30.12.2009 | 23:47
Íslendingar seldir í ánauð Breta og Hollendinga
Þau hörmulegu tíðindi gerðust nú fyrir stundu, að meirihluti Alþingis samþykkti að selja þjóð sína í þrældóm fyrir Breta og Hollendinga til næstu áratuga, en í því felst að drjúgur hluti skattgreiðslna íslensks launafólks mun renna beint í ríkissjóði þessara erlendu þrælapískara.
Áður hafði sami meirihluti þingmanna hafnað því að leyfa verðandi þrælum að ráða sjálfum örlögum sínum í þjóðaratkvæðagreiðslu.
30. Desember 2009 er sorgardagur í sögu lands og þjóðar og mun þeirrar dagsetningar verða minnst í framtíðinni, sem þess dags sem niðurlæging þings og þjóðar hefur orðið einna mest.
Nöfn þeirra 33 þingmanna, sem samþykktu þessi svik við þjóð sína, mun verða minnst í Íslandssögunni og verða höfð að háði og spotti um aldir.
Þjóðin mun um síðir brjótast undan oki þeirra og þeirra erlendu húsbænda.
![]() |
Alþingi samþykkti Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
30.12.2009 | 19:31
Össur verður að standa fyrir máli sínu
Össur Skarphéðinsson, grínari og utanríkisráðherralíki, hélt því blákalt fram á Alþingi í gær, að hann hefði ekki setið neinn fund með lögmönnum frá Mishcon de Reya, þann 31 mars s.l. og þar af leiðandi ekki fengið nein gögn frá stofunni, hvað þá kynningu á þeim.
Nú er komin ný yfirlýsing frá Mishcon de Reya, þar sem birtur er nafnalisti þeirra, sem sátu þennan fund að morgni þess 31. mars til að undirbúa Össur undir fund með Milliband utanríkisráðherra Breta. Steingrímur J. sagði á sama þingfundi í gær, að hann tryði Össuri betur en hinni virtu bresku lögmannsstofu, sem annara er um heiður sinn, en íslenskum grínurum og ráðherranefnum.
Lögmannsstofan býðst til að leggja fram eiðsvarna vitnisburði um hvað fram fór á fundum með sendimönnum Steingríms J. á þessum tíma, því þeir sem vilja láta taka sig alvarlega, eru tilbúnir til a leggja heiður sinn að veði.
Össur verður að útskýra og afsaka lygasögu sína, ef hann ætlar að sitja áfram í embætti.
Götusagan heldur því fram að Össur muni taka við af Jóhönnu á næsta ári.
Kærir þjóðin sig um mann, sem staðinn hefur verið að lygi á Alþingi, í það embætti?
![]() |
Bjóða eiðsvarinn vitnisburð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.12.2009 | 16:21
Meirihluta þjóðarinnar er misboðið
Fólki hefur oft ofboðið framganga Guðbjarts Hannessonar, formanns Fjárlaganefndar Alþingis, þegar hann hefur oftar en einu sinni tekið mál nánast órædd út úr nefndinni í algerri andstöðu við minnihlutann, sem viljað hefur skoða og ræða mál betur og afla frekari gagna.
Almenningi er algerlega ofboðið, vegna þess pukurs, ósanninda og þjösnagangs, sem ríkisstjórnarnefnan hefur beitt, við að reyna að keyra mál í gegnum þingið, fyrst átti að láta samþykkja ríkisábyrgðina á skuldum landsbankans án kynningar og umræðu, loks var málið samþykkt með fyrirvörum, sem áttu að verja þjóðina gegn verstu agnúum "samningsins" og nú á að keyra breytingarfrumvarp, sem afturkallar fyrirvarana, í gegn um þingið með fólsku og þjösnaskap.
Skattgreiðendum er nóg boðið, þegar bæta á hundraða milljarða þrælaskatti til Breta og Hollendinga ofan á allt skattahækkanabrjálæðið sem búið er að skella á, til að rétta af halla ríkissjóðs. Ekkert af þeim skattahækkunum, sem taka eiga gildi um áramótin eru vegna Icesave þrælaklafans, þó sumir virðist halda að svo sé.
Stjórnarmeirihlutinn á þingi ætti að skammast sín, fyrir að láta draga sig á asnaeyrunum til að samþykkja, að selja þjóðina í þrældóm til áratuga. Íslandssagan mun geyma nöfn þeirra, svo lengi sem land byggist, vegna þeirra skítverka, sem þeir eru nú að vinna.
Meirihluta þjóðarinnar er misboðið, ofboðið og nóg boðið.
![]() |
Guðbjarti misboðið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
30.12.2009 | 14:19
Betra að fresta fram yfir áramót
Þingstörf eru öll í uppnámi vegna ótrúlegra vinnubragða ríkisstjórnarnefnunnar á lokaspretti umræðunnar um breytingu á lögum um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans.
Samningurinn sjálfur er sá allra lélegasti, sem sjálfstætt ríki hefur gert við önnur ríki, án þess að um uppgjafarskilmála hafi verið að ræða eftir styrjaldir. Samninganefndin var enda samansett af embættismönnum, sem vafi leikur á að hafi kunnað almennilega ensku og alls ekki flókið enskt lagamál, enda textinn allur einhliða í hag hinna erlendu "samningsaðila".
Formaður samninganefndarinnar sagðist ekki hafa nennt að hafa þetta mál hangandi yfir sér lengur og því bara skrifað undir og svo þegar hann er boðaður á fund Fjárlaganefndar Alþingis, til að útskýra ýmsa þætti í aðdraganda undirskriftarinnar, þá nennir hann ekki að mæta og nennir ekki heldur að útskýra málið skriflega.
Enn er beðið eftir nýjum gögnum frá Mishcon de Reya, ensku lögmannsstofunni, sem reyndi að ráðleggja Svavari og félögum heilt í aðdraganda samningsins, þó Svavar hafi hunsað þær ráðleggingar, enda hefur hann varla nennt að hlusta á þær.
Úr því sem komið er, er viturlegast að fresta málinu fram yfir áramót, því ef þingið ætlar að fara að fjalla um málið í dag og greiða síðan atkvæði um það í nótt, er mikil hætta á óeirðum í miðbænum, sem ekki er gott að spá um, hvert kunna að leiða.
Það er ekki fyrst og fremst vegna þess að andstæðingar ríkisábyrgðarinnar muni fjölmenna í miðbæinn, heldur er mikil hætta á að talsverð ölvun verði í bænum í kvöld og nótt og fólk sem ekki verði alveg með sjálfu sér, leiðist út í skrílslæti og jafnvel óeirðir við slíkar aðstæður.
Þingmönnum veitir ekki af nokkrum dögum í viðbót til að safna saman þeim gögnum, sem enn er reynt að leyna fyir þeim.
![]() |
Þingfundi nú frestað til 15 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.12.2009 | 11:41
Þingið nánast óstarhæft vegna hroka embættismanns og ráðherra
Svavar Gestsson og Steingrímur J. eru báðir miklir hrokagikkir og kjaftaskar, en nú er mikillætið og lítilsvirðingin gagnvart Alþingi gengin svo fram úr hófi, að þingið er orðið nánast stjórnlaust og óstarfhæft.
Ósannsögli, leynd og mikilmennska þessara félaga úr Alþýðubandalaginu sáluga, gagnvart þingi og þjóð, er orðin svo yfirgengileg, að jafnvel samflokksmönnum þeirra, mörgum hverjum, ofbíður.
Að opinber embættismaður skuli neita að mæta fyrir þingnefnd og útskýra störf sín, sem eiga að heita í nafni þjóðarinnar, lýsir slíkum hroka og yfirlæti, að engu tali tekur.
Enn meiri lítilsvirðing fyrir þinginu felst í því, að formaður Fjárlaganefndar og ráðherranefnurnar skuli sætta sig við þessa framkomu og láta hana átölulausa.
Það er grátlegt að horfa upp á niðurlægingu löggjafarsamkundu þjóðarinnar.
![]() |
Þingfundi frestað til 12 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.12.2009 | 08:39
Allir trúa öllum, en samt veit enginn hvað er satt.
Alveg frá upphafi, hefur dularfull leynd hvílt yfir öllu, sem viðkemur Icesave þrælasamningnum sem Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson meðtóku frá Bretum og Hollendingum í umboði og með samþykki Jóhönnu og Steingríms J.
Þingmenn hafa, smátt og smátt, í tæpa sjö mánuði togað nýjar og nýjar upplýsingar og leyniskjöl fram í dagsljósið og er þessi ánauðarsala þjóðarinnar nú orðið eitthvert lengsta og strangasta mál, sem fyrir þingið hefur komið frá lýðveldisstofnun, enda mun samþykkt þess hafa áhrif á afkomu heimilanna í landinu um áratugaskeið.
Nú virðist vera að koma í ljós, að Svavar og Indriði hafi vísvitandi haldið leyndum og stungið undir stól, upplýsingum sem hefðu komið málstað þjóðarinnar vel í strögglinu við þrælapískarana bresku og hollensku og ef rétt er, er það auðvitað stóralvarlegt mál og hlýtur að valda embættismissi.
Breska lögmannsstofan, Mishcon de Reya, sem vann fyrir stjórnvöld á þessum tíma, segist hafa kynnt Össuri, ríkisgrínara, ýmis gögn í London þann 31. mars s.l., án upplýsinga sem Svavar vildi ekki að hann sæi, en Össur segist aldrei hafa séð. Auðvelt hlýtur að vera, að finna út hvar grínráðherrann var staddur 31. mars og hafi hann verið í London, verður að upplýsa hvers vegna hann sá ekki né heyrði það sem fyrir hann var lagt.
Össur segist ekki trúa því, að Svavar og Indriði hafi verið að plata sig og er sennilega einn fárra um þá skoðun.
Steingrímur J. segist trúa Össuri og er örugglega einn örfárra, sem það gerir.
![]() |
Vilja að Svavar verði kallaður fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)