Ótýndur glæpalýður

Hér á blogginu hafa margir lýst samstöðu með málningarsletturum, eða a.m.k. sýnt samúð með gerðum þeirra, sem er alveg ótrúlegt út af fyrir sig.  Nú eru að koma upp á yfirborðið fréttir um að þessir glæpamenn hafa notað einhvers konar sýru, oftast til að hella yfir bíla, til að eyðileggja á þeim lakkið, en a.m.k. í einu tilfelli orðið til þess að slasa manneskju.

Það er ekki þessum fáráðlingum að þakka, að ekki hlaust stórslys af sýrunni, sem sett var í hurðarfalsinn á bíl Rannveigar Rist, því nánast heppni var að sýran fór ekki í auga hennar, sem hefði blindað hana.  Nógu slæmt er fyrir konuna að fá brunasár á kinnina, sem mun skilja eftir sig ör til frambúðar.

Þessi óþjóðalýður, sem líkast til heyrir til vitleysingasamtakann Saving Iveland, eða Öskru verður að fara að koma fyrir rétt og fá verðskuldaða refsingu fyrir verk sín.  Vonandi verður það fljótlega, svo þessum ófögnuði linni. 

Tími er til kominn, að einhver sem hefur samvisku og veit hverjir þessir einstaklingar eru, segi til þeirra og eins er vonandi að öfgarugludallar bloggsins hætti að mæra þá.


mbl.is Fékk sýru í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áróðursskattar vinstri grænna

Margt undarlegt hefur frést af vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og einstakra ráðherra, en fréttin um að iðnaðarráðherra hafi ekki heyrt minnst á umhverfis-, orku- og auðlindaskatta, sem ættu að gefa af sér 16 milljarða króna tekjur í ríkissjóð árlega, er með þeim skrítnustu og ótrúlegustu, sem fram hefur komið lengi.

Að þetta hafi ekki einu sinni verið rætt í ríkisstjórn, áður en Steingrímur J., frjármálajarðfræðingur, slengdi þessu á borð þjóðarinnar, kemur fram í máli iðnaðarráðherra, t.d:  "Þetta staðfestir Katrín í samtali við Morgunblaðið. Ljóst er að ákvæðið var sett inn á síðustu stundu, án kynningar. Litið er á málið sem klúður í stjórnkerfinu, ekki síst að nefna einnar krónu skatt á hverja kílóvattsstund í greinargerðinni, sem gæfi sextán milljarða."

Síða bætir ráðherrann við:  "Katrín segir það hafa verið mjög óheppilegt dæmi, en það sé búið og gert. Raunhæfara væri að tala um tíu aura og sólarlagsákvæði á alla slíka skatta, t.d. eftir þrjú ár, en það verði útfært nánar."  Ef þessi upphæð yrði lögð á, yrðu tekjurnar af skattinum 1,6 milljarður en ekki 16 milljarðar.  Þetta sýnir best ruglið í Steingrími J. og endurspeglar enn eitt ósættið innan ríkisstjórnarinnar, en hún virðist ekki geta afgreitt nokkurt einasta mál, án illinda milli stjórnarflokkanna.

Skýringin á þessu upphlaupi Steingríms J. er auðvitað ótti hans um að ríkisstjórnin springi á næstu dögum og þá verður hægt að nota þetta sem áróður til að sýna fram á hvað Vinstri grænir hafi verið trúir sinni stefnu og meira að segja verið búnir að leggja fram tillögur um "græna skatta", en því miður hafi stjórnin sprungið, án þess að þetta hefði fengist samþykkt. 

Þetta er semsagt áróðursbragð, sem ekki er sett fram í alvöru.  Ef svo ólíklega skyldi fara, að stjórnin spryngi ekki, er alltaf hægt að kenna samstarfsflokknum um, að Vinstri grænir hafi þurft að bakka út úr málinu.

Svona eru nú stjórnmálin ómerkileg þessa dagana.


mbl.is Ráðherra ókunnugt um skatta á þungaiðnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. október 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband