Allir trúa öllum, en samt veit enginn hvað er satt.

Alveg frá upphafi, hefur dularfull leynd hvílt yfir öllu, sem viðkemur Icesave þrælasamningnum sem Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson meðtóku frá Bretum og Hollendingum í umboði og með samþykki Jóhönnu og Steingríms J. 

Þingmenn hafa, smátt og smátt, í tæpa sjö mánuði togað nýjar og nýjar upplýsingar og leyniskjöl fram í dagsljósið og er þessi ánauðarsala þjóðarinnar nú orðið eitthvert lengsta og strangasta mál, sem fyrir þingið hefur komið frá lýðveldisstofnun, enda mun samþykkt þess hafa áhrif á afkomu heimilanna í landinu um áratugaskeið.

Nú virðist vera að koma í ljós, að Svavar og Indriði hafi vísvitandi haldið leyndum og stungið undir stól, upplýsingum sem hefðu komið málstað þjóðarinnar vel í strögglinu við þrælapískarana bresku og hollensku og ef rétt er, er það auðvitað stóralvarlegt mál og hlýtur að valda embættismissi.

Breska lögmannsstofan, Mishcon de Reya, sem vann fyrir stjórnvöld á þessum tíma, segist hafa kynnt Össuri, ríkisgrínara, ýmis gögn í London þann 31. mars s.l., án upplýsinga sem Svavar vildi ekki að hann sæi, en Össur segist aldrei hafa séð.  Auðvelt hlýtur að vera, að finna út hvar grínráðherrann var staddur 31. mars og hafi hann verið í London, verður að upplýsa hvers vegna hann sá ekki né heyrði það sem fyrir hann var lagt.

Össur segist ekki trúa því, að Svavar og Indriði hafi verið að plata sig og er sennilega einn fárra um þá skoðun.

Steingrímur J. segist trúa Össuri og er örugglega einn örfárra, sem það gerir. 


mbl.is Vilja að Svavar verði kallaður fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Það er alltaf að koma betur og betur í ljós afhverju keyra átti málið í gegn í sumarbyrjun án þess að nokkur fengi að sjá neitt.  Það er nefnilega þannig að þegar menn byrja að ljúga, eða halda til hliðar hluta af sannleikanum, þá vindur slíkt bara upp á sig og það hefur heldur betur sannað sig í þessu máli öllu.  Fróðlegt verður að heyra fréttir úr Alþingi í dag og vita hvað birt verður af minnisblöðum Svavars. 

Steingrímur Joð hlýtur venju samkvæmt "að vera steinhissa á þessu".

Jón Óskarsson, 30.12.2009 kl. 10:47

2 identicon

Annað hvort hefur Steingrímur Joð í þrjósku sinni ákveðið að vera bara í afneitun, eða Jóhönnu kellu hefur á óskiljanlegan hátt tekist að heilaþvo manninn. Það finnst mér reyndar ósennilegra en það skiptir ekki máli. Hvoru tveggja er okkur sem þjóð jafnhættulegt.

assa (IP-tala skráð) 30.12.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband