Sjálfstæðisflokknum að kenna?

Í fréttatilkynningu frá Capacent kemur fram að gerð hafi verið stærsta alþjóðlega samanburðarkönnunin um áhrif fjármálakreppunnar á almenning, en hún tók til 25 landa.

Hér á landi hefur því verið logið að almenningi, með góðum árangri, að kreppan sé Sjálfstæðisflokknum að kenna, því hann hafi innleitt frelsi í viðskiptum á valdatíma sínum í ríkisstjórn.  Þetta frelsi var reyndar svipað og í öðrum löndum, enda í samræmi við lög í EES löndunum.  Hvergi í veröldinni, annarsstaðar en hér, er skuldinni skellt á ríkisstjórnir, hvað þá einstaka stjórnmálaflokka, hvernig komið er fyrir efnahagslífi heimsins.  Annarsstaðar en hér á landi gera menn sér grein fyrir því, hvað það var sem olli þessu ástandi, þ.e glæframennska fjármálafyrirtækja, sem þóttust fara að lögum, en skautuðu (ó)snyrtilega framhjá þeim.

Í fréttinni segir:

"Af könnuninni má ráða að Argentína, Ástralía, Frakkland, Ísland, Ítalía, Japan, Spánn, Bretland og Bandaríkin eigi í mestum erfiðleikum vegna efnahagskreppunnar."

Hefur einhver heyrt að í þessum löndum, öðru en Íslandi, sé öðrum en fjármálafurstum kennt um ófarirnar?

Mikil er sök Sjálfstæðisflokksins, ef honum hefur tekist að kollvarpa fjármálakerfi allra 25 ríkjanna.


mbl.is Íslendingar draga mest úr útgjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins, loksins

Að endingu tókst Sjálfstæðismönnum að koma vitinu fyrir ríkisverkstjórann og stjórnarvinnuflokkinn með að taka brýn mál til umræðu á þinginu og fresta stjórlagafrumvarpsruglinu fram yfir páska.  Sjálfstæðisflokkurinn er marg búinn að bjóða upp á þessa lausn undanfarna daga, en forsetanefna þingsins, í umboði ríkisverkstjórans, hefur ekki verið til viðtals um þessa einu vitrænu lausn á þingstörfunum.  Á meðan hafa nokkur brýn mál beðið afgreiðslu, þ.m.t. frumvarp um hækkun vaxtabóta, greiðsluaðlögun, álver í Helguvík, skattaundandrátt, að ótöldu hinu atvinnuskapandi verkefni um fjölgun á listamannalaunum.

Í Elhúsdagsumræðunum í gærkvöldi kom loksins í ljós, hversvegna ríkisverkstjórinn hefur viljað tefja þingstörfin eins og mögulegt er og því hefur umræðan um stjórnlagafrumvarpsruglið verið látin ganga svona lengi.  Jóhanna, ríkisverkstjóri, upplýsti að eftir væri að leggja fram sex frumvörp, sem snerta aðstoð við heimili og atvinnulíf.  Hefði stjórninni ekki tekist að tefja þingstörfin, eins og raunin hefur verið, hefðu þessi bjargráð dagað uppi.  Nú verður hægt að nota páskana til að klára að semja þessi frumvörp, sem hefðu átt að líta dagsins ljós fyrir a.m.k. mánuði síðan.  Vonandi verða þessi boðuðu frumvörp eitthvað meira en það lítilræði sem samþykkt hefur verið nú þegar til aðstoðar efnahagslífinu.  Það sem komið er, er meira til að sýnast en til að bjarga nokkru.

Það er ekki ofsögum sagt, að þetta er seinfær og aðgerðasmá ríkisstjórn.


mbl.is Byrjað að ræða önnur mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óheyrilegir raunvextir

Vísitala neysluverðs var 327,9 stig í janúar s.l., en er nú 334,5 stig.  Þetta þýðir að með svipuðum breytingum til áramóta, verður verðbólga ársins innan við 5%.  Seðlabankinn lækkar stýrivexti aðeins niður í 15,5%, þannig að raunvextir eru a.m.k. 10,5%, sem er þvílíkt okur að annað eins þekkist hvergi í heiminum.

Eftir að "erkióvinurinn" var hrakinn úr seðlabankanum, virðist engin stefna vera ríkjandi innan bankans, hvorki í vaxta- eða gjaldeyrismálum.  Á þessum fimm vikum hefur gengið fallið um 16%, en þó hefur norski förusveinninn sagt í fjölmiðlum, að aðaláhersla bankans sé að styrkja gengið.  Í gær sagði fjármálaráðherra þjóðarinnar að hann hefði ekki hugmynd um hvað væri að gerast í gengismálum.  Ætli seðlabankinn viti það ekki heldur?

Getur skýringin verið sú, að Seðlabankinn er orðinn algerlega óvirkur á gjaldeyrismarkaði?  Frá því að sá norski og peningastefnunefndin komust til valda í seðlabankanum, hefur bankinn varla sett eina einustu evru inn á markaðinn og samt átti lánið frá AGS að vera notað til að styrkja krónuna.

Er þetta kannski pólitísk aðgerð til þess að rakka krónuna niður, í áróðri Smáflokkafylkingarinnar fyrir ESB aðild.  Er ASG búinn að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar vegna vantrausts á að hún sé til nokkurs nýt?

Það eina sem er víst í þessu máli er það, að fjármálaráðherrann skilur ekki neitt í neinu.


mbl.is Stýrivextir lækkaðir í 15,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samdráttur í Evrópu

Höfuðvígi Evrópusambandsins, Þýskaland, stendur frammi fyrir miklum efnahagserfiðleikum, en útflutningur dróst saman um 23,1% í febrúar á þessu ári, miðað við sama mánuð í fyrra.  Útflutningur til annarra ESB landa fellur mest, eða um 24,4% en til landa utan ESB um 20,6%.  Þegar sjálft forysturíki ESB stendur frammi fyrir slíkum vanda, er ekki nema von að kreppan bíti önnur ESB ríki enn fastar, enda eru þau bundin við gjaldmiðil Þýskalands, Evruna, og geta sig hvergi hrært í kreppunni.

Athyglisvert er, að í öllum löndum, nema Íslandi, gera menn sér fyrir orsökum kreppunnar, þ.e. að hún stafar fyrst og fremst af glannaskap í banka- og fjármálalífi heimsins.  Á Íslandi fóru banka- og útrásarvíkingar fremstir í flokki þessara glæframanna, enda telja Íslendingar sig alltaf klárasta og besta á öllum sviðum, þessu ekki síður en öðrum.  Hér á landi hefur lengst af verið algerlega horft framhjá hinum raunverulegum sökudólgum, en allri skuldinni skellt á Sjálfstæðisflokkinn.  Hvergi annarsstaðar, hvort sem vinstri eða hægri stjórnir eru við völd, er sökinni skellt á ríkisstjórnirnar.  Ekki dettur Obama einusinni í hug að reyna að skella skuldinni af kreppunni á ríkisstjórn Rebúblikana í Bandaríkjunum og á þó kreppan rætur sínar að rekja til lánastarfsemi þar í landi.

Að undirlagi Vinstri grænna, var efnt til eldhúsáhaldabyltingar til þess að villa mönnum sýn á raunverulega ástæðu kreppunnar, eingöngu í pólitískum tilgangi.  Og það heppnaðist fullkomlega.

Í seinni tíð hefur enginn stjórnmálaflokkur á vesturlöndum, annar en VG, komist til valda með ofbeldi. 


mbl.is Skarpur samdráttur í Þýskalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband