Gjör slíkt hið sama

Nú þegar öll spjót standa á Sjálfstæðisflokknum vegna fullkomlega löglegra styrkja (suma óvenju háa að vísu) á árinu 2006, neita bæði Framsóknarflokkur og Smáflokkafylkingin að opinbera hverjir styrktu flokkana og um hve háar fjárhæðir þetta sama ár.

Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur brugðist við umræðunni og birt lista yfir stærstu framlög lögaðila á árinu 2006, enda allt uppi á borðinu þar á bæ og heiðarleikinn í fyrirrúmi.

Hvað eru hinir flokkarnir að fela?

Er ekki verðugt verkefni fyrir árvökula og strangheiðarlega rannsóknarblaðamenn að spyrja að því?

Ef þessir flokkar upplýsa ekki um málið, ættu menn (þ.m.t. fréttamenn) að hætta að abbast upp á eina flokkinn, sem kemur heiðarlega fram í þessu máli.


mbl.is Heildarframlög til Framsóknar 30,3 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styrkir fyrirtækja

Fyrir árið 2007 byggðist aðalfjáröflun stjórnmálaflokkanna á styrkjum frá fyrirtækjum landsins, sem í raun héldu lífi í flokkunum með fjárframlögum sínum.  Allir flokkarnir reiddu sig á þessi framlög til starfsemi sinnar og engin lög takmörkuðu upphæðir einstakra styrkja.  Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokkurinn, enn sem komið er, sem opinberað hefur fyrirtækjastyrki ársins 2006.  Nú er beðið eftir að hinir flokkarnir geri slíkt hið sama.

Þegar flokkarnir sáu, að þetta gat ekki gengið svona til lengdar voru sett lög sem takmörkuðu upphæð styrks frá einstökum aðilum við 300.000 krónur, en settu sjálfa sig á stórhækkuð fjárframlög frá ríkinu í staðinn.  Um þetta voru allir flokkarnir hjartanlega sammála, enda auðvitað miklu tryggara að fá föst framlög frá skattgreiðendum, en þurfa að standa í betli út um borg og bí.´

Flokkarnir hafa sjálfsagt allir í aðdraganda lagabreytinganna notað árið 2006 til þess að stoppa í götin á flokkssjóðunum til að rétta af halla undangenginna kosningaára.  Í því ljósi er vægast sagt undarlegur þessi uppblástur um fjárhag Sjálfstæðisflokksins.  Hann mun vafalaust lægja þegar hinir flokkarnir birta framlög til sín á árinu 2006.

Eftir stendur, að það er dómgreindarleysi hjá heiðarlegum stjórnmálaflokkum, að taka við framlögum frá óprúttnum fjármálamönnum.  Eina afsökunin er að á þessum árum voru fjármála- og útrásarvíkinar í miklu uppáhaldi hjá almenningi og virtir og dáðir sem hinir einu sönnu bjargvættir þjóðarinnar, sem dansaði með þeim í miklum eyðsludansi. 

Þessi styrkjaumræða er stormur í vatnsglasi í aðdraganda kosninga.


mbl.is Landsbankinn veitti 2 styrki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. apríl 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband