26.11.2009 | 22:24
Falskir Svíar
Svíar tóku einarða afstöðu með Bretum og Hollendingum í efnahagsstyrjöld þeirra gegn Íslendingum. Reyndar gerðu þeir meira en að taka afstöðu, því þeir tóku fullan þátt í þrælastríðinu, bæði á vettvangi norðurlandanna og ESB.
Nú ætla þeir að leika einhverja friðarpostula með því að miðla málum milli Grikkja og Makedóniu vegna deilunnar um nafnið á síðarnefnda landinu. Gefi Makedónía ekki eftir, er hótuninni um að landið fái ekki inngöngu í stórríki ESB auðvitað beitt miskunnarlaust.
Svíar hafa alltaf leikið tveim skjöldum. Þeir þykjast vera hlutlausir, þegar það hentar þeim, en beita afli þegar þeir geta og þegar það hentar þeim.
Helgislepjan og falsið hafa alltaf verið þeirra einkenni.
![]() |
Svíar miðla málum í nafnadeilu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.11.2009 | 17:50
Kratarósin orðin að frostrós
Jóhanna Sigurðardóttir, hrokagikkur, hefur lýst því yfir að hún taki ekki til máls á Alþingi fyrr en hennar tími komi. Í dag taldi hún sinn tíma kominn, til að tjá sig um samning ríkisstjórnar sinnar við Breta og Hollendinga um sölu íslensku þjóðarinnar í þrælaánauð fyrir þá, til næstu áratuga.
Eins og áður, þegar hrokagikkurinn og þrælasalinn hefur tjáð sig um þetta mál, heldur hún málstað Breta og Hollendinga á lofti og hótar þjóðinni hinum hörmulegustu örlögum, verði ekki af þrælasölunni. Ekki dettur henni í hug að nefna einu orði, hvernig eigi að afla erlends gjaldeyris til að greiða þrælatollinn, en á vef Seðlabankans, sem nálgast má hérna er yfirlit yfir viðskipti við útlönd á fyrstu þrem ársfjórðungum þessa árs og þar kemur m.a. þetta fram: "Þáttatekjujöfnuður án áhrifa innlánsstofnana í slitameðferð var því neikvæður um 46,5 ma.kr. og viðskiptajöfnuður neikvæður um 9,5 ma.kr."
Þrátt fyrir að innflutningur sé í algeru lágmarki og útflutningur hafi verið nokkuð mikill, þá er viðskiptahalli upp á 9,5 milljarða króna og er þá ekki tekið neitt tillit til skulda og vaxtagreiðslna gömlu gjaldþrota bankanna. Síðasti ársfjórðungurinn kemur venjulega ekki vel út, þar sem þá eykst innflutningur mikið vegna jólanna.
Hvort sem Jóhönnu, hrokagikk, líkar betur eða verr, þá geta Íslendingar ekki borgað þennan þrælatoll Breta og Hollendinga, enda hefur jafnvel hún sagt, að íslenskum skattgreiðendum beri ekki að greiða skuldir einkabanka.
ESB sendi í dag frá sér loforð um að Ísland fengi ekki inngöngu í stórríkið, ef Alþingi samþykkti ekki ánauðarskilmálana.
Það loforð til Íslendinga er án vafa það besta sem frá ESB hefur komið.
![]() |
Frostavetur falli Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.11.2009 | 14:34
Landsbankinn hirðir Toyotaumboðið
Landsbankinn hefur nú hirt Toyotaumboðið af Magnúsi Kristinssyni, útgerðar- og fjármálarugludalli, sem "keypti" fyrirtækið í árslok 2005 og eins og aðrir fjármálaruglarar fékk hann kaupverðið lánað hjá Landsbankanum og eins og kollegar hans, getur hann ekki staðið undir lántökunum.
Magnús komst þó aldrei hærra í mannvirðingarstiganum, en að fljúga á milli lands og eyja á þyrlu, á meðan þeir, sem litu á sjálfa sig sem alvöru peningakalla, flugu landa á milli á einkaþotum, sem bankarnir voru svo almennilegir að lána þeim fyrir.
Það, sem er hins vegar athyglisvert í tilkynningu Landsbankans um málið, er þetta: "Þar kemur fram að fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans muni sjá um söluna og er unnið að undirbúningi hennar. Áhersla verði lögð á jafnræði fjárfesta."
Hvernig skyldi standa á því, að Kaupþing/Arion skuli ekki beita sömu vinnubrögðum við söluna á Högum?
Sannast ef til vill enn á ný, að það er ekki sama Jón og Jón Ásgeir?
![]() |
Toyota á Íslandi sett í sölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 11:42
Stjórnarliðar yrðu ekki vel liðnir til sjós
Stærsta og alvarlegasta mál, sem hefur komið til kasta Alþingis frá lýðveldisstofnun, er nú til meðferðar í þinginu, þ.e. umræða og afgreiðsla á ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans.
Ömurlegt er að fylgjast með því, að hvorki ráðherrar né aðrir þingmenn stjórnarliðsins, skuli nenna að sitja þingfundi og taka þátt í umræðum um þetta örlagaríka mál. Hafi þessir ráðherrar og þingmenn enga skoðun á málinu, ættu þeir að minnsta kosti að sjá sóma sinn í því, að hlýða á málflutning þeirra þingmanna, sem nenna bæði að setja sig inn í málið og fjalla um það í þingsalnum.
Þingmönnum ber skylda til að sitja alla þingfundi, nema brýnar ástæður séu fyrir fjarveru þeirra, svo sem veikindi, eða ferðlög og fundir á vegum þingsins. Þeir eru því að brjóta vinnuskyldur sínar með þessu skrópi frá þingfundum og ættu að fá áminningu þingforseta fyrir vanræksluna.
Fróðlegt verður að fylgjast með því, hvaða stjórnarliðar, sem samþykkja næturfund, muni verða í þingsalnum í kvöld og nótt.
Steingrímur J. segist ekki myndu vilja vera með þeim þingmönnum til sjós, eða við sauðburð, sem ekki treysti sér til að vinna fram á nótt.
Ekkert er ver liðið til sjós, en leti og ómennska og þeir sjómenn, sem lægju í koju og létu aðra standa vaktirnar, yrðu reknir í land, strax í næstu inniveru.
![]() |
Icesave-málið rætt fram á nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2009 | 08:38
Skiptastjóri ætti að rifta sölunni á Högum til 1998 ehf.
Skiptastjóri Baugs hefur krafist riftunar á kaupum Baugs á eigin hlutabréfum, sem eignarhaldsfélög í eigu Jóns Ásgeirs, Ingibjargar, konu hans og samverkamanns þeirra, Hreins Lofstssonar, seldu á yfirverði í júlí 2008. Var þetta gert í tengslum við sölu á Högum út úr Baug til nýstofnaðs félags þeirra Baugsfeðga, þ.e. félagsins 1998 ehf.
Á þeim tíma var vitað að Baugur væri gjaldþrota og því var þessi gjörningur allur gerður til þess eins, að koma eignum undan þrotabúinu og koma í veg fyrir persónulegt tap framangreindra einstaklinga. Þetta var gert í fullri samvinnu við Kaupþing/Arion og því er bæði bankinn og þessir einstaklingar samsekir um að hafa skotið eignum undan þrotabúinu, en slíkt væri látið varða við lög, ef einhverjir aðrir ættu í hlut.
Það eina, sem réttlátt væri að gera, væri að rifta öllum þessum gjörningum, setja Haga aftur inn í þrotabú Baugs og kæra síðan bankann og skötuhjúin fyrir glæpsamlegt undanskot eigna.
Til þess að kóróna þennan gjörning, er Kaupþing/Arion núna að afskrifa þrjátíumilljarðana, sem bankinn lánaði Baugsfjölskyldunni til þess að setja þetta leikrit á svið.
Það hefur verið sagt, að Jón sé ekki það sama og séra Jón.
Nú til dags má segja, að hvorki Jón né séra Jón, sé það sama og Jón Ásgeir og Jóhannes.
![]() |
Vill rifta kaupum Baugs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)