6.2.2009 | 16:48
Óánægja Jóhönnu
Verkstjóri ríkisstjórnarinnar, Jóhanna Sigurðardóttir, lýsir yfir megnri óánægju með að bankaráð NBI (sem hún kallar Landsbanka) hafi ráðið Ásmund Stefánsson tímabundið í bankastjórastöðu og segist ætla að hirta bankaráðið af þessu tilefni.
Nú er Jóhanna alls ekki bankamálaráðherra og því vaknar sú spurning hvort hún sé að vasast í öllum málum sem heyra undir samráðherra hennar. Ef svo er, þá tekur hún verkstjórahlutverkið full hátíðlega, a.m.k. er hún að niðurlægja viðskiptaráðherrann með þessum yfirlýsingum.
Ekki síður er það merkilegt ef ríkisstjórnin ætlar að fara að stjórna bönkunum frá degi til dags. Þurfa viðskiptavinir bankanna bráðlega að fara að bíða á skrifstofu verkstjórans til þess að fá venjulega bankafyrirgreiðslu?
Þrátt fyrir að hér sé um ríkisbanka að ræða, þá á bankaráðið að starfa sjálfstætt, óháð pólitískum afskiptum, og þar með að ráða bankastjóra.
Ef þetta er ekki alveg skýrt má fara að búast við að Jóhanna fari að verkstýra öðrum ríkisfyrirtækjum.
![]() |
Óánægð með Landsbankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.2.2009 | 13:55
Hagsmunir seðlabankastjórnar
Oft hefur verið tilefni til að undrast málflutning Árna Páls Árnasonar, þingmanns Smáflokkafylkingarinnar, síðan hann komst á þing og ekki bætir hann úr skák núna með fullyrðingum sínum um að seðlabankastjórnin hafi tekið eigin hagsmuni fram yrir þjóðarhagsmuni.
Þingmaður getur ekki og má ekki komast upp með svona rakalausan málflutning. Ef hann vænir menn um landráð verður hann að styðja slíkar ásakanir með einhverjum rökum.
Þrátt fyrir að enginn taki fullt mark á þessum þingmanni verður að ganga eftir því að hann reyni að leggja fram einhverjar marktækar sannanir.
Svo hafa Raddir Harðar Torfasonar boðað til útifundar til þess að krefjast pólitískra ofsókna á hendur sér óþóknanlegs starfsfólks ýmissa stofnana.
Það sem höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það.
![]() |
Yfirstjórn Seðlabanka gætti ekki hagsmuna þjóðarinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2009 | 09:17
Ofsóknarbrjálæði
"NÚ er nauðsynlegt að taka upp virkt lýðræði og losa þjóðina við útsendara flokkseigenda í fjármálafyrirtækjum, stjórnsýslunni, háskólum og fjölmiðlum. Svo segir í fréttatilkynningu frá Röddum fólksins sem boða til enn eins mótmælafundar á Austurvelli á morgun.
Hvað er um að vera í höfðinu á félaga Herði Torfasyni og öðrum vinstri ofstækisfélögum hans? Eru þeir endanlega gengnir af göflunum?
Þeir segjast ætla að losa þjóðina við "útsendara flokkseigenda" á öllum sviðum mannlífsins. Á skoðanakúgunin nú að ganga svo langt að allir sem starfa á þessum sviðum og hafa einhverja pólitíska skoðun skuli flæmdir úr störfum? Á ekki að vera skoðanafrelsi í landinu, eða verða eingöngu ákveðnar skoðanir liðnar? Ef svo er, hver á þá að ákveða hvaða skoðanir eru réttlætanlegar? Svarið er væntanlega: Hörður Torfason. En hver hefur kosið hann til að taka ákvarðanir?
Það hlýtur að vera kominn tími til þess að þessari vitleysu linni. Annars verður að fara að boða til útifunda til þess að mótmæla Röddum Harðar Torfasonar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)