Reynt að spila á samúðina

Til skamms tíma sáust ekki hrokafyllri menn í fréttaviðtölum, en þeir Jóhannes og Jón Ásgeir í Bónus, eins og þeir vilja gjarnan láta kalla sig.  Á þeim tíma höguðu þeir sér eins og mennirnir sem valdið hefðu og gerðu jafnvel tilraun til að fella ríkisstjórn Íslands, með áróðri og auglýsingum í fjölmiðlum sínum.

Í þá daga töldu þeir sig hafa svo mikil völd og áhrif, að þeir töluðu niður til allra og reyndi að niðurlægja alla, sem þeir töldu ekki vera fullkomlega á sínu valdi, þar með talinn forsætisráðherra þjóðarinnar, að ekki sé minnst á minni spámenn.  Enga samkeppni þoldu þeir við rekstur sinn og vildu yfir öllu gína og enduðu sem einhverjir mestu skuldakóngar Íslandssögunnar, sem þó greiddu aldrei krónu til baka af lánum sínum og hafa skilið eftir sig sviðna jörð, bæði innanlands og utan.

Í kvöld kom Jóhannes fram í Kastljósi og reyndi að hverfa til þess tíma, er hann hafði sæmilegt álit meðal almennings og reyndi nú að spila á samúð þess fólks, sem þarf að líða fyrir gerðir þeirra feðga og fleiri um mörg ókomin ár.  Nú talaði hann nánast eins og beiningamaður sem betlar sér fyrr mat, þóttist vera lítilátt og heiðarlegt góðmenni, en var einungis aumkunnarverður.

Þrátt fyrir langa skólagöngu hjá almannatengslafyrirtækjum við að læra að endurheimta velvild þjóðarinnar, er ýmyndin orðin svo ónýt, að upp á hana verður varla lappað héðan af.

"Jóhannes og Jón Ásgeir í Bónus" er nánast orðið skammaryrði.

 


mbl.is Munu ekki þurfa að afskrifa neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Árni Páll sár á bakinu, en sáttur við svipuna

Árni Páll, félagsmálaráðherralíki, deilir ekki þeirri skoðun með fyrrverandi formanni sínum, að Íslendingar hafi látið Breta og Hollendinga tukta sig eins og sakamenn vegna Icesave skulda Landsbankans. 

Ekki er ljóst hvort Árni byggir skoðun sína eingöngu á því, að hann og félagar hans í Samfylkingunni vilji öllu til fórna til þess að koma landinu að, sem hreppi í stórríki ESB, eða hvort hann er orðinn svo sár á afturendanum vegna högga þrælapískaranna í London og Haag.

Hvort heldur sem er, sagði Árni á Alþingi í dag:  ,,Við höfum náð viðurkenningu á því að greiðslur á þessum skuldbindingum verði ekki þannig að þær verði okkur sem þjóð um megn að standa undir og við höfum tryggt að nágrannaríkin viðurkenna tilvist vafa um þá skuldbindingu sem að baki liggur."

Hálfkveðnar vísur í þessu máli duga ekki lengur.  Árni Páll verður að útskýra hvar mörkin liggja milli þess að Icesaveþrældómur Íslendinga verði þeim viðráðanlegur, eða verði þeim sem þjóð um megn að standa undir.

Er ásættanlegt, að þjóðin sem heild búi við fátækt í tuttugu ár, til þess að greiða þennan þrælatoll og nánast allar útflutningstekjur þjóðarinnar fari til þrælapískaranna á sama tíma?

Hvaða hlutfalli útflutningsteknanna árlega, telur Samfylkingin að sé fórnandi fyrir aðild að ESB?


mbl.is Sáttur við lyktir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harkan vex í undirheimunum

Harkan í undirheimunum vex stöðugt og nú virðist aðeins vera tímaspursmál, hvenær til skotbardaga kemur á götum borgarinnar á milli glæpahópa, eða glæpamanna og lögreglu.  Nú eru grímuklæddir og vopnaðir menn farnir að banka uppá hjá fólki á nóttunni og skjóta á það sem fyrir verður og í dæmi árásarinnar í Seljahverfi virðist tilviljun ein hafa ráðið því, að húsráðandinn yrði ekki fyrir skotum.

Einnig berast þær fregnir frá Selfossi, að þar hafi verið gengið í skrokk á manni, sem glæpagengi taldi að sagt hefði til sín vegna fjölda afbrota á Suðurlandi.  Tengt sama máli er handtaka manns í Þorlákshöfn, sem var að leita að manni til að misþyrma, en sá hafði borið vitni gegn sunnlensku glæpaklíkunni, sem reyndar er af erlendu bergi brotin og nýkomin til landsins.

Þessi aukna harka í undirheimunum kemur einnig fram í framgöngu íslenskrar mótorhjólaklíku, sem á sér þann draum æðstan, að verða fullgildur meðlimur Hells Angels, sem eru skipulögð glæpasamtök, með mikil ítök og yfirráð í fíkniefnamarkaði, t.d. á norðurlöndunum. 

Skotbardagar á götum úti eru orðnir nánast daglegt brauð í Kaupmannahöfn, sérstaklega á Norðurbrú, þó þeir teygji anga sína í fleiri hverfi borgarinnar og raunar landsbyggðarinnar.

Verði ekki gripið til ennþá harkalegri aðgerða gegn þessum vágesti, gæti ástandið fljótlega orðið svipað í Reykjavík og það er í Kaupmannahöfn.


mbl.is Barði að dyrum og hóf skothríð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útrásar- og Nígeríusvindlarar

Guðmundur Baldursson, lögreglufulltrúi á Suðurnesjum, lýsir ákveðinni tegund peningasvika á eftirfarandi hátt:  „Þeir setja þá í umslag úr álpappír og sprauta „töfravökva“ í það, setja það í frysti og taka svo eftir einhvern tíma út. Þá eru þeir orðnir að peningaseðlum,“ segir Guðmundur. Er þessari sýningu ætlað að sannfæra mögulega kaupendur. Þarna mun þó ekki vera á ferðinni svarti galdur eða efnafræðiundur heldur er einfaldlega annað umslag í frystinum, fullt af peningum."

Við fyrstu sýn, virðist Guðmundur vera að lýsa vinnubrögðum íslenskra banka- og útrásarsvindlara, en mun vera að lýsa einu afbrigði af svokölluðu Nígeríusvindli.

Nígeríusvindlararnir munu stundum hafa haft milljónir króna út úr fórnarlömbum sínum.

Banka- og útrásarsvindlararnir höfðu þúsundir milljarða út úr sínum fórnarlömbum.

Ekki er vitað hvernig Nígeríusvindlurunum helst á sínum feng, en hinum hefur haldist afar illa á sínum. 

Margir þeirra njóta ennþá vinsælda og virðingar meðal landsmanna og spila á það traust við áframhaldand þeirrar iðju, sem svo vel hefur gengið undanfarin ár.


mbl.is Með Nígeríusvindl á prjónunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattlagningarástríða

Ef eitthvað einkennir vinstri menn öðru fremur, er það stjórnsemi og óstjórnleg ástríða í að fá að ráðskast með annarra fé í formi skatta, auðvitað í nafni jöfnuðar og réttlætis.  Þetta ótrúlega skattpíningarbrjálæði, sem nú er að birtast frá ríkisstjórninni, í sinni verstu mynd, virðist koma mörgum í opna skjöldu, en ætti auðvitað ekki að gera það, því þetta er nánast eina hugsjón og stefa vinstri manna, sem alls staðar birtist þar sem þeir komast til áhrifa.

Fyrir kosningar í vor, var því spáð á þessu bloggi, að kæmust vinstri flokkarnir til valda eftir kosningarnar, myndu allir skattar, sem nöfnum tjáir að nefna, veða hækkaðir og fundnir yrðu upp nýjir skattar af öllum gerðum, þar sem vinstri menn hafa endalaust hugmyndaflug, þegar að skattheimtu kemur.  Engar umræður sköpuðust um þessi mál í vor og er það að hitta menn í bakið núna.

Spáin frá því í apríl s.l. er nú að rætast og reyndar kemur hún fram með miklu meira skattahækkanabrjálæði, en jafnvel þar var séð fyrir.

Það liggur í frjórra hugmyndaflugi vinstri mannanna í skattlagningarmálum, en þess sem bloggið skrifaði.


mbl.is Nýir skattar inni í myndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 16. nóvember 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband