Færsluflokkur: Bloggar

Ráðherrar ráðleggja björgunarsveitunum

Til allrar hamingju fyrir íbúa hamfarasvæðanna vegna eldgossins eru ráðherrarnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ögmundur Jónasson komnir austur til að ráðleggja björgunarsveitum og öðrum skipuleggjendum og starfsfólki hjálparstarfs um hvernig að haga beri aðgerðum á svæðunum.

Í fréttinni kemur fram m.a: "Ráðherrarnir munu í dag kynna sér aðstæður á hamfarasvæðinu og m.a. funda með vettvangsstjórn aðgerða á Kirkjubæjarklaustri."  Vonandi verður þessi fundur með ráðherrunum gagnlegur fyrir vettvangsstjórnina og hún læri eitthvað um hvernig aðstoðar- og björgunarstörfum skuli hagað við þær erfiðu aðstæður sem við er að glíma á hamfarasvæðinu.

Þó ljótt sé að hafa svona mál í flimtingum verður þó að meta ráðherrunum það til tekna, að strax fór að draga úr gosinu eftir að þeir mættu á svæðið.

Vonandi lofa þeir þó ekki íbúunum að ríkisstjórnin muni "slá skjaldborg" um heimili þeirra og bújarðir, því reynsla landans af slíkum loforðum er vægast sagt hræðileg.

Hugur landsmanna allra er hjá fórnarlömbum hamfaranna og vonir um að þessum hörmungum fari senn að linna.  

Er þar að sjálfsögðu átt við eldgosið en ekki ráðherraheimsóknina. 


mbl.is Ráðherrar kynna sér aðstæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphafið að endalokum VG

Flokksráðsfundur VG um helgina virðist ætla að sýna sig að vera upphafið að endalokum VG sem stjórnmálaflokks. Allt púður var úr formanni flokksins og óánægja og samstöðuleysi áberandi meðal fundarfulltrúanna.

Annað sem styður þá kenningu að endalokin séu skammt undan kristallast í þessari setningu í fréttinni af fundinum: "Þá telja VG-félagar sem rætt var við í gær að valdabarátta sé í uppsiglingu innan VG um það hver eigi að taka við af Steingrími J. Sigfússyni, þegar hann hættir sem formaður flokksins. Eru þær Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir taldar vera þeir tveir kandídatar sem helst muni berjast um tignina."

Helsti stuðnings- og baráttumaður fyrir því að Svandís verði næsti formaður er faðir hennar Svavar Gestsson, sem jafnframt er faðir Icesave I og þeirra hörmunga sem leiða átti yfir þjóðina með því að keyra þann samning í gegnum þingið, án þess að þingmenn fengju svo mikið sem að fá að sjá hann eða lesa.

Verði Svavari að þeirri ósk sinni að troða dótturinni í formannsstólinn í VG, þegar að því kjöri kemur, mun flokkurinn springa í loft upp með miklu brauki og bramli og syrgjendur verða fáir við útförina.

Með kosningu Katrínar yrðu lífdagarnir eitthvað talsvert fleiri og andlátið miklu hægara og friðsælla, en eftir sem áður er flokkurinn kominn að fótum fram og ólíklegt að hægt verði að bjarga lífi hans úr þessu.

 


mbl.is Talið er að formannsslagur í VG sé hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

20% lífvera þekkt á jörðinni - hvað um alheiminn?

Árlega uppgötvast fjöldi áður óþekktra lífvera á jörðinni, svo sem bakteríur, plöntur, skordýr og jafnvel ný tegundarafbrigði spendýra. Meðal tíu merkustu uppgötvana síðasta árs á þessu sviði eru ný tegund kakkalakka, sjálflýsandi sveppur, ryðétandi baktería, risablóðsuga og antilópa.

Í viðhangandi frétt um málið segir m.a: "Vísindamenn telja að allar þær tegundir sem hafa uppgötvast og verið skráðar frá árinu 1758 séu aðeins um 20% þeirra plantna og dýra sem eru til á jörðu. „Það er raunhæft að áætla að enn eigi eftir að skrá, nefna og flokka um 10 milljón tegundir. Fyrr getum við ekki öðlast til fullnustu skilning á margbreytileika lífríkisins.""

Samkvæmt þessu er óralangt þangað til vísindindamönnum tekst að skilja lífið og tilveruna á jörðinni fullkomlega og því verður að telja, að í raun og veru sé ennþá til þess að gera lítil þekking á því sem lifir og hrærist á þessari agnarsmáu plánetu, sem er ekkert nema rykkorn í alheiminum.

Þrátt fyrir þessa takmörkuðu vitneskju um það sem hrærist í eigin ranni, telja ýmsir sig þess umkomna að halda því fram að hvergi í hinum víða alheimi hrærist nokkurt lífsmark af nokkru tagi og að mannskepnan sé fullkomnasta fyrirbæri sem fyrirfinnist, þó þegar þekkt sólkerfi skipti tugum- eða hundruðum þúsunda og þá eingöngu þau talin sem hægt er að greina með fullkomnustu sjónaukum sem hægt hefur verið að smíða og koma á braut um jarðkúluna og hennar allra næsta nágrenni.

Það skyldi þó aldrei vera, að jörðin og það líf sem þar þrífst, þ.m.t. mannskepnan, sé hreint ekki það merkilegasta sem fyrirfinnst í óravíddum geimsins.


mbl.is 80% tegunda heims enn óþekkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í fangelsi strax og mál upplýsast

Harkan í fíkniefnaheiminum virðist fara sívaxandi hér á landi og fantaskapurinn við innheimtumál í þeirri veröld slíkur, að með sama áframhaldi getur hann varla endað nema á einn veg, þ.e. með dauða skuldarans.

Glæpaklíkur sýnast einnig vera að hreiðra um sig í landinu í æ meiri mæli og hrottaskapur innan þeirra og ekki síður á milli slíkra hópa eykst með ári hverju og er það þróun sem lögreglan óttast einna mest um þessar mundir, enda klíkufélagar farnir að gagna um vopnaðir og beita þeim hver á annan og ekki síður við innheimtur fíkniefnaskulda.

Við handrukkun er oft beitt mikilli hörku og virðast glæpamennirnir lítið óttast að verða gripnir fyrir slíkt athæfi, enda er þeim alltaf sleppt að yfirheyrslum loknum, enda játa þeir oftast glæpi sína því þá "telst málið vera upplýst". Síðan líða mánuðir og ár þar til dæmt er í slíkum málum og þar á eftir hefst bið eftir afplánun, sem dregist getur mánuðum saman til viðbótar og jafnvel fallið algerlega niður vegna fyrningar.

Brýnt er að koma upp stóru fangelsi, þannig að svona glæpalýð þurfi ekki að sleppa lausum að yfirheyrslum og játningum loknum, heldur verði hægt að færa hann beint fyrir dómara og þaðan í umsvifalausa afplánun fangelsinsdóma.

Svona hrottalegum glæpum fækkar ekki nema úrræði séu fyrir hendi til að taka hrottana umsvifalaust úr umferð.


mbl.is Börðu mann með járnstöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Icesaveniðurstaðan veitir fordæmi

Spánverjar hópast þessa dagana á torgum ýmissa borga landsins og mótmæla því hvernig óráðssía banka- og fjármálamógúla er látin bitna á skattgreiðendum og benda á Ísland sem fyrirmynd vegna afstöðu almennings og yfirvalda varðandi bankahrunið, sem íslensk útrásar- og bankagengi ollu.

Í viðhangandi frétt vekur eftirfarandi sérstaka athygli í ummælum Elenu Guijarra Garcia, sem bjó á Íslandi um þrettán ára skeið: "Greinilegt sé samt að Ísland sé fyrirmynd, þó hún sé einfölduð, enda sé ímynd landsins mjög jákvæð, ekki síst eftir að Icesave lögunum var hafnað. Elena segir Spánverja almennt líta svo á að Íslendingar séu eina þjóðin sem hafi spyrnt við fæti og neitað að láta allt yfir sig ganga."

Af þessum orðum sést, að spádómar um að neitun íslenskra skattgreiðenda á því að taka á sínar herðar ábyrgð og kostnað vegna ævintrýramennsku Landsbankamafíunnar við öflun rekstrarfjár fyrir bankann og þá auðróna sem honum tengdust, en almenningur tengist ekki neitt eða bar ábyrgð á.

Víðar en á Spáni hafa skattgreiðendur tekið afstöðu Íslendinga sér til fyrirmyndar og gera nú sömu kröfur um að þeim sem bankakerppunni í þeirra heimalöndum ollu, verði sjálfir dregnir til ábyrgðar á gerðum sínum og látnir svara til saka fyrir þær.

Þrátt fyrir þann misskilning Spánverja að íslenskir bankamenn sitji flestir í tugthúsi nú þegar, eru miklar líkur á að svo verði áður en yfir lýkur og þegar sér fyrir endann á erfiðum og tímafrekum rannsóknum á misgjörðum þeirra.


mbl.is Spánverjar „eru Ísland“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki gáfuleg tekjuskipting

Eftir áralanga smíd frumvarpa um nýtingu sjávaraudlindarinnar, hefdi verid haegt ad aetlast til ad ríkisstjórninnni hefdi átt ad takast ad koma fram med frumvarp sem vit vaeri í, en thvi midur virdist thad hafa verid algerlega óraunhaefar vonir, eins og raunin hefur verid med adrar framkvaemdir og tillogur thessarar stjórnar.

Ad láta sér detta í hug ad skattleggja sjávarútveginn um tugi milljarda og láta svo tekjurnar eingongu renna til theirra sveitarfélaga sem liggja ad sjó og ekki einu sinni skipta theim jafnt nidur thar, er algerlega út í hott og fáránleiki hugmyndarinnar kristallast í eftirfarandi athugasemd Fjármálaráduneytisins um thessar tillogur:

"Á sama hátt kynnu að vakna spurningar um hvort t.d. auðlindagjöld, sem lögð væru á vatnsafls- eða jarðhitavirkjanir, ættu fremur að renna til sveitarfélaga þar sem svo vill til að orkuvinnslan er staðsett, eða hvort skattar af veltu af verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu ættu að renna til þeirra sveitarfélaga en ekki annarra, eða að eldsneytisgjöld af umferð á höfuðborgarsvæðinu ætti ekki að renna til að fjármagna samgöngumannvirki sem staðsett væru í öðrum landshlutum."

Segir thetta ekki allt sem segja tharf um thessar ótrúlega vanhugsudu tillogur?


mbl.is Í bága við stjórnarskrá?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Borgarstjóri vitkast

Taka ber undir fognud Honnu Birnu vegna ummaela borgarstjóra um ad hinn nýji meirihluti hafi tekid vid svo gódu búi og ad stada borgarinnar sé svo sterk ad haegt sé ad laekka útsvarid, eda a.m.k. draga til baka thaer haekkanir sem Besti flokkurinn og Samfylkingin hafa dembt á borgarbúa.

Thetta er líklega thad allra fyrsta af viti, sem frá borgarstjóranum hefur komid á thví ári sem lidid er frá kosningu hans og mikid fagnadarefni ad slíkum áfanga skuli nú vera nád.

Batnandi manni er best ad lifa og vonandi mun eitthvad fleira skynsamlegt hrjóta af vorum borgarstjórans ádur en kjortímabilinu líkur.


mbl.is Fagnar ummælum borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harpa er farin ad vekja athygli umheimsins

Ekki tók Horpuna langan tíma ad komast á heimskortid med odrum honnunar og byggingarlistarafrekum, enda ekki nema tvaer vikur sídan húsid var tekid í notkun og strax búin ad fá sín fyrsu althjódlegu verdlaun fyrir arkitektúr.

Í fréttinni segir:  "Er Harpa í hópi með 11 öðrum byggingum í löndum á borð við Indland, Kína, Mexíkó, Brasilíu, Ítalíu, Grikklandi, Kanada, Taívan, Japan og Spáni sem hljóta verðlaunin að þessu sinni."

Thetta er mikil vidurkenning og lyftistong fyrir íslenskan arkitektúr og byggingaridnad og er án vafa adeins fyrsta vidurkenningin af morgum, sem adstandendur hússins og thad sjálft á eftir ad hljóta í framtídinni.

Íslendingar geta og mega vera stoltir af thessu byggingarlistaverki sínu.


mbl.is Harpa hlýtur alþjóðleg verðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin og AGS hafa logið að þjóðinni um framtíðarhorfurnar

Viðskiptaráð birtir á vef sínum umsögn um spá AGS um efnahagshorfur hér á landi til ársins 2016 og er það ófagur lestur og reyndar er spá AGS ekki í neinum takti við það sem fulltrúar sjóðsins og ríkisstjórnin hafa áður kynnt fyrir landsmönnum.

M.a. segir Viðskiptaráð: „Litlu breytir ef horft er til „endurreisnaráranna“, þ.e. 2010 til 2013 þá fæst sama niðurstaða eða níunda neðsta sæti. Ef menn vilja teygja sig enn frekar og horfa til 2011 til 2016 þegar öll áhrif og eftirköst kreppunnar ættu að vera komin fram þá er hagvöxtur enn afar veikur og er Ísland þá í 144 sæti af 183 löndum. Hvernig sem horft er á þessar tölur þá er ljóst að batinn er langt frá því að vera viðundandi."

Þetta er skelfileg spá og það er nánast algerlega í höndum ríkisstjórnarinnar að sjá til þess að hún rætist ekki.  Stjórnin verður að snúa af þeirri braut að berjast með kjafti og klóm gegn hvers kyns atvinnuuppbyggingu í landinu, sérstaklega stóriðju, enda mun ekkert koma landinu út úr kreppunni annað en meiri atvinna og aukin verðmætasköpun.

Til þess að koma atvinnuleysinu niður í "eðlilegt" horf þarf hagvöxtur að verða 4-5% árlega næstu árin og það gerist ekki nema með mikilli erlendri fjárfestingu og trú íslenskra fyrirtækja á viðunandi rekstrargrundvöll.

Ríkisstjórninni ber að skapa grundvöllinn fyrir atvinnulífið að starfa á.  Verði hann í lagi mun uppbyggingin hefjast og annars ekki. 

 


mbl.is Horfur einna dekkstar á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt kvótaklúður og einelti Samfylkingarinnar

Ríkisstjórnin setti á fót sérstaka nefnd sem hafði það eitt hlutverk að vinna að sáttum um fiskveiðistjórnunarkerfið og skilaði hún af sér "sáttatillögu" í september 2010, eða fyrir um níu mánuðum, sem telst vera fullur meðgöngutími.

Strax eftir að "sáttanefndin" skilaði tillögum sínum blossaði upp mikil ósátt innan og milli stjórnarflokkanna um málið og hefur Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, verið í gíslingu ýmissa stjórnarþingmanna fram á þennan dag og því ekki getað komið frá sér frumvarpi um málið, sem þó var búið að boða að lagt yrði fram í síðasta lagi í febrúarmánuði síðast liðnum.

Á þriðjudaginn mætti Jón loksins á ríkisstjórnarfund með frumvarpsdrög, en þá brá svo við að Samfylkingin trylltist og haft var eftir þingmanni flokksins, að engu líkara væri en að hópur simpansa hefði skrifað það og var Jón gerður afturreka með málið, en fyrirskipað að skila "fullbúnu" frumvarpi á aukafund ríkisstjórnarinnar sem halda átti í gærkvöldi. Vegna stríðsins milli stjórnarflokkanna var þeim fundi aflýst, en málið tekið upp á reglubundnum stjórnarfundi í morgun, en Jón gerður afturreka með það enn á ný.

Nú segir sjávarútvegsráðherrann, valdalausi, að hann geti ekkert sagt um það, hvenær frumvarpið verði lagt fram, en vonandi verði það fyrir þinglok í vor.

Þetta er að verða eitt vandræðalegasta mál ríkisstjórnarinnar frá upphafi og er þó af nægu að taka í klúðurs- og vandræðagangi á þeim bænum.

Samfylkingin lætur ekki deigan síga gegn Jóni Bjarnasyni, enda hennar heitasta ósk að bola honum úr embætti, en fyrir því er auðvitað ekki stuðningur innan stjórnarliðsins og því öllum brögðum beitt til að fá hann til að gefast upp á embættinu og segja því lausu "sjálfviljugum".

Annað eins einelti af hálfu stjórnarflokks gegn ráðherra í ríkisstjórn hefur aldrei fyrr sést í stjórnmálsögu þjóðarinnar.


mbl.is Kvótafrumvörp ekki afgreidd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband