Ráðherra á svörtu

Steingrímur J. er sannarlega ráðherra svarta markaðarins á Íslandi og hefur hann staðið sig með afbrigðum sem slíkur, enda blómstrar svört atvinnustarfsemi og skattaundandráttur sem aldrei fyrr.

Iðnaðarmenn fást ekki til starfa hjá löglegum fyrirtækjum, þrátt fyrir endurteknar starfsauglýsingar og þrátt fyrir að fjöldi manna í viðkomandi starfsgrein séu á atvinnuleysisskrá. Skýringin er auðvitað sú, að þeir eru í vinnu á hinum svarta markaði, því slík er skattpíningin orðin á löglegan atvinnurekstur að bæði er orðið erfitt að manna þar stöður og fyrirtækin þar að auki alls ekki í stakk búin til að standa í samkeppni við þá, sem engin opinber gjöld borga af rekstri sínum.

Annað dæmi um viðskipti, sem færast í síauknum mæli yfir á svarta markaðinn, eru viðskipti með áfengi og tóbak, því með skattahækkanabrjálæðinu á þeim vörum hefur Steingrímur J. ýtt æ stærri hluta þeirra viðskipta yfir í neðanjarðarhagkerfið, því smyglað áfengi og landi eru sívaxandi hluti viðskiptanna með þessar vörur. Þó einhverjir fagni minnkandi áfengissölu í "ríkinu", þá er sá fögnuður byggður á fölskum forsendum, því áfengisneysla fer ekkert minnkandi, viðskiptin færast einfaldlega til þeirra sem okra ekki eins mikið og Steingrímur J.

Steingrímur J. er sannarlega ráðherra svarta markaðarins.


mbl.is Ein umsókn eftir 3 auglýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gáfurnar eru ekki meiri en Guð gaf, eins og sagt er, en hvernig gat fólkið kosið yfir sig þess heimskingja? Getur verið að efnahagsástand þjóða sé mælikvarði á IQ þjóðarinnar? Eru t.d. Grikkir heimskari en Þjóðverjar? Bara vangaveltur.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 10:57

2 Smámynd: Jón Óskarsson

Þarna er svo sannarlega að birtast táknmynd þess sem gerist þegar menn eins og Steingrímur Joð æða áfram í blindu skattabrjálæði og hlusta ekki á nein hagfræðileg rök (frekar en aðrir í hans ríkisstjórn), því það skal með góðu eða illu koma að pólitískum gæluverkefnum og koma á sósíalískri ríkisstjórn að hætti gamla Austur-Þýskalands og fleiri landa sem fyrir  löngu hafa séð að sér.  Að auki sá besti vinur ríkisstjórnarinnar forseti ASÍ til þess að gerðir væru kjarasamningar sem enginn innstæða var fyrir og gera aðeins eitt að hækka verðbólguna upp úr öllu valdi.

You aint seen nothing yet sagði Steingrímur og átti m.a. við það að núna haustið 2011 verða lagðar fram skattahækkunartillögur sem aldrei fyrr, því nú skal reka síðasta naglann í frjálsan atvinnurekstur.

Varðandi áfengið þá er það öllum mönnum ljóst sem á annað borð hafa augun opin og kveikt á perunni í hausnum að Íslendingar hætta ekki á einni nóttu að drekka og munu ekki gera það vegna áfengisverðs.  Bruggun á allskyns óþverra, sala landa, smygl á áfengi, smygl á tóbaki, með tilheyrandi svarta markaðsbraski og síðan hliðaráhrifum í heilbrigðismálum þegar fólk er að láta ofan í sig eitthvað sem ekki stenst gæðakröfur í framleiðslu eru allt vaxtandi vandamál og algjörlega í boði ráðherra svarta markaðarins.

Jón Óskarsson, 3.8.2011 kl. 12:36

3 Smámynd: GAZZI11

Þekki til gæslumanna sem voru á Gaddstaðarflötum og á Þjóðhátíð. Unglingarnir sögðu að flestir væru með landa og þess vegna væri ölvun meiri og meira um áfengis "landa" dauða.

GAZZI11, 3.8.2011 kl. 12:50

4 identicon

Ég kýs ekki Sjálfstæðisflokkinn og er ósammála því sem núverandi ríkisstjórn er að gera. Í raun er það svo að Íslendingar samtímans hafa hvorki þroska né reynslu af að stjórna landi. Það sést.

Bárður (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 23:13

5 identicon

"því smyglað áfengi og landi eru sívaxandi hluti viðskiptanna með þessar vörur"

Hvað hefur þú fyrir þér þegar þú slengir fram þessari fullyrðingu um smygl?  Hefur Tollgæslan gefið upp opinberar tölur um að smygl á áfengi til landsins hafi aukist mikið? Hverjir eru þessir  afkastamiklu smyglarar?  Varla ferðamenn sem koma með flugvélum til Keflavíkur. Er kannski enn eina ferðina verið að rógbera Íslenska farmenn.  Þetta er ekkert annað en ó rökstuddur þvættingur og rógburður um Íslenska farmenn sem menn ættu að láta af, ekki síst fréttamenn og síðan bloggarar sem éta upp bullið úr fjölmiðlunum

Guðjón (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 02:29

6 identicon

Það eina (annað en svört atvinnustarfsemi) sem WC/SP hafa komið á virkilegt skrið er fylgi Sjálfstæðisflokksins.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.8.2011 kl. 02:33

7 Smámynd: Björn Birgisson

Jæja, minn bara kominn í sjálfa Staksteina! Jafnast það ekki á við alsælu? Annars er færslan nokkuð góð og líklega byggð á nokkuð traustum heimildum. Eða hvað?

Björn Birgisson, 4.8.2011 kl. 09:18

8 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Heimildirnar koma víða að og minnst úr fjölmiðlum. Undanfarið hefur maður orðið mun meira var við smyglvarning en áður og allir sem vilja vita, vita að landaframboð hefur aukist mikið ásamt því að heimalögun á léttvíni hefur aukist gífurlega mikið. Um það bera sölutölur frá þeim verslunum sem selja efni til víngerðar.

Einn háskólanemi, sem var að útskrifaðist í vor, sagði að bæði í sinni útskriftarveislu og allra annarra í hans árgangi, hefði verið landi á boðstólum og slíkar veitingar hefðu ekki verið eins áberandi í útskrifarveislum áður, eftir því sem hann þekkti til.

Þeir, sem reyna að véfengja þessa aukningu á smygli og heimabruggi, eru eingöngu að berja höfðinu við steininn, hvaða tilgangi það á svo að þjóna.

Björn, það er bara gaman að því að aðrir skuli vitna í bloggfærslurnar, en hvort hægt sé að líkja því við alsælu veit ég ekki, þar sem hennar hef ég ekki orðið aðnjótandi, a.m.k. ekki ennþá.

Axel Jóhann Axelsson, 4.8.2011 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband