Ekki fleiri umboðsmenn, takk

Árni Páll Árnason, félagsmálaráðherra og atvinnulífsrógberi, hefur hrakist úr einu víginu í annað frá því á vormánuðum, vegna afstöðu sinnar til skuldavanda heimilanna.  Í vor sagði hann að ekkert væri í raun hægt að gera til að létta greiðslubyrði heimilanna, annað en að lengja í húsnæðislánum um allt að 30 ár, þannig að þau yrðu til allt að 70 ára.

Smátt og smátt hefur hann þokast inná rétta braut í málinu og nú er búið að samþykkja ný lög um greiðslujöfnun afborgana, með tengingu við svokallaða lauajöfnunarvísitölu og lengingu um allt að þrjú ár, greiðist lán ekki upp á umsömdum lánstíma.

Þetta verður að teljast sanngjörn leið og munu flest lán greiðast upp á lánstímanum, eins og lög gera ráð fyrir, þegar lán eru tekin, því auðvitað er reiknað með að lán verði endugreidd að fullu, hvort sem lán er tekið í íslenskum krónum, eða erlendum gjaldeyri.

Davíð Stefánsson, þingmaður VG, sagði í umræðum um lagafrumvarpið, að hann hefði lagt til að stofnað yrði sérstakt embætti umboðsmanns skuldara og vel hefði verið tekið í það mál innan félagsmálanefndar.

Í núverandi niðurskurði ríkisútgjalda er algerlega út í hött að ætla að bæta við embættismannakerfið, sem þegar er risavaxið.  Nóg er af embættismönnum, sem geta fjallað um svona mál, t.d. er þegar fyrir hendi embætti umboðsmanns neytenda.  Í sparnaðarskyni ætti reyndar að leggja það embætti niður, enda óþarft.

Neytendastofa getur vel annast verkefni bæði umboðsmanns skuldara og umboðsmanns neytenda.


mbl.is Greiðslujöfnunarfrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrdu elsku kallinn minn....thad ert thú sem tharft á einhverju ad halda gegn skrifraepu thinni. 

Satt og Rétt (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 16:14

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Algerlega sammála varðandi þennan umboðsmann. Endalaust hægt bæta við fólki á efstu hæðinni virðist vera.

Finnur Bárðarson, 23.10.2009 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband