Skattahækkanabrjálæðið á sínum stað

Þrátt fyrir fögur orð Helga Hjörvar, formanns skattahækkunarnefndar, um að skattabrjálæðið væri byrjað að renna af ríkisstjórninni og því yrðu skattahækkanir eitthvað minni en áður hafði verið fyrirhugað.

Hafi fyrirætlanirnar verið meiri, en fréttir herma nú, þá hefur skattabrjálæðið verið á svo háu stigi, að um hreint óráð hefur verið að ræða.  Nú herma fréttir, að skattaþrepin verði þrjú og hátekjubreiðbökin hafi fundist við 500 þúsund tekna markið og að þvílíkt hátekjufólk verði skattlagt með rúmlega 47% tekjuskatti.  Það verða að teljast stórtíðindi, að þarna skuli búið að finna þann hóp, sem hefur efni á því að greiða tæpan helming tekna sinna í tekjuskatt og verður að teljast glögglega athugað, að þarna sé um ræða burgeisa sem eiga ekkert betra skilið, en að láta blóðmjólkast í þágu ríkisstjórnarinnar.

Þessir okurskattar og fyrirhugaðar hækkanir á virðisaukaskatti eru eingöngu í þágu getulausrar og örmagna ríkisstjórnar, en ekki í þágu þjóðarinnar, því þetta mun drepa niður það litla sem eftir er af sjálfsbjargarviðleitni í þjóðfélaginu og hvetja til skattundanskota og svartrar vinnu.

Það mun svo aftur leiða til þess, að ráða þarf miklu fleiri opinbera starfsmenn til þess að fylgjast með svörtu vinnunni og skattstofurnar munu fyllast af skattaeftirlitsmönnum og það mun að sjálfsögðu gleðja aumar sálir ráðherranefnanna, að geta ekki skorið niður og sparað hjá opinberum stofnunum.

Þessar efnahagsráðstafanir, ef nota má það orð yfir þetta brjálæði, eru einhverjar þær verstu, sem hægt er að grípa til, enda hvergi gengið svona fram annarsstaðar á vesturlöndum.  Þvert á móti, er stefna annarsstaðar, að lækka skatta og auka framkvæmdir á vegum ríkjanna.

Íslenska ríkisstjórnarnefnan telur sig greinilega hafa meira vit á efnahagsmálum, en aðrar ríkisstjórnir. 


mbl.is 47% skattur á launatekjur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástin afvegaleiðir stundum

Það verður að segjast alveg eins og er, að ekki var skynsamlegt af Lindu Björk Magnúsdóttur að smygla sér inn í Bandaríkin, til að hitta kærastann sinn.  Það er ekkert grín, að komast upp á kant við innflytjendayfirvöld þar um slóðir og líklegast að hún lendi jafnvel í ævilöngu endurkomubanni og þar með hverfa allir möguleikar á að heimsækja ástina sína á heimaslóðir í framtíðinni.

Óskiljanlegt er, að kærastinn skuli ekki heldur hafa skroppið yfir landamærin til Kanada, til að hitta unnustu sína, en auðvelt er að gagnrýna þessa gjörð hennar og aðgerðarleysi hans, án þess að hafa nokkrar upplýsingar um málsástæður. 

Hverjar sem ástæðurnar voru, verða afleiðingarnar örugglega ekki hagstæðar fyrir Lindu og kærasta hennar og að þurfa að sitja í fangelsi, jafnvel í nokkra mánuði fyrir þessa yfirsjón, fyrir utan að verða "persona non grata" í Bandaríkjunum, er ömurlegt hlutskipti.

Vegir ástarinnar eru órannsakanlegir, eins og sumir aðrir vegir.


mbl.is Linda enn í haldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband