23.10.2009 | 15:53
Ekki fleiri umboðsmenn, takk
Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og atvinnulífsrógberi, hefur hrakist úr einu víginu í annað frá því á vormánuðum, vegna afstöðu sinnar til skuldavanda heimilanna. Í vor sagði hann að ekkert væri í raun hægt að gera til að létta greiðslubyrði heimilanna, annað en að lengja í húsnæðislánum um allt að 30 ár, þannig að þau yrðu til allt að 70 ára.
Smátt og smátt hefur hann þokast inná rétta braut í málinu og nú er búið að samþykkja ný lög um greiðslujöfnun afborgana, með tengingu við svokallaða lauajöfnunarvísitölu og lengingu um allt að þrjú ár, greiðist lán ekki upp á umsömdum lánstíma.
Þetta verður að teljast sanngjörn leið og munu flest lán greiðast upp á lánstímanum, eins og lög gera ráð fyrir, þegar lán eru tekin, því auðvitað er reiknað með að lán verði endugreidd að fullu, hvort sem lán er tekið í íslenskum krónum, eða erlendum gjaldeyri.
Davíð Stefánsson, þingmaður VG, sagði í umræðum um lagafrumvarpið, að hann hefði lagt til að stofnað yrði sérstakt embætti umboðsmanns skuldara og vel hefði verið tekið í það mál innan félagsmálanefndar.
Í núverandi niðurskurði ríkisútgjalda er algerlega út í hött að ætla að bæta við embættismannakerfið, sem þegar er risavaxið. Nóg er af embættismönnum, sem geta fjallað um svona mál, t.d. er þegar fyrir hendi embætti umboðsmanns neytenda. Í sparnaðarskyni ætti reyndar að leggja það embætti niður, enda óþarft.
Neytendastofa getur vel annast verkefni bæði umboðsmanns skuldara og umboðsmanns neytenda.
![]() |
Greiðslujöfnunarfrumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2009 | 13:34
Fokið í öll skjól ríkisstjórnarinnar
Nú er ekki fokið í flest skjól ríkisstjónarinnar, heldur öll, þegar verkalýðshreyfingin er farin að senda frá sér harðorðar ályktanir, vegna svika stjórnarinnar í öllum málum er varða stöðugleikasáttmálann.
Verkalýðhreyfingunni er stjórnað af fólki, sem flest gefur sig út fyrir að vera stuðningsmenn stjórnarflokkanna og því eru það stórtíðindi þegar svo harkalega er ályktað gegn félögum sínum í ríkisstjórn.
Samkvæmt fréttinni mun þetta verð tónninn í ályktun ársfundar ASÍ: "Minnt er á að með stöðugleikasáttmálanum skuldbundu stjórnvöld sig til að greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda. Þau hafi nú með aðgerðum sínum sett þær í uppnám. Slík framganga er óþolandi og er þess krafist að þau standi nú þegar við sitt, segir í drögunum að ályktun ársfundarins, sem reiknað er með að verði afgreidd upp úr hádeginu."
Í ályktunardrögunum er bent á fjölda verkefna, sem hægt væri að ráðast í á næstu vikum og mánuðum, ef vilji væri fyrir hendi að hálfu stjórnvalda og er það viljaleysi einnig gagnrýnt harkalega.
Þetta hefðu þótt hörð orð og stór, hefðu þau komið úr munni stjórnarandstæðinga.
![]() |
Stjórnvöld standi við sitt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.10.2009 | 13:13
Gengið sveiflast eftir geðþótta
Jóhanna, forsætisráðherralíki, og Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur, hafa marg lofað að gengið myndi styrkjast, fyrst þegar Davíð var rekinn úr Seðlabankanum, næst þegar umsóknin yrði send um inngöngu í ESB, svo þegar gengið yrði undir Icesavehelsið, við gerð stöðugleikasáttmálans o.s.frv.
Þar sem gengi krónunnar lýtur öðrum lögmálum en gaspri ráðherra, hefur nýjasti seðlabankastjórinn komið henni til hjálpar á ákveðnum gaspurtímabilum, t.d. núna síðast þegar fjármálajarðfræðingurinn kynnti nýjustu þrælaskilmála Breta og Hollendinga vegna Icesave. Þá, eins og nokkrum sinnum áður, dælir Seðlabankinn gjaldeyri inn á markaðinn til þess að styrkja gengið um nokkur prómill, en hættir því svo aftur eftir tvo til þrjá daga, með þeim afleiðingum að gengið fellur aftur í fyrra horf.
Blekkingarleik ríkisstjórnarinnar og meðreiðarsveina hennar virðist aldrei ætla að linna.
Raunverulegar aðgerðir til að styrkja gengið láta standa á sér, enda er kröftunum eytt í að flækjast fyrir atvinnulífinu og lengja og dýpka kreppuna.
![]() |
Engin inngrip og gengi krónunnar lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.10.2009 | 08:39
Ótrúleg skriffinnska
Samfylkingin er nú búin að skila inn svörum til ESB, vegna umsóknar sinnar um inngöngu í sambandið og eru svörin, ásamt fylgiskjölum, engin smásmíði, eða eins og segir í fréttinni: "Svörin telja 2600 blaðsíður auk fylgiskjala og er blaðafjöldi samtals 8870 síður. Unnu öll ráðuneytin að svörunum, auk fjölda undirstofnana."
Þessi ótrúlega skriffinnska var unnin á fáeinum vikum, enda sátu öll ráðuneytin við skriftirnar, ásamt undirstofnunum og verktökum utan úr bæ. Einnig var blaðahrúgan lesin yfir af aðilum atvinnulífsins og fleiri áhugalausum aðilum um málið.
Fjórir mánuðir eru síðan skrifað var undir svokallaðan stöðugleikasáttmála, en samkvæmt honum átti ríkisstjórnin að afgreiða ýmis mál, sem áttu að verða til að greiða fyrir eflingu atvinnulífsins og fjölgun starfa, en stjórnin hefur ekki staðið við eitt einasta atriði, sem þar var samið um.
Í ljósi þess, að allt kerfið hefur verið í vinnu dag og nótt fyrir Samfylkinguna vegna inngönguþrár hennar í ESB, þá þarf engan að undra, að ekki hafi fundist nokkur starfsmaður á lausu í kerfinu, til að vinna að uppfyllingu stöðugleikasáttmálans.
Það verður a.m.k. ekki sagt um "kerfið" að það hafi skilning á því, hvar þörfin fyrir kraftana er mest, þegar kreppan bítur sig stöugt fastar í þjóðlífið.
![]() |
Svör Íslands afhent í Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)