10.11.2009 | 16:16
Auðveld leið til að fela afskriftir skulda 1998 ehf.
Forstjóri Samkeppniseftirlitsins hefur staðfest að embættinu hafi borist tilkynning um sameiningu Nýja Kaupþings og 1998 efh, sem er skuldafélagið, sem þóttist kaupa Haga ehf. af Gamla Kaupþingi í fyrrasumar, þegar enn ein björgunaraðgerðin fór fram, til að bjarga Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og föður hans frá gjaldþroti, en þá þegar voru öll helstu félög þeirra komin í gjaldþrotaskipti vegna hundraða milljarða skulda.
Nýlega fréttist, að Kaupþing ætlaði að afskrifa allar skuldir af 1998 efh. gegn því að Bónusfeðgar kæmu með nýtt hlutafé, að upphæð sjö milljarða, inn í félagið og gætu þeir þá haldið áfram að leika sér með Haga ehf., eins og ekkert hefði í skorist.
Mikil mólmæli komu fram við þessa ráðagerð og því var leitað nýrra leiða til þess að koma Högum ehf. aftur í hendur feðganna, án þess að láta mikið á skuldaafskriftinni bera og þá fæddist sú snilldarhugmynd að sameina 1998 ehf. bankanum og þar með yrði það félag ekki lengur til og skuldirnar yrðu einfaldlega sameinaðar skuldum bankans og hann eignaðist þar með hlutaféð í Högum hf.
Síðastu fléttu þessa sjónarspils mun verða laumað í gegn á næstu vikum, í rólegheitum og án allra opinberra tilkynninga. Sú snilldarflétta mun felast í því, að Bónusfeðgar munu kaupa hlutafé Haga ehf. af bankanum á gjafverði, jafnvel með nýju og miklu lægra láni frá bankanum sjálfum.
Þá verður búið að afmá 1998 ehf. af yfirborði jarðar og því þarf ekki að fella niður neinar milljarðatuga skuldir, þær munu einfaldlega gufa upp.
Þá getur Jón Ásgeir keikur montað sig af því, að engar skuldir hafi verið afskrifaðar sín vegna, enda gangist hann aldrei í persónulegar ábyrgðir fyrir neinum skuldum. Svo vitlaus sé hann ekki, enda klárari en almúginn í landinu. Þess vegna njóti hann ennþá fyllsta traust hjá bankakerfinu, öfugt við pöpulinn, sem steypi sér í alls kyns óskynsamlegar skuldir við bankana.
Jón Ásgeir er hæstánægður, ef hann á bara fyrir Diet Coce.
![]() |
Kaupþing og 1998 formlega í eina sæng |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.11.2009 | 13:47
Stóriðjan notuð sem áróðursbragð
Spunameistarar ríkisstjórnarnefnunnar uppgötvuðu það stórsnjalla áróðursbragð, að lauma inn í fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2010 svokölluðum stóriðjusköttum, til þess að leiða umræðuna í þjóðfélaginu frá tekjuskattshækkunum á heimilin yfir í þá umræðu, að stóriðjufyrirtækin væru ekki of góð til að taka þátt í byrðum þjóðféagsins af kreppunni.
Áróðursmeistararnir duttu svo seint niður á þetta bragð, að ekki vannst einu sinni tími til að kynna herbragðið fyrir iðnaðarráðherra, sem kom algerlega af fjöllum og félögum sínum í stjórnarnefnunni til mikillar armæðu, nánast eyðilagði hún málið með háværum mótmælum við þessum fáráðlegu hugmyndum, sem allir sáu reyndar strax, að myndu stöðva alla iðnaðaruppbyggingu í landinu til framtíðar.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, heldur þó ennþá áfram að slá ryki í augu almennings, með því að segja, að því miður verði ekki komist hjá því að hækka skatta á almenning, en að sjálfsögðu verði að láta stóriðjuna borga sinn skerf. Hún reynir enn, að leyna því hvers kyns skattahækkanabrjálæði sé fyrirhugað á almenning og til viðbótar við stóriðjuáróðurinn er jafnan tekið fram, að reynt verði að hlífa hinum tekjulægstu með flóknu þriggja þrepa tekjuskattskerfi.
Með þessu er gefið í skyn, að núverandi tekjuskattskerfi sé ekki þrepaskipt, en það er auðvitað alger vitleysa, þar sem persónuafslátturinn gerir það að verkum að tekjuháir greiða hlutfallslega miklu hærri tekjuskatt, en þeir tekjulágu. Þar fyrir utan er allt bótakerfið tekjutengt og kemur því þeim tekjulágu til góða, en ekki þeim tekjuháu.
Hér fyrir neðan er þetta sýnt í einfaldri töflu, ásamt því að sýna hvernig hægt er að stórhækka skatta, án þess að umbylta því einfalda skattkerfi, sem nú er í gildi og með því að lækka skatta hinna lægstlaunuðu. Stjórnvöld þurfa ekki að láta eins og það sé eitthvað flókið, að skattpína þjóðina, það þarf einungis að láta reikna út fleiri svona útfærslur og hvað þær gefa ríkissjóði í hækkun tekna.
Í fremri dálki er núverandi þrepaskipti tekjuskatturinn og í þeim síðari einföld hugmynd um hvernig má breyta honum með einföldum hætti, til að skattleggja þá tekjuháu hlutfallslega ennþá meira en þá tekjulágu:
Staðgreiðsla, 37,2% | Staðgreiðsla, 42,2% | Hækkun | Hækkun | |||
(Persónuafsláttur | Hlutfall af | (Persónuafsláttur | Hlutfall af | skatta | skatta | |
Laun á mánuði: | kr. 42.205) | tekjum í % | kr. 52.205) | tekjum í % | í krónum | í % |
150.000 | 13.595 | 9,06 | 11.095 | 7,40 | -2.500 | -18,39 |
200.000 | 32.195 | 16,10 | 32.195 | 16,10 | 0 | 0,00 |
300.000 | 69.395 | 23,13 | 74.395 | 24,80 | 5.000 | 7,21 |
400.000 | 106.595 | 26,65 | 116.595 | 29,15 | 10.000 | 9,38 |
500.000 | 143.795 | 28,76 | 158.795 | 31,76 | 15.000 | 10,43 |
600.000 | 180.995 | 30,17 | 200.995 | 33,50 | 20.000 | 11,05 |
700.000 | 218.195 | 31,17 | 243.195 | 34,74 | 25.000 | 11,46 |
800.000 | 255.395 | 31,92 | 285.395 | 35,67 | 30.000 | 11,75 |
900.000 | 292.595 | 32,51 | 327.595 | 36,40 | 35.000 | 11,96 |
1.000.000 | 329.795 | 32,98 | 369.795 | 36,98 | 40.000 | 12,13 |
1.200.000 | 404.195 | 33,68 | 454.195 | 37,85 | 50.000 | 12,37 |
1.400.000 | 478.595 | 34,19 | 538.595 | 38,47 | 60.000 | 12,54 |
1.600.000 | 552.995 | 34,56 | 622.995 | 38,94 | 70.000 | 12,66 |
1.800.000 | 627.395 | 34,86 | 707.395 | 39,30 | 80.000 | 12,75 |
2.000.000 | 701.795 | 35,09 | 791.795 | 39,59 | 90.000 | 12,82 |
![]() |
Stóriðjuskattur óhjákvæmilegur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.11.2009 | 09:42
Nánast eina framkvæmdin
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Reykjavíkurhöfner nánast eina byggingarframkvæmdin á vegum opinberra aðila, sem í gangi er á landinu, um þessar mundir. Væri ekki fyrir hana yrði násast ekkert framkvæmt af opinberum aðilum á næstu árum, þar sem annað sem fyrirhugað er, svo sem nýtt sjúkrahús, kæmist ekki á framkvæmdastig fyrr en í fyrsta lagi eftir tvö ár.
Í júnímánuði s.l., í tengslum við undirritun stöðugleikasáttmálans, var tilkynnt að á haustdögum yrðu hafnar framkvæmdir við samgöngumiðstöð í Vatnsmýrinni, en eins og með annað sem þessi ríkisstjórn á að annast, þá er nú kominn upp "nýr flötur" á málinu og það hefur allt saman verið tekið til endurskoðunar og ekkert verður framkvæmt þar í vetur og janvel ekki á næstu árum.
Eins og allir vita, berst ríkisstjórnarnefnan gegn allri atvinnuuppbygginu á almennum vinnumarkaði og berst eins og grenjandi ljón fyrir því að auka atvinnuleysi og lengja og dýpka kreppuna um eins mörg ár og hún mögulega getur á þeim skamma tíma, sem hún veit að hún hefur til skemmdarverka sinna.
Ríkisstjórnarnefnan er föst í verksamningum vegna Tónlistar- og ráðstefnuhússins, þannig að dýrara yrði að hætta við byggingu þess, en að halda henni áfram.
Því miður er því ekki fyrir að fara um aðrar framkvæmdir, enda hefur allt slíkt verið slegið út af borðinu, þjóðinni og efnahagslífinu til mikillar óþurftar.
![]() |
Tónlistarhúsið kostar 26,5 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)