Verðbólga með ríkisábyrgð

Verðbólga milli mánaða varð miklu meiri en spádeildir höfðu gert ráð fyrir og stafar það aðallega af mikilli hækkun eldneytisverðs og annarar innfluttrar vöru.

Frá því að byltingin var gerð í seðlabankanum og norski förusveinninn og peningastefnunefndin voru sett til valda þann 27/02 s.l., hefur orðið meira en 20% gengisfelling, þrátt fyrir að meginmarkmiðið hafi verið að halda genginu stöðugu. 

Lánið frá AGS átti að vera til þess að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn og þar með gengið, en seðlabankinn hefur verið algerlega óvirkur á gjaldeyrismarkaði síðan byltingin varð og nú segir Jóhanna, ríkisverkstjóri, að engu hefði breytt þó annar hluti lánsins hefði skilað sér í marsbyrjun, eins og upphaflega var ráðgert.  Auðvitað hefði það engu skipt, fyrst seðlabankinn gerir ekkert hvort sem er til stuðnings genginu.

Það eina sem knýr verðbólgu nú, er hækkun innflutnings vegna stöðugs falls á genginu. 

Veðbólgan nú er því með fullri ríkisábyrgð.


mbl.is Verðbólgan mælist 11,6%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband