3.6.2009 | 16:53
Leikritinu lokið?
Í morgum var fullyrt á þessu bloggi að Kínverjar væru að setja upp smá leikrit, með sendiherrann sinn í aðalhlutverki, til þess eins að skyggja á heimsókn Dalai Lama til Íslands. Hugsanlega átti leikritið líka að vera áminning til annarra, um að taka ekki of vingjarnlega á móti munknum.
Leikritinu virðist vera lokið í bili, að minnsta kosti, hvort sem annar hluti verður settur á svið síðar.
Það eina óvenjulega við þetta leikrit var það, að aðalleikarinn sást aldrei á sviðinu.
Gagnrýnendur myndu sjálfsagt segja að þessi uppsetning hafi verið óvenjuleg, en þó bráðskemmtileg.
![]() |
Ekki kallaður heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2009 | 15:31
Logos og útrásarvíkingarnir
Tvær húsleitir á dag hjá Lögmannsstofunni Logos vegna rannsókna tveggja embætta á brotum tengdum viðskiptavinum stofunnar vekja upp ýmsar spurningar um þetta lögfræðifyrirtæki. Logos hefur unnið mikið fyrir Baugsliðið í gegnum tíðina, eins og sjá má í þessari frétt frá 17/03 s.l.
Tilvitnaða fréttin hér að ofan, endar svona: "Einn eigenda LOGOS, Erlendur Gíslason, hefur verið skipaður skiptastjóri þrotabús Baugs, en annar lögmaður tengdur LOGOS, Jakob Möller, er aðstoðarmaður við greiðslustöðvun Stoða."
Það verður að teljast með ólíkindum, að lögfræðingar frá þessari stofu skulu vera skipaðir skiptastjórar og aðstoðarmenn við greiðslustöðvun og þrotabú Baugs, þar sem eigendur og fyrirtæki Baugs sæta rannsóknum fyrir stórkostleg efnahagsbrot. Logos starfaði fyrir Baug, árum saman, og hefur vafalaust aðstoðað fyrirtækjasamsteypuna við að koma fjármálagerningum sínum í sannfærandi umbúðir, sem alls óvíst er að standist skoðun rannsakenda efnahagsbrota.
Raunar komu margir helstu lögfræðingar landsins að Baugsmáli hinu fyrra, eða fyrsta, og einhverjir þeirra gætu lent í rannsókn sjálfir vegna Baugsmála hinna síðari.
Það er a.m.k. ekki útlit fyrir atvinnuleysi hjá rannsóknaraðilium efnahagsbrota á næstu árum.
![]() |
Efnahagsbrotadeild með húsleitir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 13:58
Kvíabryggja með nýendurnýjuð rúm.
Nóg er að gera hjá starfsmönnum sérstaks saksóknara við húsleitir þessa dagana, því í síðustu viku var leitað á tólf stöðum, sem tengjast Ólafi Ólafssyni og í dag enn ein, sem tengist Ólafi og sjeiknum frá Katar.
Geysileg vinna er við að yfirfara öll tölvugögn svona mála, raða þeim upp og vinna úr þeim, vonandi kæru að lokum. Þrátt fyrir yfirlýsingar Ólafs, um að allt hafi þetta mál verið eðlilegt og heiðarlegt, trúir því enginn maður. Ef allt hefði verið eðlilegt, hvers vegna þurfti þá lán Kaupþings, til kaupa í sjálfu sér, að fara einn eða tvo hringi í skattaparadísum, áður en aurarnir skiluðu sér aftur inn í Kaupþing í formi hlutabréfakaupa í bankanum. Sumir vilja reyndar halda því fram, að peningarnir hafi alls ekki skilað sér inn í bankann aftur, heldur hafi þeir orðið um kyrrt í vösum Ólafs og vinar hans, sjeiksins.
Vonandi er þetta ekki eina málið, sem er á þessum skriði í rannsóknarferli hjá saksóknaranum.
Kvíabryggja býr svo vel, að þar eru nýlega endurnýjuð rúm, þannig að sæmilega ætti að fara um útrásarvíkingana.
![]() |
Húsleit hjá Logos |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.6.2009 | 11:47
Allt í hnút vegna Seðlabanka
Allt er í hnút í viðræðum aðila vinnumarkaðarins um kjaramál, vegna óvissu um stýrivaxtaákvörðun seðlabankans á morgun. Ekki væri á efnahagsástandið bætandi, að allt færi að loga í verkföllum þegar líða tæki á árið.
Raunvextir á Íslandi eru þeir hæstu í heimi og eru búnir að vera það lengi. Ótrúleg tregða hefur verið af hendi seðlabankans að lækka stýrivextina, en allir aðrir seðlabankar í veröldinni hafa verið að lækka sína vexti og eru þeir komnir niður í 0-2%, á meðan þeir eru 13,5% hér á landi. Lækkun vaxtanna á morgun þyrfti að nema að minnsta kosti 10%, þannig að stýrivextir yrðu alls ekki hærri en 3,5%, mættu jafnvel fara niður í 2%.
Vitað er að AGS er á móti mikilli vaxtalækkun núna, en sú afstaða er óskiljanleg í ljósi efnahagsástandsins og stöðu atvinnuveganna og heimilanna. Stjórnvöld og seðlabankinn hafa marglýst því yfir að það sé peningastefnunefndin og seðlabankastjórinn sem ráði stýrivöxtunum, en ekki AGS.
Á morgun kemur í ljós, hvort það eru menn eða mýs, sem ráða Seðlabanka Íslands.
![]() |
Kjaramálin í föstum hnút í Karphúsinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2009 | 10:15
Sendiherra Íslands kallaður heim frá Kína
Óstaðfestar fréttir berast af því að Kínverjar hafi kallað sendiherra sinn á Íslandi heim í mótmælaskyni við heimsókn Dalai Lama til landsins og að einhverjir ráðamenn hafi barið hann augum í heimsókninni.
Ekki hefur náðst sambandi við Kínverska sendiráðið til að fá upplýsingar um þetta á hreint og því veit enginn hvort hér er lengur Kínverskur sendiherra eða ekki.
Þetta er náttúrlega bara smá leikrit, sem Kínverjarnir eru að setja upp, til að varpa skugga á heimsókn Dalai Lama og dreifa athygli frá henni. Um leið og Dalai Lama fer úr landi mun koma tilkynning frá sendiráðinu um að þetta væri allt á misskilningi byggt.
Ef sendiherra er kallaður heim í mótmælaskyni við eitthvað, hefur það hvergi í veröldinni verið gert með leynd. Þvert á móti hefur það verið gert með miklum hávaða og með eins mikilli athygli og mögulegt er.
Kínverjarnir eru að draga Íslendinga á asnaeyrunum vegna heimsóknar Dalai Lama og því eiga Íslensk stjórnvöld að mótmæla, með því að kalla sendiherra Íslands heim frá Kína.
![]() |
Óljósar fregnir af sendiherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2009 | 09:20
Ríkisvinnuflokkur án jarðsambands
Fyrir nokkrum dögum sagði Jóhanna, ríkisverkstjóri, að niðurskurður ríkisútgjalda yrði minni en áður hefði verið talað um, þar sem hagvöxtur næðist fyrr en áður var talið og myndi það gefa ríkissjóði 70 milljarða upp í fjárlagagatið, strax á árinu 2010. Þetta töldu allir til marks um hvað ríkisvinnuflokkurinn hefði lagt mikla vinnu í að greina og meta ástandið framundan.
Nokkrum dögum síðar kemur þetta fram: "Að sögn Jóhönnu var farið yfir málin í stórum dráttum, en það sem spili m.a. inn í sé að meiri óvissa ríki nú um hagvöxtinn en áður var haldið. Það er ljóst að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum og það var ákveðið að setja mikinn kraft í þetta, segir Jóhanna. "
Nú hefur ríkisstjórnin setið í fjóra mánuði og fyrst núna á að fara að vinna mjög hratt og það á allra næstu dögum. Í fréttinni kemur einnig fram að: "Vinnuhópar ríkisstjórnarinnar muni af auknum krafti fara yfir efnahags- og atvinnumálin, ríkisfjármálin og velferðarmálin. Þá erum við að tala um hverju á að hlífa í velferðarkerfinu og hverju þarf að fórna. Þetta er mjög erfitt, við erum að tala um mjög stórar stærðir og kannski verður þetta meira sem við þurfum að fara í niðurskurð á eða í tekjubreytingar og hagræðingu, þar sem staðan er jafnvel verri en menn héldu áður.
Ríkisstjórn, sem eyðir tímanum í alls kyns óþarfa eins og t.d. þras um ESB aðild, og sér ekki efnahagserfiðleikana í réttu ljósi, fyrr en eftir fjögurra mánaða setu, er varla viðbjargandi.
Almennignur í landinu er búinn að vita af þessum erfiðleikum í átta mánuði og hefur verið að bíða eftir aðgerðum ríkisstjórnarinnar til eflingar þjóðartekna og atvinnulífs.
Einhver þyrfti að jarðtengja ríkisvinnuflokkinn.
![]() |
Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)