Jóhanna hnykkir á hótunum

Frumvarp um persónukjör til sveitarstjórna er nú til umfjöllunar hjá allherjarnefnd Alþingis og til að undirstrika hroka sinn í garð samstarfsflokksins í ríkisstjórn, lætur Jóhanna, meintur forsætisráðherra, hafa þetta eftir sér:  „Ég legg áherslu á að þetta verði forgangsmál í þinginu.“  Einnig lætur hún þetta fylgja með:  "Jóhanna segir að mikil vinna hafi verið lögð í frumvarpið síðsumars og væntir þess að niðurstaða fáist í málið tiltölulega fljótt, helst á fyrstu vikum þingsins."

Í gær sagði Atli Gíslason, þingmaður VG, að allt of stuttur tími væri til sveitarstjórnarkosninga, til þess að persónukjör gæti komið til greina við þær, enda teldi hann að ekki væri meirihluti í þinginu fyrir þessari breytingu á kosningalöggjöfinni.

Í hveju málinu af öðru kemur ágreiningur stjórnarflokkanna í ljós og nú er Jóhanna búin að gera sér fulla grein fyrir því, að nú séu síðustu dagar ríkisstjórnarinnar að renna upp.  Af sama meiði er sennilega viðsnúningur Árna Páls, félagsmálaráðherra varðandi skuldaniðurfellingu til heimilanna, því fram að þessu hefur hann verið algerlega andsnúinn slíku.  Þegar hann sér fram á að stjórnin sé líklega að falla, er gott að fara inn í nýja kosningar með þann áróður í farteskinu, að hann hafi verið um það bil að leysa allra vanda, en þá hafi VG hlaupið frá öllu saman. 

Auðvitað verður Ögmundi kennt um stjórnarslitin, því hann hafi spengt ríkisstjórnina á Icesave málinu og þar með valdið ómældum skaða í þjóðfélaginu og eyðilagt inngöngu Íslands í ESB.

Nú rær stjórnin lífróður, en á sama tíma reynir hver fyrir sig að styrkja sínar vígstöðvar, komi til kosninga fljótlega.

 


mbl.is Persónukjör forgangsmál á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband