22.4.2009 | 17:03
Styrkirnir enn og aftur
Alltaf verður kosningabaráttan ómerkilegri og ómerkilegri, eftir því sem nær dregur kosningunum. Nú er DV farið að stjórna umræðunni með því að lýsa því yfir að blaðið hafi undir höndum lista yfir 17 stjórnmálamenn, sem hafi þegið styrki til prófkjörsbaráttu frá Baugi. Síðan er byrjað að birta nafn Guðlaugs Þórs Þórðarssonar og allir EKKIFRÉTTAMIÐLAR landsins rjúka upp til handa og fóta og lepja "spillingarfréttina" upp eftir sneplinum og bloggheimar loga í hneykslan sinni á manninum.
Til að drýgja umræðuna, en nú birt næst nafn og væntanlega verður svo birt nýtt og nýtt nafn á tveggja tíma fresti, svo æsingurinn út af þessum gömlu fréttum selji fleiri eintök af sneplinum á morgun.
Fyrr í dag var bloggað hér um þessi mál (áður en nokkur nöfn voru birt) og er óþarfi að endurtaka það, sem þar var sagt.
Það er algerlega ótækt, að EKKIFRÉTTAMIÐLAR stjórni kosningaumfjöllun, með óhróðri og níði um einstaka frambjóðendur og endalausu þvaðri um óheiðarleika þeirra.
Ekki nokkur heiðvirður maður á að taka þátt í þessari vitleysu.
![]() |
Steinunn Valdís fékk fjórar milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 15:25
EKKIFRÉTTAMIÐLAR
Alveg er sprenghlægilegt að fylgjast með EKKIFRÉTTAMIÐLUM landsins í aðdraganda kosninga 2009. Ekki fer mikið fyrir stefnumálum framboðanna, eða ástandinu í efnahagslífi landsins og hugmyndum flokkanna til lausnar þeim vanda sem við er að stríða í landsmálunum almennt.
Nei, þetta eru ekki áhugaverð málefni, heldur snýst umræðan um hver auglýsir hvað, hver birtir myndir af hverjum og hverjir styrktu stjórnmálaflokkana og prófkjörsframbjóðendur fyrir síðustu kosningar. Þá giltu allt önnur lög í landinu um fjármál flokkanna og allir hafa alltaf vitað að þeir hafa byggt starfsemi sína á styrkjum frá fyrirtækjum og flokksfélögum. Nú er látið eins og þetta sé einhver splúnkuný uppgötvun og að þetta sýni spillingu og hagsmunatengsl við hin ólíklegustu málefni.
En af hverju að staðnæmast við árin 2005 og 2006? Er ekki nauðsynlegt að láta opna bókhald allra flokka frá stofnun lýðveldisins árið 1944 og samkeyra þá við alla atburði sem upp hafa komið síðan?
Hver hafði hag af lýðveldisstofnuninni?
Hver hafði hag af útfærslu landhelginnar, fyrst í 4 mílur, þá 12, svo 50 og loks í 200 mílur? Hvaða spillingaröfl styrktu flokkana (þ.m.t. Alþýðubandalagið) á þessum tíma?
Rannsóknarblaðamenn nútímans hljóta að geta flett ofan því.
![]() |
Birta styrki Baugs til þingmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2009 | 13:42
Álið er málið
VG er alfarið á móti stóriðjuframkvæmdum og Smáflokkafylkingin hefur tafið fyrir álveri á Bakka með öllum ráðum. Í morgun birtust fréttir um útflutning frá Íslandi á síðasta ári og þar sagði:
"Útflutningur jókst um 53% frá fyrra ári á verðlagi hvors árs en innflutningur jókst um 19,9%. Hlutur sjávarafurða í útflutningi var 36,7% og iðnaðarvöru 52,1%."
Á næstu árum mun íslenska þjóðin þurfa að lifa á eigin tekjum, því langt verður þangað til erlendar lánastofnanir verða búnar að gleyma íslensku útrásarvíkingunum og tapinu vegna þeirra. Undanfarin ár hafa erlend lán streymt til landsins í alls kyns neyslu og bruðl, en nú er slíkt "lánæri" ekki í sjónmáli aftur um langa framtíð.
Ef hinsvegar er hægt að laða hingað erlenda fjárfesta, með erlent fé, til uppbyggingar atvinnutækifæra, þá eigum við að taka því fagnandi, hvort sem um álversframkvæmdir, eða annarskonar uppbyggingu, er að ræða. Nú þegar er iðnaðarvöruútflutningur orðinn miklu meiri en útflutningur sjávarafurða og værum við nú illa sett, ef við hefðum ekki álverin til að lappa upp á efnahag landsins.
Það er þjóðarhagur, að greiða sem mest, best og fljótast fyrir allri erlendri fjárfestingu.
Gegn slíku berjast vinstri grænir með oddi og egg og Smáflokkafylkingin mun láta þá teyma sig á asnaeyrunum í þessum málum.
![]() |
Álið leysir vandann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.4.2009 | 11:43
Kratar í kreppu
Systurflokkur Smáflokkafylkingarinnar í Bretlandi kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í dag og "neyðist" til að viðurkenna að heimskreppan sé ekki Sjálfstæðisflokknum á Íslandi að kenna, eða eins og segir í fréttinni:
"Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, neyðist til að greina frá alvarlegri stöðu breska hagkerfisins þegar hann kynnir nýtt fjárlagafrumvarp í dag. Fram kemur á vef BBC að búist sé við því að greint verði frá alvarlegri skuldastöðu heimilanna og að kreppan í landinu sé sú versta á friðartímum.
Það þykir því líklegt að skattahækkanir verði boðaðar samhliða niðurskurði í ríkisútgjöldum árið 2011 þegar Darling kynnir viðreisnaráætlun sína."´
Kratar hafa stjórnað lengi í Bretlandi og því vaknar sú spurning hvort kreppan í Bretlandi sé ríkisstjórninni að kenna, eða hvort Bretar geri sér grein fyrir því, að fjárglæframenn heimsins beri þar alla ábyrgð.
Ef til vill hugsa íslenskir vinstri menn allt öðru vísi en félagar þeirra í Efnahagsbandalaginu.
![]() |
Búast við hinu versta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2009 | 10:32
Óskiljanlegt
Það er óskiljanlegt að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar skuli neita að tala við erlenda fréttamenn vegna þess eins að hann skilji ekki spurningarnar. Aðalatriðið hlýtur að vera, að hafa svör við því sem spurt er að, því auðvelt er að hafa með sér túlk í slíkum samræðum. T.d. hefur Alþjóðahús milligöngu um að útvega túlkun á fjölda tungumála.
Í fréttinni er vitnað í erlenda fjölmiðla og:
"Segir þar að bæði AP fréttastofan og arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hafi farið fram á að fá viðtöl við Jóhönnu en að beiðnum þeirra hafi verið hafnað á grundvelli annríkis forsætisráðherrans."
Í fréttum á þriðjudag kom fram að ríkisstjórnarfundur hefði fallið niður, vegna þess að ríkisstjórnin væri verkefnalaus og því skýtur skökku við að forsætisráðherrann megi ekki sjá af nokkrum mínútum í erlenda fréttamenn.
Sennilega er pólitík Smáflokkafylkingarinnar jafn óskiljanleg á erlendum tungumálum og hún er á íslensku.
![]() |
Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2009 | 09:18
Úrslitaatkvæði
Ótrúlega stór hluti kjósenda virðst ekki ætla að kjósa, eða skila auðu, í kosningunum á laugardaginn. Samkvæmt fréttinni kemur fram að:
"Yfir 10% stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins í alþingiskosningunum 2007 segjast ætla að skila auðu í kosningunum nú og yfir 7% eru enn óákveðin, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði 18. til 20. apríl og birti í gær."
Því verður illa trúað, að svo stór hluti sannra sjálfstæðismanna, vilji með þessu stuðla að ríkisvæðingu atvinnulífsins og dýpri og lengri kreppu, en annars hefði orðið, ef hér yrði ekki vinstri stjórn eftir kosningar.
Þessir sjálfstæðismenn mega ekki láta sárindi vegna fortíðarinnar, verða til þess að Smáflokkafylkingin og VG hrósi stórum sigri í kosningunum, með tilheyrandi ósigri þjóðarinnar.
Nú er áríðandi að hver einasti maður sem vill þjóð sinni vel, skili sér á kjörstað og kjósi Sjálfstæðisflokkinn.
![]() |
Margir ætla að skila auðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)