3.9.2009 | 16:25
Skilanefndir að eignast bankana
Fréttin um að skilanefnd Kaupþings sé að kaupa 87% hlut í Nýja Kaupþingi er vægast sagt einkennileg, því fram kemur að enginn erlendur kröfuhafi sé búinn að samþykkja að ganga inn í þessi kaup, enda er ekki vitað hverjir allir kröfuhafarnir eru. Skilanefndirnar eru ekki lögaðilar, þannig að ekki verður séð í fljótu bragði hvernig þetta kemur heim og saman.
Í fréttinni segir: "Erlendir kröfuhafar Kaupþings, sem margir hverjir eru stórir alþjóðlegir bankar eins og Deutsche Bank, hafa frest til 31. október á þessu ári til að taka afstöðu til þess hvort þeir vilji eignast hlut í Nýja Kaupþingi. Skilanefnd Kaupþings mun fara með eignarhlutinn fyrir þeirra hönd." Þessir erlendu bankar hafa sem sagt frest til 31. október til að taka afstöðu í málinu og ef þeir vilja taka þátt í kaupunum, er þá alveg víst að þeir vilji láta skilanefndina fara með eignarhlutinn fyrir sína hönd?
Einnig kemur fram í fréttinni að: "Mikil óvissa ríkir um marga stóra kröfuhafa sem eru eigendur skuldabréfa þar sem bréfin hafa gengið kaupum og sölum með afföllum frá því bankinn var tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu hinn 8. október á síðasta ári. Þessir skuldabréfaeigendur hafa frest til 31. október til að lýsa kröfum." Ekki er ljóst af þessu, hvort þessir kröfuhafar eigi að fá að ganga inn í kaupin einnig, en þeir eiga ekki að lýsa kröfum, fyrr en 31. október, eða sama dag og þekktu kröfuhafarnir eiga að tilkynna hvort þeir vilji taka þátt í að kaupa bankann, eða réttara sagt hirða hann upp í kröfur sínar.
Ef nýjir eigendur bankans fara í útrás og opna útibú í Evrópu er búið að viðurkenna ríkisábyrgð á öllum innlánum í þeim útibúum með þrælasamningi Steingríms J. og félaga hans, Svavars Gestssonar og Indriða H. Þorlákssonar, sem Alþingi hefur blessað með ríkisábyrgð.
Vonandi verður ekki aftur bankakreppa, fyrr en íslenskir skattgreiðendur eru búnir að afplána þrælkunarvinnuna fyrir Breta og Hollendinga.
![]() |
Kröfuhafar gætu eignast Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 14:25
VG að einkavæða bílastæði
Eftir dauðaleit, hefur VG dottið niður á nokkrar eignir Reykjavíkurborgar, sem upplagt væri að selja á "brunaútsölu" núna á þessum síðustu og verstu tímum, þegar enginn hefur áhuga á að fjárfesta í einu eða neinu, vegna hávaxtastefnu fjármálaráðherra og Seðlabanka.
Þessar fasteignir, sem VG vill láta selja einkaaðilum eru bílastæðahús borgarinnar og vill VG að einkaaðilar reki þessi hús í ágóðaskyni. Ekki kemur fram, hvers vegna boðberar opinbers rekstrar treysta ekki sjálfum sér til að reka bílastæðahúsin réttu megin við núllið, fyrst þeir treysta einkaframtakinu til þess.
Eini gallinn á þessu, fyrir væntanlega kaupendur bílastæðahúsanna, er að borgin mun væntanlega fara í samkeppni við þá, með útleigu bílastæða allt í kringum þessi hús og væntanlega á miklu lægra gjaldi, en hægt verður að bjóða uppá inni í húsunum, ef á að reka þau með hagnaði.
Sú spurning vaknar, hvort það sé í raun eðlilegra að einkaaðilar reki bílastæði innandyra, frekar en utandyra. Ef hugmyndin er sú, að borgin niðurgreiði stæði utandyra í samkeppni við bílastæði innandyra, þá er hugmyndin dauðadæmd frá upphafi.
En það er skemmtilegt, að VG sé farið að hafa áhuga á einkavæðingunni.
![]() |
Kanna möguleika á sölu bílastæðahúsa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2009 | 11:48
Kann Steingrímur J. ekki að segja satt?
Þann 3. júní s.l. sagði Steingrímur J. í ræðustóli á Alþingi, að engar formlegar viðræður væru í gangi við Breta og Hollendinga vegna Icesave skulda Landsbankans, aðeins væri um könnunarviðræður að ræða og engin undirskrift undir samninga væri framundan. Einnig sagði hann að engin skref yrðu stigin í málinu, nema í fullu samráði við Fjárlaganefnd Alþingis. Eins og allir vita, var samningurinn síðan undirritaður tveim dögum síðar, án samráðs við Fjárlaganefnd, enda lýsti Svavar Gestsson, formaður samninganefndarinnar, því yfir í viðtali, að hann hefði ekki nennt að hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur.
Í gær sagði Steingrímur J. að óformlegar þreifingar væru í gangi milli Íslendinga, Breta og Hollendinga um þá fyrirvara, sem Alþingi samþykkti við ríkisábyrgðina og málinu yrði haldið utan kastljóss fjölmiðla á næstunni, þ.e. á meðan þessar könnunarviðræður ættu sér stað.´
Nú líður einungis einn dagur frá því að Steingrímur J. lýsir því yfir að ekkert merkilegt sé að gerast í málinu, þar til Fjárlaganefnd er kölluð saman, nánast án fyrirvara, til þess að kynna henni viðbrögð Breta og Hollendinga við fyrirvörunum.
Getur verið að Steingrímur J. viti ekkert hvað er að gerast í þeim málum, sem eru á forræði fjármálaráðuneytisins?
Ef til vill kann hann ekki að segja satt.
![]() |
Fundur um Icesave-viðbrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)