27.9.2009 | 20:09
Brown, bankar og bónusar
Heimskreppan, sem skall á, á síðasta ári, á eins og allir vita, nema Íslendingar, rætur sínar að rekja til banka- og viðskiptaglæframanna, sem á ótrúlegan hátt, blésu út verðmæti bankanna og fyrirtækjanna, án þess að nokkur innistæða væri fyrir hendi. Með þessu mögnuðu þeir verð- og fasteignabólu, og jusu út lánum, því hærri og stærri, því meiri bónusar voru í boði.
Þessar staðreyndir eru alls staðar viðurkenndar, sem orsök hrunsins, nema á Íslandi, en þar reyna alls kyns óábyrgir skriffinnar og lýðskrumarar, að kenna Sjálfstæðisflokknum og alveg sérstaklega Davíð Oddsyni, um allt sem miður hefur farið hérlendis.
Hvergi annarsstaðar í heiminum, er stjórnmálamönnum kennt um heimskreppuna, hvorki austan hafs eða vestan. Obama lætur sér ekki detta í hug að kenna ríkisstjórn Bush um kreppuna vestanhafs, þar sem upphafið að bankakreppunni var og ekki dettur nokkrum einasta manni, hvorki almenningi eða stjórnmálamönnum, að kenna ríkisstjórnum viðkomandi landa um hrunið í sínum löndum. Alls staðar hefur gifurlegum fjármunum verið varið til þess að halda bankakerfunum gangandi og hefur það þó ekki dugað til í öllum tilfellum, því tugir banka um allan heim hafa farið á hausinn.
Íslenskir banka- og útrásarmógúlar voru með þeim allra stórtækustu, enda var fallið mikið hérlendis. Hér eins og annarsstaðar voru það ævintýralegir bónusar, sem drifu ruglið áfram, en eftir sem áður vilja lýðskrumararnir líta fram hjá öllum raunverulegum orsökum, af því að það er svo einföld pólitísk brella að kenna einum flokki um allt saman.
Nú ríður Brown, forsætisráðherra Bretlands og þrælahöfðingi, á vaðið og ætlar að banna bankabónusana. Kannski verður það til að opna augu einhverra hérlendis á því, hverju bnkahrunið er að kenna og hverjum ekki.
![]() |
Brown segist banna gamla bónuskerfið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.9.2009 | 17:37
Iðnaðarráðherra snýr sér að "öðru"
Iðnðnaðarráðherra kom glottandi í sjónvarpsfréttir fyrir helgina og lýsti því yfir að viljayfirlýsing ríkisins, sveitarfélaga og Alcoa um álver á Bakka við Húsavík yrði ekki framlengd. Við sama tækifæri lýsti ráðherrann því yfir að nú yrðu kannaðir "aðrir" fjárfestingakostir fyrir norðan, en enginn fjárfestir hefði samt sýnt á því nokkurn áhuga.
Enginn hefur skrifað betur um fjárfestingu í "öðru" en Egill Jóhannesson, og eru allir kvattir til þess að lesa blogg hans.
Ekki er nema von, að öllum aðilum vinnumarkaðarins sé farið að blöskra samstöðuleysið og raunar illindin milli stjórnarflokkanna varðandi atvinnumál á þessum þrengingartímum þjóðarinnar.
Ríkisstjórn, sem þvælist fyrir og berst gegn atvinnuaukningu í landinu, er ekki ríkisstjórn, sem er á vetur setjandi.
Hún á að hunskast frá strax.
![]() |
Samtök iðnaðarins gagnrýna vinnubrögð stjórnvalda harðlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.9.2009 | 09:58
Hvaða stuðningur, Össur?
Grínistinn, Össur Skarphéðinsson, hélt uppistand á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi og notaði tækifærið til þess að hæðast að norðurlandaþjóðunum og jafnvel alþjóðasamfélaginu eins og það leggur sig.
Grínarinn ræddi um efnahagskreppuna og afleiðingar hennar fyrir Íslendinga, framkomu fjármálabaróna og siðleysi þeirra, krafðist lokunar skattaparadísa og breytt siðgæðis í viðskiptum framtíðarinnar. Þetta var allt rétt og satt hjá honum, en svo fór hann að skrökva því, að efnahagur Íslands væri byrjaður að rétta úr kútnum og bjart væri framundan á næsta ári.
Svo skipti Össur yfir í háðið og grínið, þegar hann sagði að á þessum örlagatímum í lífi þjóðarinnar, hefðu norðulöndin ekki brugðist okkur vinum sínum og svo þakkaði hann nánast öllum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna fyrir ómetanlegan stuðning á þessum erfiðleikatímum.
Ekki er víst, að mikið hafi verið hlegið í salnum undir uppistandinu, því líklega hafa fulltrúarnir ekki skilið grínið, líklega hafa þeir frekar reiðst, hafi þeir skilið háðið.
Það er ekki til stuðningsöflunar við málstað Íslands, að hæðast að öðrum þjóðum.
Líklegra er til árangurs, að koma hreint fram og grínast eingöngu á heimavelli.
![]() |
Össur ávarpaði allsherjarþing SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)