15.10.2009 | 16:22
Ríkisstjórnin með allt á síðustu stundu
Skrifað var undir stöðugleikasáttmála Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambansins og ríkisstjórnarinnar fyrir tæpum fjórum mánuðum síðan og frá þeim tíma hefur ríkisstjórnin ekki staðið við eitt einasta atriði, sem að henni sneri í sáttmálanum.
Ríkisstjórnin lofaði að niðurskurður ríkisútgjalda skyldi nema 60% af fjárþörf næsta árs, en skattahækkanir skyldu ekki verða meiri en 40%. Með fjárlagafrumvarpinu var þessu algerlega snúið við og þar var boðuð aukning skattpíningar að upphæð 62 milljarðar króna á móti niðurskurði að upphæð 38 milljörðum króna.
Ríkisstjórnin ætlaði að gera sitt til að stýrivextir yrðu komnir niður fyrir 10%, fyrir 1. nóvember, en þeir hafa ekkert lækkað ennþá. Stjórnin lofaði að flækjast ekki fyrir atvinnuuppbyggingu í landinu, þar á meðal að greiða fyrir öllum framkvæmdum við orkuöflun og byggingu álvers í Helguvík og á Bakka við Húsavík, en það hefur allt verið svikið og flækjufóturinn settur fyrir allar tilraunir til að koma framkvæmdum í gang. Svona mætti áfram telja, lengi.
Nú eru öll mál varðandi stöðugleikasáttmálann komin í tímaþröng og aðeins vika til stefnu þar til ársfundur ASÍ verður haldinn og segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, af því tilefni: "Síðustu daga hefur verið unnið á grundvelli minnisblaðs sem SA og ASÍ lögðu fram um gang þeirra mála sem fjallað er um í stöðuleikasáttmálanum. Segir Vilhjálmur að þar komi fram að æði mikið sé útistandandi af því sem rætt var um að gera. Á þessari stundu sé langt í land að viðunandi niðurstaða fáist og því þurfi allir að búa sig undir þá hörmulegu stöðu að kjarasamningar verði ekki framlengdir."
Ætli ríkisstjórnin fari að vakna af Þyrnirósarsvefninum, eða ætlar hún að sofa í hundrað ár?
![]() |
Nýja áætlun um afnám haftanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 14:16
Bankamenn með bakþanka
Flestir yfirmenn föllnu bankanna eru fluttir úr landi og nota nú reynslu sína til "ráðgjafastarfa" erlendis, enda hafa þeir af nógu að miðla, um hvernig á ekki að reka banka, eða stunda aðra fjármálastarfsemi. Hins vegar er ekkert vitað, hvort mikil eftirspurn sé eftir þessum "ráðgjöfum".
Sumir bankasnillinganna eru þó komnir með einhverja bakþanka um frammistöðu sína og glöggskyggni á liðnum árum, því haft er eftir Ármanni Þorvaldssyni, fyrrverandi forstjóri Kaupthing Singer & Friedlander, að: "Þegar ríkið hafi þjóðnýtt Glitni þá var ástandið orðið vonlaust. Það sé eitthvað sem hann sjái nú en gerði sér ekki grein fyrir á þeim tíma. Á þeim tíma gagnrýndu bankamennirnir ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki stutt bankana."
Á síðasta ári kvörtuðu bankasnilligarnir mikið yfir því, að seðlabankinn veitti þeim ekki nógu mikinn fjárhagslegan stuðning og gerðu mikið úr því að gjaldeyrisvarasjóðurinn væri ekki nógu stór, til að banki bankanna gæti ausið gjaldeyrislánum til bankanna, en nú segir Ármann: Þegar ég lít til baka. Þá set ég spurningarmerki við hvort það hefði verið réttlætanlegt að setja svo mikið fé inn í fjármálakerfið."
Banka- og útrásarmafian fór mikinn á þessum tíma og sagði öllum til syndanna, sem dirfðust að efast um snilli þeirra og framsýni og voru slíkar raddir umsvifalaust kæfðar og gagnrýnendur sagðir skilningslausir og öfundsjúkir úr í "íslenska módelið".
Nú eru snillingarnir sjálfir flúnir land og búnir að viðurkenna að "íslenska módelið" var bara rugl og glæpamennska.
Það sem er verra, er að almenningur á Íslandi þarf að taka afleiðingunum.
![]() |
Flestir lykilmennirnir farnir frá Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 11:44
Berjast á "gagnlegum fundum"
Alþingi samþykkti ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans með fyrirvörum á sumarþingi, eftir þriggja mánaða umfjöllun, sem endaði með því að ríkisstjórnin missti yfirráð sín á málinu, en nýr þingmeirihluti skapaðist um niðurstöðuna.
Eitt af skilyrðunum fyrir því að ríkisábyrgðin tæki gildi, var að Bretar og Hollendingar myndu samþykkja þá skriflega. Ríkisstjórninni var falið að annast það mál, en síðan hefur hvorki gengið eða rekið, enda sömu menn að ræða við þrælahaldarana og gerðu upphaflega samninginn, sem allir eru sammála um að hafi verið versti samningum Íslandssögunnar.
Hvernig á sama samninganefndin að geta horft framan í viðsemjendurna og útskýrt fyrir þeim, að nefndin sé heima fyrir álitin háðuglegasta og lélegasta samninganefnd sögunnar og sé komin til baka til að kynna þær endurbætur á samningsbullinu, sem Alþingi hafi komist að niðurstöðu um?
Að sjálfsögðu taka þrælapískararnir ekkert mark á þessari samninganefnd lengur, frekar en Íslendingar gera og því óskiljanlegt að ekki skuli skipuð ný nefnd til þessarar kynningar á fyrirvörunum.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa setið tugi "gagnlegra funda" með Bretum, Hollendingum, ESB og AGS, en enginn virðist taka hið minnsta mark á þeim, eða vilja slaka á sínum kröfum að neinu leyti.
En allar hafa þessar viðræður verið "afar gagnlegar" og vonandi kemur niðurstaða seinnipartinn í dag, á morgun, fyrir helgi eða mánaðamót.
Þetta hafa Íslendingar þurft að hlusta á í tvo mánuði og svo verður sjálfsagt eitthvað lengur.
![]() |
Berjast til að ná Icesave-sátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2009 | 10:07
Skattgreiðendur í ábyrgð fyrir erlenda bankaeigendur
Nú hefur verið samþykkt, að erlendir kröfuhafar eignist 95% hlutafjár í Íslandsbanka og líklega munu kröfuhafar Kaupþings eignast 98% hlutafjár þess banka um mánaðamótin næstu. Það er fagnaðarefni, að bankarnir skuli komast úr ríkiseigu með þessu móti og vonandi verður það til þess, að alvöru samkeppni skapist á bankamarkaði.
Auðvitað munu kröfueigendurnir reyna að reka þessa íslensku banka sína á þann hátt, að þeir skili eigendum sínum sem mestum hagnaði, í því skyni að vinna til baka það tjón, sem gömlu bankarnir ollu þeim, en það nemur þúsundum milljarða. Það tap munu þeir reyna að endurheimta með hagnaði af nýju bönkunum sínum.
Auðveldasta leiðin til þess er að stofna útibú í ESB löndunum og safna þar innistæðum í svo miklum mæli, að ekki ráðist neitt við neitt og bankarnir hrynji svo að lokum, eins og fyrirrennarar þeirra gerðu síðast liðið haust. Þá þarf bara að koma peningunum undan og láta ábyrgðina falla á íslenska skattgreiðendur, eins og ríkisstjórnin er að gera núna, vegna fyrirrennara þessara nýju einkabanka.
Með samþykkt á ríkisábyrgð fyrir skuldum einkabanka, í þessu tilfelli Icesave skuldum Landsbankans, er verið að setja fordæmi til framtíðar og íslenskir skattgreiðendur geta aldrei aftur um frjálst höfuð strokið vegna yfirvofandi nýrrar bankakreppu.
Skyldi ríkisstjórnin ekki gera sér grein fyrir því, hvaða fordæmi hún er að setja?
![]() |
Íslandsbanki í erlendar hendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)