Gífurlegar hækkanir ofan á kjararýrnun

Nú eru tekjuskattstillögur ríkisstjórnarinnar komnar fram og þar eru boðaðar talsverðar hækkanir á tiltölulega lág laun og millitekjur, þó hækkunin sé mest á hæstu launin, en eins og nú er ástatt hefur fólki með mjög háar tekjur fækkað mjög og allir aðrir hafa þurft að taka á sig tekjuskerðingu.

Í töflunni hér fyrir neðan sést hvernig skattarnir samkvæmt nýja skattkerfinu hefðu komið út á árinu 2009 í samanburði við núverandi kerfi og er þá miðað við sama persónuafslátt í báðum tilvikum.  Ekkert hefur komið fram hvort og þá hve mikið persónuafsláttur muni hækka um áramót.

Samanbuðartaflan lítur svona út:

 

 Núverandi skattkerfi Nýtt skattkerfi HækkunHækkun
 (PersónuafslátturHlutfall af(PersónuafslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuði:kr. 42.205)tekjum í %kr. 42.205)tekjum í %í krónumí %
150.00013.5959,0613.5959,0600,00
200.00032.19516,1032.19516,1000,00
300.00069.39523,1372.29524,102.9004,18
400.000106.59526,65112.39528,105.8005,44
500.000143.79528,76152.49530,508.7006,05
600.000180.99530,17192.59532,1011.6006,41
650.000199.59530,71212.64532,7113.0506,54
700.000218.19531,17235.69533,6717.5008,02
800.000255.39531,92281.79535,2226.40010,34
900.000292.59532,51327.89536,4335.30012,06
1.000.000329.79532,98373.99537,4044.20013,40
1.200.000404.19533,68466.19538,8562.00015,34
1.400.000478.59534,19558.39539,8979.80016,67
1.600.000552.99534,56650.59540,6697.60017,65
1.800.000627.39534,86742.79541,27115.40018,39
2.000.000701.79535,09834.99541,75133.20018,98

Ofan á þetta eru boðaðar gífurlegar hækkanir á alls konar óbeinum sköttum, sem eiga að skila tugum milljarða í ríkissjóð á næsta ári og þeir lenda af mestum þunga á láglaunafólki, því það þarf að eyða meginhluta ráðstöfunartekna sinna til kaupa á daglegum nauðsynjavörum. 

Óbeinu skattarnir fara beint út í verðlagið og hækka þar með vísitöluna, þannig að öll húsnæðislán munu hækka sem því nemur og hækkandi afborganir munu því bætast við aðra erfiðleika lág- og millitekjuhópanna.

Fyrir utan allt þetta er spáð 16% rýrnun kaupmáttar á næsta ári og ekki kemur það verst við hálaunafólkið, þvert á móti hjálpast þetta allt að til að lág- og millitekjufólkið mun ekki ná endum saman á næsta ári og kreppan mun fara að bíta almenning af miklu meiri krafti en fram til þessa.

Þetta er jólaboðskapur ríkisstjórnarinnar til þjóðarinnar, þó ekki sé hægt að segja að hann sé hátíðlegur..


mbl.is Þriggja þrepa skattkerfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattleggjum séreignarsparnaðinn strax

Tillaga Sjálfstæðismanna um að skattleggja séreingarsparnaðinn strax við inngreiðslu í sjóðina er afar góð og skynsamleg tillaga.

Með því móti væri hægt að komast hjá því skattahækkunarbrjálæði á fjölskyldurnar í landinu, sem ríkisstjórnin er að undirbúa og jafnvel þó það þýði eitthvað lægri skatttekjur í framtíðinni, þá er það meira en réttlætanlegt til þess að rétta af halla ríkissjóðs núna, þegar enginn er aflögufær til að greiða allta þá skatta sem boðaðir eru.

Þar fyrir utan má spyrja sig, hvort ástæða sé til að séreignarsjóðirnir séu að ávaxta á misáhættumikinn hátt, þann hluta lífeyrissjóðsgreiðslanna, sem eru í raun eignarhluti ríkissjóðs.  Ríkissjóður hlýtur að vera jafnhæfur til þess að ráðstafa þeim hluta sjálfur, eða ávaxta hann, ef tekst að snúa halla ríkissjóðs upp í tekjuafgang, eins og var á undanförnum árum.

Tillögu Sjálfstæðismanna verður að ræða af fullri alvöru, án alls pólitísks dilkadráttar.


mbl.is Vilja afla tekna með skattlagningu séreignasparnaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein mynd kúgunar

Ekkert er svo smátt í sniðum, að þjóðir innan ESB geti ekki notað það til hótana og kúgana gagnvart þjóðum sem ekki eiga aðild að stórríkinu.

Allir vita um kúganir ESB gegn Íslendingum vegna skulda Landsbankans.

Nú kemur enn ein birtingarmynd þessa hugarfars frá Grikklandi vegna heimildamyndar um Makedóníu, en fram kemur í fréttinni:  "Að sögn vefjarins MTnet sagði sjónvarpsstöðin Kanal 5 frá því í gærkvöldi, að grískir sendimenn hefðu komið því á framfæri við íslenska sendiherrann að grísk stjórnvöld myndu  beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu yrði myndin sýnd." 

Þessi yfirdrottnunar- og kúgunarárátta aðildarlanda að stórríkinu ESB er ekki einleikin.

Hvað vill Samfylkingin hafa með svona félagsskap að gera?


mbl.is Mynd Íslendings um Makedóníu veldur uppnámi í Grikklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver axli sína ábyrgð

Vangaveltur Styrmis Gunnarssonar um hvort ummæi Páls Hreinssonar, formanns rannsóknarnefndar Alþingis, um að engin nefnd hefði þurft að færa þjóðinni jafn þungbær tíðindi og rannsóknarnefndin myndi þurfa að gera í fyllingu tímans, ættu við að ráðherrar yrði hugsanlega stefnt fyrir Landsdóm, eru afar athyglisverð.

Ef svo færi, að ráðherrum yrði stefnt fyrir Landsdóm fyrir athafnir sínar, eða athafnaleysi í aðdraganda bankahrunsins, yrði það í fyrsta sinn í lýðveldissögunni, sem fjallað yrði um ráðherraábyrgð með þeim hætti.

Verði niðurstaðan sú, að ráðherrar hafi gerst sekir um vanrækslu í störfum sínum, ber að sjálfsögðu að refsa þeim í samræmi við sekt þeirra.

Þessi umræða má þó ekki skyggja á ábyrgð þeirra, sem raunverulega bera höfuðábyrgð á því hvernig fór, þ.e. banka- og útrásarglæframannanna, sem spiluðu sinn Matador og lögðu efnahagslíf þjóðarinnar undir í fáráðlegu fjárhættuspili sínu.

Þeirra er höfuðábyrgðin og þeirra er að bera höfuðábyrgðina.


mbl.is Ráðherrar fyrir dóm?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband