Færsluflokkur: Bloggar

Óheppnasta flugfélag í heimi?

Iceland Express, sem gefur sig út fyrir að vera flugfélag en er það ekki, hlýtur að vera óheppnasti ferðaþjónustuaðili í veröldinni, miðað við allar tafir, seinkanir og bilanir, sem hjá félagið upp á nánast hvern einasta dag.

Þar að auki er félagið einstaklega óheppið með samstarfsfyrirtæki erlendis, a.m.k. ef mark er takandi á afsökunartilkynningum félagsis vegna allra þeirra vandamála sem við er að glíma í rekstri þessa félags, umfram önnur í sambærilegum viðskiptum. Félagið birti heilsíðuauglýsingu með afsökunum á þeim töfum sem einkennt hafa allt áætlunarflug félagsins og lofaði bót og betrun í þeim efnum. Mánuðinn eftir afsökunina reyndust aðeins 38% áætlunarferða IE vera innan ásættanlegra tafamarka og mun það hafa verið slakasta útkoma allra flugrekstraraðila veraldarinnar. Líklega munu þó ekki öll flugfélög þriðja heims ríkja hafa verið með í þeim samanburði.

Þegar farþegar félagsins frá París urðu fyrir eins og hálfs sólarhrings seinkun á áætlun og var hrúgað saman á hótelherbergi með ókunnugu fólki, bar fulltrúi IE því við, að um algera handvömm samstarfsfyrirtækis þeirra í París væri að ræða og taka þyrfti til skoðunar að finna nýjan þjónustuaðila þar í borg. Nú verður fjórtán ára stúlka fyrir því að verða skilin eftir á flugvellinum í Billund, vegna yfirbókunar, og þá er atvikinu að sjálfsögðu vísað á það þjónustufyrirtæki sem IE er svo óheppið að vera í viðskiptum við þar á bæ, enda stóð ekki á yfirlýsingu um að líklega þyrfti að leita að nýjum samstarfsaðila þar í borg, rétt eins og í París.

Eftirfarandi orð Heimis Más Péturssonar, upplýsingafulltrúa IE, verða líklega einkunnarorð félagsins framvegis: "Við þurfum auðvitað að íhuga það hvort við höldum áfram viðskiptum við félag sem hagar sér með þessum hætti."

Það er sannarlega ekki ofsögum sagt af einstakri óheppni Iceland Express, a.mk. með val á samstarfsfyrirtækjum.


mbl.is Asa starfsmanns um að kenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjaldgæf tölvuafrit

Enn birtist frétt af miklum gagnamissi tölvueiganda þegar tölvu hans er stolið, en ótrúlega oft virðist sú saga endurtaka sig.

Í frétt dagsins af slíku máli er það Anna Mjöll Ólafsdóttir, söngkona, sem fyrir tjóninu varð, en hún segir um m.a. um málið: "My laptop which I never ever back up and has my entire life on it, was just stolen out of my car on Melrose Blvd earlier today."

Það verður að teljast ótrúlegt kæruleysi af fólki, að afrita aldrei gögnin af tölvum sínum, hvort sem um borð- eða fartölvur er að ræða, þar sem tölvur geta eyðilagst eða þeim verið stolið, enda virðast tölvur vera afar "vinsælar" hjá þjófum, sem hlýtur að byggjast á því að auðvelt sé að koma þeim í verð á svarta markaðinum.

Af og til berast neyðarköll frá rithöfundum, tónlistarmönnum og öðrum, sem hafa orðið fyrir því óláni að tölvu þeirra hefur verið stolið og sárasta tapið hefur verið í gögnunum, sem á tölvunum hafa verið geymdar, jafnvel heilu skáldsögurnar, tónverkin, ljósmyndamöppurnar og annað, sem ómetanlegt er og erfitt er að endurskapa.

Þrátt fyrir allar þessar svipuðu fréttir af þessu tagi, virðist þær ekki duga til að vekja fólk til vitundar um brýna nauðsyn afritunartöku af öllum tölvugögnum.


mbl.is Tölvu Önnu Mjallar rænt á Melrose Blvd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjur eða kjánar?

Allar hlutabréfavísitölur austan hafs og vestan hafa verið í frjálsu falli í dag og undanfarna daga hefur ótti fjárfesta farið sívaxandi um að nýtt efnahagshrun sé í uppsiglingu, enda flestir ríkissjóðir orðnir svo skuldsettir að óvissa eykst sífellt um að alvarlegir greiðsluerfiðleikar þeirra séu framundan.

Samkvæmt fréttinni var ein helsta orsök hræðslukippsins í dag þessi: "Svo virðist sem lækkunina megi aðallega rekja til þess að bankastjóra Seðlabanka Evrópu mistókst að sannfæra fjárfesta um að ástandið evru-svæðinu sé viðunandi."

Allir í heiminum hafa miklar áhyggjur af efnahagsástandi evruríkjanna og óttast að evran standist ekki sem gjaldmiðill til framtíðar, nema þá einna helst með algerum fjármálalegum samruna evrulandanna og að öllum þeirra efnahagsmálum verði stjórnað frá Brussel og þau verði þar með ófjárráða, hvert fyrir sig.

Að vísu virðist vera einn hópur manna í veröldinni, sem engan skilning virðist hafa á þessu máli og það er Samfylkingarfólk á Íslandi og nokkrir nytsamir sakleysingjar aðrir, sem endilega vilja fá að komast inn í þennan vonlausa félagsskap og alveg sérstaklega er ástin á evrunni átakanleg.

Ofurhugar hafa margir sagt, að óttinn sé nauðsynlegur fylgifiskur hetjudáðanna, því hann sjái til þess að allur vari sé hafður á þeim aðgerðum og athöfnum sem þeir taka sér fyrir hendur.  Aðeins kjánar séu algerlega óttalausir, enda séu það yfirleitt einmitt þeir sem fari sér að voða.

Hvort skyldi afstaða íslenskra ESBsinna bera meiri keim af viðbrögðum ofurhuganna eða kjánanna? 


mbl.is Algjört hrun á mörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ellen DeGeneres og ég

Uppi varð fótur og fit í fjölmiðlum í dag, þegar spurðist út að grínarinn og þáttastjórnandinn Ellen DeGeneres væri stödd á landinu og hefði sést á gangi í Reykjavík og væri líklega hingað komin til að taka þátt í Gleðigöngu Hinsegn daga.

Síðar kom í ljós að þetta var allt saman tómur misskilningur og einhver hafði ruglað grínistanum og þýskum ferðamanni saman en engum fjölmiðli dettur í hug að birta mynd af túristanum og hvað þá að birta við hann langt og gáfulegt viðtal í tilefni ruglingsins.

Annað sem er afar umhugsunarvert við þennan fréttaflutning er að ég hef sjálfur verið margoft á gangi um göturnar í 101 Reykjavík, án þess að nokkur einasti fjölmiðill hafi sýnt því minnsta áhuga. Einnig hef ég verið í bænum og fylgst með Gleðigöngunni árum saman og aldrei hefur verið á það minnst í prent- eða ljósvakamiðlum.

Hvað skyldi það vera sem Ellen DeGereres hefur fram yfir mig til að verðskulda alla þessa athygli og vera meira að segja ruglað saman við hvern annan venjulegan túrista?

Kannski að maður ætti að hafa myndavél dinglandi á vömbinni næst þegar maður fer í bæinn.


mbl.is Leiðrétt: Ellen DeGeneres ekki á landinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læknar hér og læknar þar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, ætlar að beita sér fyrir lækkun skatta þeirra lækna sem starfa í dreifbýlinu, í þeirri von að það verði til þess að stöðva flótta þeirra til stórborganna, þar sem vinnuaðstaða er betri og álag minna.

Íslenskir læknar flýja unnvörpum til annarra landa undan launastefnu íslensku ríkisstjórnarinnar og ekki síður skattahækkanabrjálæði hennar, en hvort tveggja helst í hendur við þá stefnu ríkisstjórnarinnar að leggja heilbrigðiskerfið í rúst með niðurskurði á rekstrarfé þess, sem helst kemur út með fækkun starfsfólks og auknu álagi á það sem enn er við störf.

Hér á landi er ekki einu sinni hægt að manna læknastöður í borginni, hvað þá í minni sveitarfélögunum, sem t.d. sést af því að fólk þarf að bíða upp undir áratug til þess að fá fastan heimilislækni, ef hann fæst þá nokkurn tíma.

Jóhann hefði átt að leita ráða hjá Merkel um fleira en bara ESB, þegar hún heimsótti hana í síðasta mánuði.


mbl.is Hyggst lækka skatta hjá læknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðherra á svörtu

Steingrímur J. er sannarlega ráðherra svarta markaðarins á Íslandi og hefur hann staðið sig með afbrigðum sem slíkur, enda blómstrar svört atvinnustarfsemi og skattaundandráttur sem aldrei fyrr.

Iðnaðarmenn fást ekki til starfa hjá löglegum fyrirtækjum, þrátt fyrir endurteknar starfsauglýsingar og þrátt fyrir að fjöldi manna í viðkomandi starfsgrein séu á atvinnuleysisskrá. Skýringin er auðvitað sú, að þeir eru í vinnu á hinum svarta markaði, því slík er skattpíningin orðin á löglegan atvinnurekstur að bæði er orðið erfitt að manna þar stöður og fyrirtækin þar að auki alls ekki í stakk búin til að standa í samkeppni við þá, sem engin opinber gjöld borga af rekstri sínum.

Annað dæmi um viðskipti, sem færast í síauknum mæli yfir á svarta markaðinn, eru viðskipti með áfengi og tóbak, því með skattahækkanabrjálæðinu á þeim vörum hefur Steingrímur J. ýtt æ stærri hluta þeirra viðskipta yfir í neðanjarðarhagkerfið, því smyglað áfengi og landi eru sívaxandi hluti viðskiptanna með þessar vörur. Þó einhverjir fagni minnkandi áfengissölu í "ríkinu", þá er sá fögnuður byggður á fölskum forsendum, því áfengisneysla fer ekkert minnkandi, viðskiptin færast einfaldlega til þeirra sem okra ekki eins mikið og Steingrímur J.

Steingrímur J. er sannarlega ráðherra svarta markaðarins.


mbl.is Ein umsókn eftir 3 auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Guð blessi Gaddafi

Furðufuglinn Hugo Chavez, forseti Venesúela, bað í dag Guð a blessa vin sinn Gaddafi, Lýbíuleiðtoga, en Chavez er vinur allra sem eiga enga aðra vini.

Vonandi man Gaddafi eftir þessum hugulsama vini í sínum bænum til Allah, því báðir þurfa á allri þeirri blessun að halda, sem þeim stendur mögulega til boða.


mbl.is Chavez lýsir yfir stuðningi við Gaddafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Héðinsfjarðargöng sanna sig

Á meðan á framkvæmdum stóð við Héðinsfjarðargöngin vantaði ekki úrtöluraddirnar, sem töldu framkvæmdina vera mikla fjármunasóun og göngin gætu aldrei "borgað sig" vegna þess að ekki væri hægt að reikna með að fleiri en tvö- til þrjúhundruð bílar færu um þau að meðaltali á dag.

Eftir opnun gangnanna hafa þessar úrtöluraddir hljóðnað að mestu, enda hefur sannað sig að umferð um göngin er margfalt meiri en bjartsýnustu menn þorðu að reikna með og sérstaklega hefur umferðin verið mikil í sumar, sem er það fyrsta eftir opnun þeirra.

Fljótlega mun tvöþúsund bíla múrinn verða rofinn, þ.e. að sá fjöldi bíla fari um gönginn á einum sólarhring og sannar það hvílík samgöngubót er að göngunum og hve mikil lyftistöng þau eru fyrir ferðaþjónustu á Tröllaskaga.

Með þeirri ótrúlegu uppbyggingu í ferðaþjónustu sem þegar hefur átt sér stað á Siglufirði, að ekki sé minnst á það sem í bígerð er, er bærinn að verða einn skemmtilegasti freðamannabær landsins og ef fer fram sem horfir, verður hann einnig með þeim vinsælustu.

Fjallabyggð er enn á ný óskað til hamingju með göngin og ferðaþjónustuna, sem sífellt er að eflast á svæðinu öllu.


mbl.is Margir óku um Héðinsfjarðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt gott að frétta - aðeins nokkrar líkamsárásir og nauðganir

Verslunarmannahelgin er að renna sitt skeið og samkvæmt fréttum hefur allt gengið vel á útihátíðum og öðrum mannamótum á landinu.

Eins og venjulega var mikið um fyllirí og þá sérstaklega unglingadrykkju, nokkrar nauðganir voru kærðar og einhverja þurfti að flytja á sjúkrahús vegna líkamsárása. All nokkuð var um að eiturlyf væru tekin af hátíðagestum og víðast hvar rigndi hressilega, þannig að mörg hátíðasvæðin voru eins og mýrarboltavellir og útgangur gesta eftir því.

Sem sagt, enn ein róleg Verslunarmannahelgi liðin og allt gekk eins og við var búist og allir glaðir og ánægðir með það.


mbl.is Grunaður um nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðaldaréttarfar í Saudi Arabíu

Það sem af er þessu ári hafa þrjátíuogsjö manns verið hálshöggnir í Saudi Arabíu fyrir ýmsa glæpi, sem dauðarefsing ligur við í landinu.  Dauðarefsing er við lýði allvíða í heiminum ennþá, en óvíða er beitt eins ómannúðlegum aðferðum við framkvæmd hennar eins og í Saudi Arabíu og fleiri löndum múslima. Þar og víðar þekkist einnig að grýta konur til bana, t.d. fyrir framhjáhald og of náin samskipti við karlmenn fyrir hjónaband.

Samkvæmt viðhangandi frétt liggur höfuðmissir við eftirtöldu: "Dauðarefsing liggur við nauðgunum, morðum, trúskiptum, vopnuðum ránum og fíkniefnasmygli samkvæmt sjaríalögum sem gilda í landinu."  Eins og sést af þessari upptalningu er það einn versti glæpur, sem undir sjaríalög falla, að skipta úr múslimatrú yfir í önnur trúarbrögð, t.d. kristni.

Múslimar, víða á vesturlöndum, hafa krafist þess að sjaríalög verði látin gilda í þeirra hverfum og samfélögum, t.d. í stórborgum Evrópu og sumir "víðsýnir" vesturlandabúar taka jafnvel undir það, að sjálfsagt sé að innflytjendur fái að halda í allar sínar hefðir og viðhalda sinni "menningararfleifð".

Kannski má búast við því að sjá "trúvillinga" og aðra glæpamenn hálshöggna á torgum evrópskra borga í framtíðinni.   


mbl.is Þrír hálshöggnir í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband