26.5.2009 | 19:40
Fáráðlegt bann
Hæstiréttur Kaliforníu staðfesti úrslit atkvæðagreiðslu frá því síðast liðið haust, um bann við hjónavígslum samkynhneigðra, án þess þó að ógilda vígslu 18 þúsund para, sem höfðu látið gefa sig saman á meðan það var lögleyft.
Þetta er vægast sagt fáráðlegur úrskurður, ekki síst vegna þess að nú eru hjónavígslur samkynhneygðra væntanlega bæði löglegar og ólöglegar í sama ríkinu.
Ást milli tveggja einstaklinga á að vera nægur grundvöllur fyrir hjónavígslu án tillits til kyns viðkomandi, litarháttar, trúarbragða eða annars, því sem betur fer eru ekki allir skapaðir eins.
![]() |
Bann við hjónavígslu samkynhneigðra staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2009 | 16:37
VG umskiptingar
Þingmaður Framsóknarflokksins sagði á þingi í dag, að engu væri líkara en þingmenn VG séu umskiptingar. Þetta er að mörgu leyti hárrétt greining, en munurinn á þingmönnum VG og umskiptingnum í þjóðsögunni er sá, að barnið var þægt og gott áður en skiptin fóru fram, eins og sjá má hér
Þingmenn VG létu öllum illum látum á meðan þeir voru í stjórnarandstöðu, æptu og hrinu, en eftir að þeir komust í ríkisstjórn, heyrist ekki frá þeim hósti eða stuna, allavega ekki um þjóðþrifamálin.
Samlíkingin við umskiptinginn er því alls ekki svo vitlaus.
![]() |
Umskiptingar á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.5.2009 | 15:38
Fyrirvarar vegan EES og ESB
Þjónustutilskipun ESB, sem Íslendingar eru skyldugir til að innleiða vegna EES samningsins, hefur nú verið staðfest af ríkisstjórninni, eftir að hótanir höfðu borist um að landinu yrði stefnt fyrir EES dómstólinn, vegna tregðu við innleiðinguna.
Í fréttinni kemur fram að: "Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra taldi afar brýnt að setja skýran fyrirvara í tengslum við samþykkt þjónustutilskipunarinnar, fyrirvara sem snýr sérstaklega að heilbrigðisþjónustunni og almannaþjónustu almennt."
Sú spurning vaknar, hvort ESB sætti sig við að einstakar þjóðir setji slíka fyrirvara og hvort þeir myndu standast fyrir dómstóli ESB, ef á það myndi reyna. Í athugasemdum með tillögu Össurar, grínara, um aðildarumsókn að ESB eru settir nokkrir fyrirvarar, t.d. þessir, sem snerta sömu atriði:
* Að tryggja lýðræðislegan rétt til að stýra almannaþjónustu á félagslegum forsendum.
* Að standa vörð um réttindi launafólks og vinnurétt.
Ef Íslensk stjórnvöld eru sannfærð um að þessum málum sé stýrt á ólýðræðislegan hátt í ESB, af hverju sækja þau þá svona stíft að komast í þessa ólýðræðislegu samkundu.
Mikil umbrot eiga sér nú stað innan ESB og réttast að bíða í nokkur ár, með að ákveða hvort sækja skal um aðild, enda hefur Íslands ekkert inn í sambandið að gera núna.
![]() |
Þjónustutilskipun ESB samþykkt með fyrirvörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 13:44
Duglaus ríkisvinnuflokkur án verkstjóra
Samkvæmt fréttinni um breytingar á verkefnum ráðuneyta, vaknar sú spurning hvað forsætisráðherra ætlar að gera í framtíðinni. Öll helstu verkefni ráðuneytisins, sem hafa verið stjórn efnahagsmála, verða flutt annað og vandséð fyrir utanaðkomandi að sjá annað, en forsætisráðherra verði eingöngu fundarstjóri á ríkisstjórnarfundum framvegis.
Þessi ráðuneytaskák, sem á að tefla í sumar, þarfnast lagabreytinga og þau frumvörp virðast vera tilbúin, en ekkert heyrist um frumvörp varðandi þau mál, sem mest brenna á þjóðinni, þ.e. aðgerðir í banka- og atvinnumálum, mál er varða vanda heimilanna, að ekki sé talað um ríkisfjármálin, sem er stæsta vandamálið, sem við er að eiga.
Á meðan ekkert er að gerast hjá ríkisvinnuflokknum, sést hér fyrir neðan hvernig verkstjórninni er háttað hjá stjórn og Alþingi, en engu er líkara en allt sé í blóma í þjóðfélaginu og engin vandamál, sem þurfi að glíma við. Dagskrá Alþingis í dag lítur svona út:
| ||||||||||||||||
Af sex þingmálum, eru þrjú frá EES um erfðabreyttar lífverur, eiturefni og meðhöndlun úrgangs. Frá sjávar- og landbúnaðarráðherra eru mál um frístundaveiðar og framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Frá viðskiptaráðherra er frumvarp til leiðréttingar á lagaklúðri frá vorþingi. Ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar tekur lífinu greinilega með mikilli ró þessa dagana. |
![]() |
Ráðuneyti skipta um nöfn og hlutverk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2009 | 11:14
ESB áróður frá ESB
Þessa dagana hellist yfir áróður úr herbúðum ESB um hve Íslendingar séu velkomnir í bandalagið og séu í raun bráðnauðsynlegir félagar til að hafa áhrif á og jafnvel stjórna sjávarútvegsmálum stórríkisins fyrirhugaða.
Stækkunarstjóri, sjávarútvegsstjóri, framkvæmdastjóri, forseti o.fl., o.fl. af framámönnum ESB lýsa þvi yfir hver í kapp við annan að sambandið bíði í ofvæni eftir aðildarumsókn Íslendinga og að allt yrði fyrir þá gert innan ESB, enda yrði Ísland útvörður sambandsins í norðri og síðan gætu Íslendingar vonandi haft vit fyrir Norðmönnum í framhaldi inngöngu sinnar.
Á næstu vikum má gera ráð fyrir að áróður ESB manna fyrir inngöngu Íslands þyngjast verulega, enda nægir peningar í sjóðum ESB til að reka áróður hérlendis til að fegra sambandið fyrir landanum.
Ekki mun heldur standa á Mogganum, Fréttablaðinu, Stöð 2, Ríkisútvarpinu og fleiri fjölmiðlum, að birta áróðurinn athugasemdalaust, enda dyggir aðdáendur fyrirhugaðs stórríkis ESB.
Nú er staglast á því að fiskveiðistefnunni verði breytt, nánast eingöngu vegna hagsmuna Íslands og því sé nauðsynlegt að nýta þekkingu Íslendinga í því skyni.
Trúi því hver sem vill.
![]() |
Sammála um að breyta fiskveiðireglunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.5.2009 | 09:30
Verðbólga með ríkisábyrgð
Verðbólga milli mánaða varð miklu meiri en spádeildir höfðu gert ráð fyrir og stafar það aðallega af mikilli hækkun eldneytisverðs og annarar innfluttrar vöru.
Frá því að byltingin var gerð í seðlabankanum og norski förusveinninn og peningastefnunefndin voru sett til valda þann 27/02 s.l., hefur orðið meira en 20% gengisfelling, þrátt fyrir að meginmarkmiðið hafi verið að halda genginu stöðugu.
Lánið frá AGS átti að vera til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn og þar með gengið, en seðlabankinn hefur verið algerlega óvirkur á gjaldeyrismarkaði síðan byltingin varð og nú segir Jóhanna, ríkisverkstjóri, að engu hefði breytt þó annar hluti lánsins hefði skilað sér í marsbyrjun, eins og upphaflega var ráðgert. Auðvitað hefði það engu skipt, fyrst seðlabankinn gerir ekkert hvort sem er til stuðnings genginu.
Það eina sem knýr verðbólgu nú, er hækkun innflutnings vegna stöðugs falls á genginu.
Veðbólgan nú er því með fullri ríkisábyrgð.
![]() |
Verðbólgan mælist 11,6% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)