14.7.2009 | 14:25
Á sama að ganga yfir Jón og séra Jón?
Skuldastaða banka- og útrásarmógúla í landinu er víða slæm og samkvæmt Morgunblaðinu í dag eru margir þeirra sem mæta úrræðaleysi í hinum nýju bönkum. Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra segist vona að bankarnir fari innan tíðar að geta heimilað eftirgjöf skulda.
Hvernig hefðu viðbrögð við fréttinni orðið, ef hún hefði birst á ofangreindan hátt? Hefði orðið borgarastyrjöld í landinu? Hefðu bloggheimar farið á límingunni í hneykslan sinni á öðrum eins hugmyndum.
Fyrir nokkrum dögum birtust fréttir af því að tveir helstu bankaglæframenn landsins hefðu farið fram á niðurfellingu skuldar við Nýja Kaupþing og allt ætlaði um koll að keyra í þjóðfélaginu. Eru það sömu aðilarnir, sem það gagnrýndu og vilja nú þiggja niðurfellingu skulda fyrir sjálfa sig? Það getur varla verið, því gjörðin hlýtur að vera sú sama, hver sem upphæðin er, sem um væri að tefla.
Hvers eiga þeir að gjalda, sem skulda minna en 110% af verðmæti fasteignar sinnar? Eiga þeir að fá senda ávísun í pósti?
Eiga ekki allar reglur að gilda jafnt fyrir Jón og séra Jón?
![]() |
Aukið svigrúm til afskrifta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.7.2009 | 13:23
Hörkubarátta við að afneita ríkisábyrgð
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, segir skuldastöðu þjóðarbúsins afar erfiða og hefur komist að þeirri niðurstöðu, að nauðsynlegt sé að takast á við vandann. Ekki má þó segja allann sannleikann í því máli, enda reynt að þagga niður í þeim sem benda á hve mikið stendur til að auka vandann, með samþykkt ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans. Þetta á t.d. við um lögfræðinga seðlabankans, sem skipað er að túlka einhverjar aðrar skoðanir, en skoðanir lögfræðinga seðlabankans.
Fyrst Steingrímur J. gerir sér núorðið grein fyrir því að fjárhagsstaða þjóðarbúsins sé erfið, hlýtur hann að breyta um baráttuaðferðir í Landsbankamálinu og taka upp baráttu fyrir rétti þjóðarinnar til að fara eftir tilskipunum ESB um að Tryggingasjóður innistæðueigenda sé ekki með ríkisábyrgð og komi því almenningi á Íslandi ekki við.
Menn sem gera sér grein fyrir vandamálinu, eiga ekki að berjast með kjaft og klóm fyrir því að auka vandann.
![]() |
Hörkubarátta framundan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.7.2009 | 10:51
Óformleg umsögn Árna Þórs?
Það verður að taka undir með Árna Þór, formanni utanríkismálanefndar Alþingis, að óviðunandi sé að fólk komi dulbúið á fundi nefndarinnar og þykist vera annað en það er. Til dæmis er alveg óskiljanlegt að menn þykist vera lögfræðingar seðlabankans, þegar þeir eru bara einstaklingar, sem vinna sem lögfræðingar í seðlabankanum. Þessu má auðvitað ekki rugla saman, eða eins og segir í fréttinni:
Ég er alveg stórundrandi á þessu. Þetta fólk er boðað hingað sem lögfræðingar Seðlabankans og þá væntir maður þess að það sé að tala í nafni sinnar stofnunar. Það gefur því auðvitað ákveðna vigt í sjálfu sér. Þau gagnrýna ýmislegt í þessum samningi en gagnrýnin verður að vera á réttum forsendum. Það má ekki villa á sér heimildir, segir Árni Þór Sigurðsson.
Aðallögfræðingur seðlabankans sendi þetta fólk á nefndarfundina og það hefur væntanlega haldið að mætingin væri til að túlka skoðanir lögfræðideildar bankans, en eftiráskýring aðallögfræðingsins, er þessi, samkvæmt fréttinni:
"Fulltrúar Seðlabankans voru kallaðir á fund þingnefnda vegna Icesave-málsins, í krafti stöðu sinnar, en töluðu samkvæmt bréfi aðallögfræðings Seðlabankans sem einstaklingar."
Eftir þennan lestur vaknar sú spurning hvort þetta bréf sé skrifað af aðallögfræðingi seðlabankans, eða bara af þeim einstaklingi, sem gegnir embættinu.
Eins má velta fyrir sér hvort svar Árna Þórs, sé svar pólitíkusins Árna Þórs, eða óformlegt svar einstaklingsins Árna Þórs, sem vinnur sem Alþingismaður og nefndarformaður utanríkismálanefndar.
![]() |
Ekki formleg umsögn Seðlabanka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2009 | 09:26
Hvað er "Íslenska ríkið"?
Ekki er von að hægt sé að ræða skuldamál íslenska ríkisins með miklu viti, ef ekki er hægt að skilgreina hvað "íslenska ríkið" er í raun og veru. Áður fyrr var talað um að íslenska ríkið væri nánast skuldlaust í útlöndum, en hins vegar væru einkaaðilar og sveitarfélög með talsverðar upphæðir í erlendum lánum.
Nú er talað um að skuldir "íslenska ríkisins" séu 140-240% af vergri landsframleiðslu, eftir því hvernig það er reiknað. Í fréttinni segir að: "Skuldirnar fara eftir því hvaða breytur eru teknar með í útreikningana, í hærri tölunni er til dæmis búið að taka mið af öllum skuldum, það er skuldum sveitarfélaga, fyrirtækja og erlendum lánum sem fyrirhugað er að taka á næstunni svo og Icesaveskuldbindingunum."
Hvers vegna eru menn nú að blanda skuldum einkaðila inn í þessa reikninga? Er það ef til vill vegna þess, að reiknað sé með því að allur atvinnurekstur á Íslandi verði kominn á hendur ríkisins fljótlega? Er jafnvel reiknað með að ríkissjóður þurfi að taka yfir öll sveitarfélögin einnig?
Allavega er ekki von að vel gangi við áætlanagerðir um skuldastöðu, þegar upphæðum virðist haldið leyndum fyrir þingi og þjóð.
Ekki síður er það erfitt, á meðan það er ekki skilgreint hvað er skuld ríkisins og hvað ekki.
![]() |
Erlendar skuldir á reiki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)