Óskiljanlegt

Það er óskiljanlegt að forsætisráðherra nokkurrar þjóðar skuli neita að tala við erlenda fréttamenn vegna þess eins að hann skilji ekki spurningarnar.  Aðalatriðið hlýtur að vera, að hafa svör við því sem spurt er að, því auðvelt er að hafa með sér túlk í slíkum samræðum.  T.d. hefur Alþjóðahús milligöngu um að útvega túlkun á fjölda tungumála.

Í fréttinni er vitnað í erlenda fjölmiðla og:

"Segir þar að bæði AP fréttastofan og arabíska sjónvarpsstöðin Al Jazeera hafi farið fram á að fá viðtöl við Jóhönnu en að beiðnum þeirra hafi verið hafnað á grundvelli annríkis forsætisráðherrans."

Í fréttum á þriðjudag kom fram að ríkisstjórnarfundur hefði fallið niður, vegna þess að ríkisstjórnin væri verkefnalaus og því skýtur skökku við að forsætisráðherrann megi ekki sjá af nokkrum mínútum í erlenda fréttamenn.

Sennilega er pólitík Smáflokkafylkingarinnar jafn óskiljanleg á erlendum tungumálum og hún er á íslensku.


mbl.is Þögn Jóhönnu til umræðu í Færeyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk getur verið upptekið við ýmislegt þó það sé ekki upptekið af vinnunni.

Kallinn (IP-tala skráð) 22.4.2009 kl. 11:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband