, leyniforsætisráðherra, er búin að klúðra ríkisstjórnarsamstarfinu, með frekju sinni og hortugheitum. Hafi hún haldið að hún gæti svínbeigt Ögmund Jónasson til undirgefni við sig í Icesave málinu, er hún dómgreindarlausari stjórnmálamaður, en nokkur gat ímyndað sér, jafnvel þó álitið á henni hafi ekki verið mikið fyrir.
Ögmundur sagi af sér ráðherraembætti vegna þess að hann vildi ekki hlíta neinum afarkostum Breta og Hollendinga og treysti sér ekki til að standa að neinum breytingum við Icesavefyrirvarana sem ráðherra og mun auðvitað ekki styðja fyrirhugaðar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar sem óbreyttur þingmaður.
Það var aðeins orðið spurning um daga, en ekki vikur, hvenær ríkisstjórnin hefði sprungið, því ekki er samstaða milli eða innan ríkisstjórnarflokkanna um nokkurt einasta mál, sem sem einhverja vikt hefur og því er auðveldast fyrir Jóhönnu að sprengja á Icesavemálinu, frekar en að láta koma endanlega í ljós, að ríkisstjórnin geti ekki komið saman fjárlögum fyrir árið 2010.
Nú verður að taka við stjórninni fólk, sem treystir sér og getur ráðið við vandann.
Líklega verður það Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Ögmundararmur VG.
![]() |
Ögmundur segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
30.9.2009 | 10:58
Ósamstíga í aðgerðum vegna hrunsins
Heimildarmaður Moggans, sem sat fundi starfshóðs Forsætisráðuneytisins, sem vann að aðgerðum vegna bankahrunsins, lætur hafa eftir sér að lítil, sem engin samvinna hafi verið milli ráðuneytisins og seðlabankans, vegna tillagna um aðgerðir, eða eins og segir í fréttinni: " Starfshópi forsætisráðuneytisins var sagt að vinna sjálfstætt og hafa engin samskipti við Seðlabankann, segir heimildarmaður Morgunblaðsins, sem sat fundi hópsins."
Vitað er að Ingibjörg Sólrún hataði seðlabankastjórann eins og pestina, en fyrr hefur ekki komið fram, að trúnaðarbrestur hefði orðið milli forsætisráðherrans og seðlabankastjórnarinnar. Eins er vitað, að seðlabankinn hafði margvarað ríkisstjórnina við því, sem yfirvofandi var og jafnvel hafði Davíð Oddson ámálgað á fundi með ríkisstjórninni, að ef einhvern tíma hefði verið tími til að mynda þjóðstjórn, þá væri það á þessum tíma. Sú uppástunga féll, vægast sagt, í grýttan jarðveg meðal ráðherranna og ef til vill hefur það orðið til þess að togsteita hafi komið upp á milli aðila.
Vonandi fæst skýrari mynd af þessu, frá báðum hliðum, þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verður birt eftir mánuð. Ekki ber að efa, að þar mun margt nýtt koma fram, sem skýrir þessi mál öll betur og setur hlutina í það samhengi, sem almenningur hefur ekki haft aðgang að, fram að þessu.
Einnig ber að vona að stjórnarslit og kosningaáróður muni ekki kæfa umræður um skýrsluna, þegar hún verður birt.
![]() |
Engin samskipti við Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 09:51
Jóhanna hnykkir á hótunum
Frumvarp um persónukjör til sveitarstjórna er nú til umfjöllunar hjá allherjarnefnd Alþingis og til að undirstrika hroka sinn í garð samstarfsflokksins í ríkisstjórn, lætur Jóhanna, meintur forsætisráðherra, hafa þetta eftir sér: Ég legg áherslu á að þetta verði forgangsmál í þinginu. Einnig lætur hún þetta fylgja með: "Jóhanna segir að mikil vinna hafi verið lögð í frumvarpið síðsumars og væntir þess að niðurstaða fáist í málið tiltölulega fljótt, helst á fyrstu vikum þingsins."
Í gær sagði Atli Gíslason, þingmaður VG, að allt of stuttur tími væri til sveitarstjórnarkosninga, til þess að persónukjör gæti komið til greina við þær, enda teldi hann að ekki væri meirihluti í þinginu fyrir þessari breytingu á kosningalöggjöfinni.
Í hveju málinu af öðru kemur ágreiningur stjórnarflokkanna í ljós og nú er Jóhanna búin að gera sér fulla grein fyrir því, að nú séu síðustu dagar ríkisstjórnarinnar að renna upp. Af sama meiði er sennilega viðsnúningur Árna Páls, félagsmálaráðherra varðandi skuldaniðurfellingu til heimilanna, því fram að þessu hefur hann verið algerlega andsnúinn slíku. Þegar hann sér fram á að stjórnin sé líklega að falla, er gott að fara inn í nýja kosningar með þann áróður í farteskinu, að hann hafi verið um það bil að leysa allra vanda, en þá hafi VG hlaupið frá öllu saman.
Auðvitað verður Ögmundi kennt um stjórnarslitin, því hann hafi spengt ríkisstjórnina á Icesave málinu og þar með valdið ómældum skaða í þjóðfélaginu og eyðilagt inngöngu Íslands í ESB.
Nú rær stjórnin lífróður, en á sama tíma reynir hver fyrir sig að styrkja sínar vígstöðvar, komi til kosninga fljótlega.
![]() |
Persónukjör forgangsmál á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2009 | 08:37
Gott að fella stjórnina á Icesave
Ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um nokkurt einast mál sem einhverju skiptir, t.d. er allt í loft upp vegna orku- og stóriðjumála, Icesave og ekki síst um ríkisfjármálin og niðurskurð ríkisútgjalda.
Ástandið er orðið svo slæmt, að stjórnarsamstarfið hangir á bláþræði og óvildin og illskan á milli stjórnarflokkanna leynir sér ekki, og er nú endanlega komin upp á yfirborðið með hótun Jóhönnu, meints forsætisráðherra, um stjórnarslit, ef Ögmundur Jónasson og félagar hans í VG samþykki ekki algeran undirlægjuhátt gagnvart þrælahöfðingjunum bresku og hollensku.
Hitinn á milli stjórnarflokkanna er kominn á það stig, að nú er að byrja að sjóða uppúr pottinum og nú þegar styttist í, að ágreiningurinn um orku- og stóriðjumálin og fjárlögin sprengi stjórnina, beinir Jóhanna athyglinni að því, sem hún heldur að sé best fyrir sig að sprengja stjórnina á.
Að baki þessu öllu liggur hræðsla Samfylkingarinnar við að innganga Íslands í ESB gæti tafist, vegna tregðu VG, og ESB draumurinn er á bak við allar gerðir Jóhönnu, enda er hún algerlega óhæf til að leiða ríkisstjórn, því komið er í ljós fyrir löngu, að hún hefur enga forystuhæfileika.
Forystuhæfileikana skortir, en þrjóskuna og hrokann ekki. Þess vegna er gamalkunnu ráði beitt, að setja samstarfsflokknum úrslitaskilyrði. Skilyrði sem ekki eru umsemjanleg.
![]() |
Fellur ef ekki næst sátt um Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)