13.4.2009 | 12:57
Útlagar
"Auðjöfrar" landsins eru í sjálfskipaðri útlegð frá Reykjavík að sögn breska dagblaðsins Daly Telegraph. Einnig hefur blaðið eftir Gylfa Magnússyni, viðskiptaráðherra, að margt sé líkt með bönkunum og Enron og vitnað í Evu Joly. Að sumu leyti eru slíkar yfirlýsingar frá rannsóknaraðilum ekki heppilegar, því hætta er á að lögfræðingastóðið reyni að gera rannsakendurna ótrúverðuga, ef þeir eru með of stórar yfirlýsingar fyrirfram.
Ekki er að efa, að ýmislegt vafasamt á eftir að koma í ljós við þær rannsóknir, sem telja verður að séu í gangi, en um það fást litlar upplýsingar innanlands. Þær koma aðallega úr erlendum fjölmiðlum. Í fréttinni segir meða annars:
"Í umfjöllun Telegraph segir að á meðal margra spurninga sem rannsakendur þurfa að svara eru: Hvert fóru fjármunirnir? Hvernig tókst bönkum lands á stærð við úthverfi Lundúna að brenna upp hundruðum milljarða? Og hvað er verið að gera til að endurheimta eignir lánadrottna?"
Það er nokkuð hart, að íslenskir fjölmiðlar skuli vera á kafi í kosningabaráttu fyrir vinstri flokkana á meðan erlendir fjölmiðlar spyrja alvöru spurninga.
Nú er tímabært að þeir íslensku snúi sér að alvöru fréttum.
![]() |
Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
13.4.2009 | 09:37
Raunveruleg spilling
Nú þegar Páskahelgin er að verða liðin og fréttamiðlar hafa velt sér nokkra hringi upp úr fjármálum stjórnmálaflokkanna og niðurstaðan orðin sú, að ekkert ólöglegt sé þar að finna, þó stóru styrkirnir til Sjálfstæðisflokksins hafi komið frá óheppilegum aðilum. Þessir óheppilegu aðilar voru að vísu óskabörn þjóðarinnar á árunum fyrir 2008, en nú vill að sjálfsögðu enginn kannast við ást sína á þeim.
Á þessum tíma var Jón Ásgeir Jóhannesson einn dáðasti og virtasti sonur þjóðarinnar og er reyndar átrúnaðargoð ýmissa ennþá. Nú berast fréttir af gerðum hans, að vísu erlendis frá, mánuðina áður en Baugur Group fór í gjaldþrot. Ýmsar eignir eins og "skíðakofi" í Frakklandi, íbúðir og aðrar fasteignir í London og Danmörku voru fluttar úr Baugi Group yfir í einkafélag Bónusfeðga síðast liðið haust.
Þetta segja fulltrúar Baugs að sé allt saman fullkomlega löglegt og eðlilegt vegna skulda Baugs Group við feðgana. Nú er það svo, að Baugur Group skuldaði mörg hundruð milljarða króna til ýmissa lánadrottna sinna og engum sögum fer af því að eignir hafi verið fluttar til þeirra stuttu fyrir gjaldþrotið. Félagið hefði reyndar ekki orðið gjaldþrota, ef það hefði átt nægar eignir á móti skuldunum.
Nú þegar Páskaboðskapur fjölmiðlanna um fjármál stjórnmálaflokkanna er genginn yfir, þó ekki sé vafi á því að þeir munu með einhverjum hætti halda áfram að djöflast á Sjálfstæðisflokknum, væri ekki úr vegi að þeir sneru sér að raunverulega fréttnæmu efni, sem er spillingin kringum bankana og útrásarvíkingana.
Sú spilling er fréttaefni erlendis.
Ætlast verður til að hægt verði að fylgjast með þessum fréttum í íslenskum miðlum.
![]() |
Tilfærslur eigna úr búi Baugs rannsakaðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)