21.3.2009 | 15:15
VG fellir skattagrímuna
Steingrímur J. stendur enn í formennsku VG og getur ekki annað, þar sem enginn annar bauð sig fram í embættið, frekar en önnur embætti á vegum flokksins. Embættismenn VG voru allir endurkjörnir með 100% greiddra atkvæða og slógu þar með út félaga sína í Norður Kóreu, sem fengu aðeins 99,98% atkvæða í síðustu "kosningum" sem þar fóru fram.
"Helstu kosningaáherslur vinstri grænna snúast um hagi heimila og fjölskyldna, atvinnusköpun í hefðbundnum framleiðslugreinum og ferðaþjónustu og um sanngirni í skattamálum" segir í fréttinni, en ekkert er minnst á að samþykktin (samkvæmt fréttum í útvarpi) snerist um að lagður skyldi á hátekjuskattur. Það hlýtur að vera krafa allra þeirra meðaltekjumanna, sem greiddu "hátekjuskatt" um árabil, að fá að vita við hvaða tekjumörk VG ætlar að miða við endurupptöku "hátekjuskattsins"
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 2009 að hátekjuskattur, sem væri miðaður við raunverulegar hátekjur, væri aðeins táknrænn, þar sem hann skilaði svo litlum tekjum til ríkissjóðs. Þess vegna verður að krefjast þess að boðberar skattahækkana segi skýrt og skorinort hvað þeir meina með hátekjum.
Ekki kemur fram í þessari frétt, né í útvarpsfréttum, hvort VG ætli að hækka persónuafsláttinn, en ef hækka á skatta á annað borð skal á ný bent á þetta blogg.
Hér og nú skal sú spá sett fram að verði vinstri stjórn áfram í landinu eftir kosningar, þá verði það aðrir en "hátekjumenn" sem taki á sig mestu skattahækkanirnar.
![]() |
Steingrímur J.: Hér stend ég enn" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.3.2009 | 11:41
Hindrun umbóta
Ferenc Gyurccsany, forsætisráðherra og sósíalisti, skýrði frá því á flokksfundi með félögum sínum að hann hyggðist víkja úr embætti þar sem "hann áliti sig hindrun í vegi ferkari umbóta í félags- og efnahagsmálum".
Ungverjar, sem eru í Evrópusambandinu, hafa fengið 25,1 milljarð Bandaríkjadala frá AGS og öðrum til viðreisnar efnahagslífsins. Veran í ESB og tenging við Evru hefur ekki komið Ungverjalandi til neinnar bjargar í þeirri kreppu, sem nú ríður yfir heimsbyggðina.
Sumir Íslendingar virðast halda að innganga í ESB og upptaka Evru muni koma Íslandi til bjargar. Engar skýringar fylgja með þeirri bjargráðakenningu, aðrar en þær að þá muni vextir lækka af skuldum landans. Í lok þessa árs mun verðbólgan hérlendis verða farin að nálgast núllið og vextir væntanlega komnir niður í svipað horf og í nágrannalöndunum og þá hverfa þessar ástæður til að réttlæta umsókn um ESB aðild.
Þegar ekki tókst að sannfæra þjóðina með venjulegum áróðri fyrir ESB, var tekið upp á því að níða niður krónuna og segja hana dauðan gjaldmiðil og þess vegna yrði að ganga í ESB, svo Evran myndi bjarga þjóðinni. Það er nú að koma í ljós að það eru líka falsrök, því svo gæti farið að myntsamstarfið gæti sprungið fyrr en varir vegna erfiðleika í efnahag margra ESB landa. Fróðlegt verður að fylgjast með því hvaða rök verða þá fundin upp til að réttlæta umsókn um ESB aðild.
Mikil hætta er á að Íslenska sósílistaríkisstjórnin verði, eins og sú Ungverska, hindrun í vegi umbóta í félags- og efnahagsmálum.
![]() |
Gyurcsany segir af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)