12.10.2009 | 22:11
Vel tímasettir útreikningar
Nýbúið er að birta skýrslur frá Fjármálaráðuneytinu sem útlista þann ömurleika, sem bíða Íslendinga ef ekki verður gengið að ýtrustu kröfum Breta og Hollendinga. Þá mun allt nánast leggjast í rúst í landinu, atvinnuleysi rjúka upp úr öllu valdi, matsfyrirtæki munu setja landið í ruslflokk, engin lán fást frá útlöndum og sultur og seyra blasa við hverju heimili landsins.
Nú eru birtar þær stórkostlegu fréttir, að áætlað sé að 90% muni fást upp í forgangskröfur Landsbankans og þar með muni ekki nema 75 milljarðar króna falla á ríkissjóð vegna Icesave, að viðbættum smávægilegum vöxtum. Ekkert er að vísu minnst á það smáatriði, að fram að þessu hafa allar áætlanir hljóðað upp á 600 ti 1.000 milljarða króna og ekkert útskýrt hvernig mismunurinn gufaði upp. Það er náttúrlega bara aukaatriði.
Allir eiga að sjá það í hendi sér, að algert óráð væri að mótmæla nokkrum kröfum þrælapískaranna fyrir svona skítterí, eins og 75 milljarðar eru, með örlitlum vöxtum. Einhvern næstu daga verður samkvæmt þessu einfalt og fljótlegt að renna í gegnum Alþingi nýjum lögum, til að tryggja velmegun þjóðarinnar til frambúðar, með staðfestingu upphaflega Svavarssamningsins.
Spunameistarar ríkisstjórnarinnar hljóta að vera ánægðir með vel unnin störf, eftir þessa fréttafléttu sína.
Þei hljóta að trúa því, að lýðurinn kokgleypi þetta alveg hrátt.
![]() |
90% upp í forgangskröfur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.10.2009 | 15:42
Rétt hjá Sigurjóni
Sölvi Tryggvason, fréttamaður, sendi fyrirspurnir varðandi Icesave til Sigurjóns Þ. Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, aðallega hvort hann hefði talið að ríkisábyrgð ætti að vera á Icesave reikningum bankans í Bretlandi og Hollandi.
Að sjálfsögðu svarar Sigurjón því neitandi, enda getur hver maður, sem er læs, lesið tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði og þar stendur það svart á hvítu, að ríkisábyrgð skuli ekki vera á slíkum sjóðum. Margoft hefur verið bent á þessi einföldu sannindi og í svari Sigurjóns kemur fram: Auk þess sem ég held að það myndi ekki standast samkeppnisreglur EB ef það væri ríkisábyrgð á þessum sjóðum . Þá er augljóslega ekki sama frá hvaða landi banki býður þjónustu sína. Styrkur ríkisins á bak við hann skiptir þá öllu máli en ekki bankinn og það er í andstöðu við reglur um jafna samkeppnisstöðu.""
Þetta er algerlega augljóst, enda hefðu Bretar og Hollendingar þá ekki þurft að þvinga Alþingi Íslendinga, með efnahagsstríði, til að samþykkja ríkisábyrgð á Icesave reikningana eftirá.
Landsbankinn féll ekki vegna Icesave, heldur vegna ótrúlegrar útlánastefnu, sem þar að auki var nánast örugglega í mörgum tilfellum brot á ýmsum lögum um bankastarfsemi og vonandi fer rannsóknum á einhverjum þeirra brota að ljúka fljótlega.
Icesave var ótrúlega klaufalegt útspil af hálfu Landsbankans og því verður með illu klínt á íslensku þjóðina. Þrátt fyrir að löglega hafi verið staðið að þeim reikningum, er jafnvíst að flest annað í rekstri Landsbankans, sem og hinna bankanna, mun ekki standast gagnvart lögum.
Í afplánuninni má þó alltaf ylja sér við að Icesave hafi verið "tær snilld".
![]() |
Sigurjón: Ekki ríkisábyrgð á Icesave |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.10.2009 | 10:18
Hringdansarinn Jóhanna
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherralíki, fer heilan hring í svari sínu til norska retmiðilsins ABC Nyheter, þegar hún segir að gott væri að fá lán frá Norðmönnum, sem ekki væri tengt Icesave, en hinsvegar þurfi Íslendingar ekki á slíku láni að halda, af því að þeir séu búnir að semja um nógu mikið af lánum sem tengjast Icesave.
Orðrétt hefur netmiðillinn þetta eftir forsætisráðherralíkinu: Vissulega hefði verið þýðingarmikið að hafa aðgang að láni af stærðargráðunni 100 milljarðar norskra króna, einkum ef það væri ekki tengt Icesave og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. En ekkert bendir til þess, að við þurfum stærri lánapakka en þann sem þegar hefur verið samið um."
Eins og allir vita, hefur ekki verið samið um nein lán, sem ekki tengjast Icesave og AGS.
Jóhönnu hefur oft tekist vel upp í ruglinu og þarna bregst henni ekki aulagangurinn, eins og hennar var von og vísa. Varla er hægt að dansa hringdansinn af meiri krafti en þetta.
Er einhver hissa á því lengur, að gert sé grín að Íslendingum í útlöndum og ríkisstjórnin höfð að háði og spotti, nánast hvar sem um hana er fjallað?
![]() |
Ekki þörf á norsku láni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
12.10.2009 | 08:35
Ríkisstjórnin vekur litla bjartsýni
Bloomberg fréttaveitan dregur upp dökka mynd af ástandinu á Íslandi, ári eftir hrun, og eftir að hafa farið yfir stöðuna fram að þessu, spáir Bloomberg að ástandið á næsta ári verði ennþá verra, en það hefur verið þetta árið.
Nóg er að vitna til nokkurra setninga í úrdrætti mbl.is úr grein Bloombergs, til að sjá hvernig um ástandið er fjallað, t.d: "Samdrátturinn á Íslandi verður um 8,5% í ár og verðbólga verður um 11,7%. Samkvæmt nýrri skýrslu AGS er þetta það versta meðal þeirra 33 ríkja sem teljast vera með þróað hagkerfi. Á sama tíma og ástandið virðist vera að batna annars staðar í heiminum þá verður ástandið væntanlega enn verra á Íslandi á næsta ári.
Einnig þetta: "Krónan hefur veikst um 53% gagnvart Bandaríkjadal frá því í byrjun nóvember 2007 og hefur enginn gjaldmiðill sem Bloomberg fylgist með, alls 175 gjaldmiðlar, veikst jafn mikið. Enginn hlutabréfavísitala hefur lækkað jafn mikið í heiminum og sú íslenska. Skráðum félögum hefur fækkað úr 22 í 10. Hvergi í Evrópu eru stýrivextir jafn háir og á Íslandi. Ef litið er til þeirra 58 seðlabanka heims sem Bloomberg er með á skrá hjá sér þá eru stýrivextir hærri í Pakistan og Líbanon en þar eru þeir 13%."
Þrátt fyrir þessar horfur, er þess getið að sjávarútvegur og ferðaiðnaður hafi vaxið og dafnað í kreppunni, vegna mikillar lækkunar á gengi krónunnar, þannig að ekki sé allt alsvart framundan.
Hins vegar er allt sem snýr að ríkisstjórn að vinna að og bæta úr, í kaldakoli og ekkert hefur þar þokast í jákvæða átt.
Enda reynir ríkisstjórnin hvað hún getur að lengja kreppuna og dýpka hana með aðgerðum sínum og/ eða aðgerðarleysi.
Eins og sést á grein Bloomberg tekst ríkisstjórninni vel upp í því efni.
![]() |
Lítil bjartsýni í umfjöllun um Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2009 | 01:29
Léleg íslensk blaðamennska
Breska blaðið Daily Telegraph fjallar um aðkomu endurskoðenda og lögfræðinga að viðskiptum Bakkavararbæðra við Existu, þegar þeir yfirtóku Bakkavör á nánast engu verði, en bræðurnir eru stærstu eigendur beggja fyrirtækjanna.
Að breska blaðið tekur þetta til umfjöllunar vekur helst athygli fyrir það, að íslensk blöð hafa nánast ekkert fjallað um hlut lögfræðinga og endurskoðenda í öllu útrásarruglinu, því allir bankar og útrásarfyritæki höfðu her lögfræðinga og endurskoðenda í sínum röðum, til þess að láta allar sínar gerðir líta út sem löglegar og eðlilegar.
Allur fyrirtækjakóngulóarvefurinn var spunninn af stærstu lögfræðistofum landsins og öll helstu endurskoðurnarfyritækin blessuðu ársreikninga vefsins og létu þá líta út eins og eigendunum kom best, t.d. með ofmati á allskyns eignum þeirra, að ekki sé talað um viðskiptavildina.
Jafnvel þó sérstakur saksóknari hafi gert húsleitir hjá þessum stofum, finnst íslenskum fjölmiðlum ekkert fréttnæmt við það, en í öðrum löndum þykir það stórmál, þegar endurskoðunarfyrirtæknin sæta slíkum rannsóknum.
Það er aumt fyrir Íslendinga að þurfa ávallt að fá merkustu fréttirnar af rannsókn hrunafyrirtækjanna úr erlendum fjölmiðlum.
![]() |
Fjallað um aðkomu Deloitte |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)