Stórríki Evrópu að fæðast

Forsætisráðherra Belgíu, Herman Van Rompuy, hefur nú verið kjörinn eiginlegur forseti Evrópusambandsins og breska barónessan Catherine Ashton var útnefnd nýr yfirmaður utanríkismála, eða útanríkisráðherra.  Ef rétt er skilið verður hún einnig yfirmaður sameinaðs herafla stórríkisins.

Hafi einhver haldið að ESB væri aðeins bandalag um frjálst flæði fólks og fjármagns milli aðildarlanda sambandsins, ætti hinn sami að spyrja sjálfan sig hvað efnahagsbandalag hafi að gera með forseta, utanríkisráðherra og herafla.

Eftir samþykkt Lissabonsáttmálans og þessa skipun í embætti forseta og utanríkisráðherra er fyrsta skrefið stigið til endanlegrar þróunar stórríkis Evrópu.

Hafa Íslendingar áhuga á að Ísland verði útnárahreppur í þessu fimmhundruð milljón manna ríki?


mbl.is Van Rompuy fyrsti forseti ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forsetinn mun ekki hafna Icesave

Sjálfstæðismenn í Fjárlaganefnd Alþingis telja einsýnt að forsetinn muni synja hinu nýja Icesavefrumvarpi staðfestingar, ef það verður samþykkt óbreytt á Alþingi.  Þetta byggja þeir á þeim sýndarleik forsetans að samþykkja lögin um ríkisábyrgðina í sumar, með sérstakri bókun um mikilvægi fyrirvaranna, sem samþykktir voru við ríkisábyrgðina á skuldum Landsbankans.

Þetta rökstyðja þingmennirnir á þennan hátt:  „Með því frumvarpi sem hér er til umfjöllunar hafa þeir fyrirvarar Alþingis sem forsetinn taldi svo mikilvæga þegar hann staðfesti hin fyrri Icesave-lög, og voru forsenda staðfestingar hans, verið að engu gerðir."

Það er auðvitað algerlega rétt hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, að miðað við fyrri yfirlýsingar sínar ætti forsetinn að synja þessu nýja frumvarpi staðfestingar, vilji hann vera samkvæmur sjálfum sér.

Staðreyndin er hins vegar sú, að Ólafur Ragnar Grímsson hefur aldrei verið samkvæmur sjálfum sér, heldur stjórnast hann af hentistefnu í hverju máli og mun því finna sér nýjar afsakanir til þess að staðfesta þessi nýju og hertu þrælalög.

Ólafur Ragnar er guðfaðir þessarar ríkisstjórnar og mun því staðfesta hvaða vitleysislög sem frá henni koma, þar á meðal nýju skattabrjálæðislögin hennar, ásamt því að samþykkja þrælkunina í þágu Breta og Hollendinga.  Hann mun styðja ríkisstjórnina í baráttu hennar við að dýpka og lengja kreppuna, með þeim ráðum, sem hann hefur tiltæk.

Vonir, sem bundnar eru við Ólaf Ragnar Grímsson, eru aldrei annað en falsvonir.


mbl.is Sjálfstæðismenn: Forsetinn myndi hafna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dularfullt hvarf 150 milljarða króna

Það verður að teljast með ólíkindum, að allt í einu uppgötvist að Glitnir skuldi allt að 150 milljörðum króna meira en fram kom í bókhaldi bankans við hrun hans. 

Við innköllun krafna á bankann, kemst Deloitte að því að kröfur á bankann finnast ekki í bókhaldi hans, eða eins og segir í fréttinni:  "Þegar skuldir Glitnis hafa verið uppfærðar með tilliti til þessara 793 milljóna evra þá nemur þessi viðbót um 5,5% af heildarskuldum Glitnis þann 30. júní eins og þær voru upphaflega gefnar upp þann 31. ágúst 2009. Núverandi mat skilanefndarinnar er að fara verði með þessar skuldir eins og önnur útgefin skuldabréf sem færð eru í liðnum „Verðbréfaútgáfa og önnur lántaka“ í yfirliti yfir eignir og skuldir þann 30. júní 2009."

Ef 5.5% af heildarskuldum bankans koma ekki fram í bókhaldi hans, hlýtur að vakna upp spurning um hvað hafi orðið af peningunum, sem fengust fyrir sölu þessara skuldabréfa.  Það er með ólíkindum að sala á skuldabréfum fyrir um 150 milljarða króna, geti farið fram án þess að sjást nokkurs staðar í bókhaldi bankans og ef milljarðarnir hafa ekki skilað sér í kassann hjá bankanum, hvert fóru þeir þá?

Fjármálaeftirlitið hlýtur að kanna málið og skjóta því svo til Sérstaks saksóknara, svo hann geti kyrrsett eignir einhversstaðar á meðan á rannsókninni stendur.


mbl.is Veruleg skuldaaukning Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband