Gott að fella stjórnina á Icesave

Ríkisstjórnin getur ekki komið sér saman um nokkurt einast mál sem einhverju skiptir, t.d. er allt í loft upp vegna orku- og stóriðjumála, Icesave og ekki síst um ríkisfjármálin og niðurskurð ríkisútgjalda.

Ástandið er orðið svo slæmt, að stjórnarsamstarfið hangir á bláþræði og óvildin og illskan á milli stjórnarflokkanna leynir sér ekki, og er nú endanlega komin upp á yfirborðið með hótun Jóhönnu, meints forsætisráðherra, um stjórnarslit, ef Ögmundur Jónasson og félagar hans í VG samþykki ekki algeran undirlægjuhátt gagnvart þrælahöfðingjunum bresku og hollensku.

Hitinn á milli stjórnarflokkanna er kominn á það stig, að nú er að byrja að sjóða uppúr pottinum og nú þegar styttist í, að ágreiningurinn um orku- og stóriðjumálin og fjárlögin sprengi stjórnina, beinir Jóhanna athyglinni að því, sem hún heldur að sé best fyrir sig að sprengja stjórnina á.

Að baki þessu öllu liggur hræðsla Samfylkingarinnar við að innganga Íslands í ESB gæti tafist, vegna tregðu VG, og ESB draumurinn er á bak við allar gerðir Jóhönnu, enda er hún algerlega óhæf til að leiða ríkisstjórn, því komið er í ljós fyrir löngu, að hún hefur enga forystuhæfileika.

Forystuhæfileikana skortir, en þrjóskuna og hrokann ekki.  Þess vegna er gamalkunnu ráði beitt, að setja samstarfsflokknum úrslitaskilyrði.  Skilyrði sem ekki eru umsemjanleg.


mbl.is Fellur ef ekki næst sátt um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég sammála þér að þetta með Samfylkinguna,að hún má alveg yfirgefa skútuna núna.Icesave og ESB dekur hennar Jóhönnu er algjörlega ólíðandi.Tími Jóhönnu er liðin,en eitt verðum við að muna að  VG  kom ekki nálægt hruninu,en það gerðu augljóslega Samfylkingin að hluta ,Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn þó sýnu all meiri.Hverja viltu fá í stjórn.?Er hreinlega ekki komin tími á þjóðstjórn,,eða það held ég.Hættum þessu kargi um vinstri og hægri  förum að byggja upp samfélagið,hreinsum til  og hvar er þetta nýja Ísland. Vinnum saman við litla örþjóð.

Númi (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 09:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband