10.7.2009 | 23:37
Lausn á erfiðleikum Steingríms
Steingrímur J. á í miklum erfiðleikum með flokksfélaga sína, þar sem sumir þeirra snúast eins og vindhanar í afstöðunni til frumvarpsins um aðildarumsókn að ESB, eins og reyndar í fleiri málum. Hálfgerð upplausn er að verða í VG liðinu og stjórnarslitum hótað af hálfu Samfylkingarinnar, ef þingmenn VG sitji ekki og standi eins og Samfylkingarráðherrunum þóknast.
Steingrímur J. reynir að afsaka þennan hringlandahátt sinna manna með því að skiptar skoðanir séu í öllum flokkum, meðal almennings, samtaka atvinnulifsins og verkalýðshreyfingarinnar um aðildarumsóknina. Þetta er rétt, svo langt sem það nær, en mikill meirihluti þjóðarinnar hefur lýst andstöðu sinni við aðild að ESB í skoðanakönnunum.
Einmitt vegna þessa klofnings um aðildarumsóknina, ættu þingmenn VG og annarra flokka að samþykkja að vísa því í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort þjóðin vildi að gengið yrði til samninga við ESB. Eftir meðferð ESB þjóðanna á Íslendingum í Icesave málinu eru engar líkur á því að þjóðin myndi samþykkja nokkrar viðræður við ESB um nokkurn akapaðan hlut.
En með þjóðaratkvæðagreiðslu yrði Steingrímjur að minnsta kosti skorinn niður úr snörunni sem hans eigin flokksmenn og Samfylkingin hafa hert að hálsi hans.
![]() |
Erfitt mál fyrir VG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.7.2009 | 17:18
Lýðræðisást þegar hentar
Ríkisstjórnin er útblásin af lýðræðisást og því til sönnunar hefur hún flutt frumvarp á Alþingi um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem eiga að auka aðkomu almennings að ákvarðanatöku um mikilvæg mál. Þessa ást sína á lýðræðinu þreytist stjórnin aldrei á að lýsa á hátíðar- og tyllidögum, en hversdags er í raun annað uppi á borðum.
Nú, þegar tillaga er flutt af stjórnarandstöðunni um þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá hvort þjóðin hafi áhuga á að sækja um aðild að ESB, þá gufar lýðræðisást ríkisstjórnarinnar upp, eða ens og Jóhanna, forsætisráðherra, segir, þá hefur þjóðin ekki hundsvit á Evrópusambandinu og getur því ekki kosið um, hvort sækja á um aðild, eða ekki.
Hinsvegar reiknar forsætisráðherrann með því að þjóðin munu hafa öðlast nóg vit á ESB eftir að Samfylkingin hafi matreitt málið betur ofan í hana og þá verði tímabært að leyfa henni náðarsamlegast að staðfesta niðurstöðu Samfylkingarinnar í málinu.
Eftir það mun aftur á hátíðar- og tyllidögum verða dásamað hversu lýðræðisleg ríkisstjórnin er og því mun þá að sjálfsögðu verða lofað að þjóðin fái að kjósa um mál, sem hún hefði mögulega vit á.
Þau mál verða auðvitað aldrei mörg, enda öll mál sem ríkisstjórnin fjallar um svo flókin, að það er ekki fyrir venjulega þjóð, að botna nokkurn skapaðan hlut í þeim.
![]() |
Viðræður skera úr um hvað Íslandi býðst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)