Færsluflokkur: Bloggar
24.2.2015 | 20:44
Svona gerist ekki á Íslandi!!!!!
Greiningardeild Ríkislögreglustjóra telur að hér á landi séu einstaklingar sem bæði geta og langar til að fremja voðaverk. Jafnframt er bent á að frá öllum nálægum löndum hafi streymt ungmenni til Sýrlands og Íraks til að berjast með ISIS og hafa þá væntanlega heillast af hryllilegum vídeóum af aftökum samtakanna á óvinum sínum, þ.m.t. afhöfðunum og brennslu lifandi manna á báli.
Fram að þessu hefur öllu svona tali verið mótmælt harðlega hér á landi og alltaf sagt að svona lagað geti ekki gert hérna, enda þjóðfélagið svo friðsælt og saklaust að minni en engin hætta væri á að álíka villimennska gæti blossað hér upp.
Það er sami hugsunarháttur og einkennir alla, þ.e. fólk reiknar aldrei með því að það sjálft lendi í slysi eða öðrum óhöppum. Slíkt komi eingöngu fyrir aðra og sjálfur lesi maður bara fréttir af atburðunum í blöðunum eða sjái fjallað um þá í fréttatímum sjónvarpsstöðvanna.
Tveir ungir menn, sem segjast vera bræður en enginn veit með vissu hvort svo sé eða hvaðan þeir eru upprunnir eru nú staddir hér á landi sem hælisleitendur og hafa uppi hótanir um fjöldamorð verði þeim ekki veitt viðtaka og veitt skjól. Ekki getur sú framkoma orðið til að ýta undir samþykkt um landvist eða ríkisborgararétt.
Kannski verða þessir atburðir og aðrir sem nýlega hafa orðið í nágrannalöndunum til að vekja okkur Íslendinga upp af værum svefni og áhyggjuleysi af að nokkuð hræðilegt geti gerst innan íslenskrar landhelgi.
![]() |
Hafa löngun og getu til voðaverka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.2.2015 | 11:57
Hluta arðsins til starfsmanna
Til allrar lukku hefur fyrirtækjum í flestum greinum gengið vel undanfarin ár, hagnaður verið verulegur og arðgreiðslur háar í samræmi við það. Allt er það gott og blessað, enda á þjóðfélagið allt undir því að atvinnulífinu gangi vel og skili góðum arði.
Framundan eru kjarasamningar fyrir stærstan hluta launþega landsins og er ekki annað að sjá en stéttarfélögin séu algerlega steingeld í kröfugerðum sínum og virðast leggja aðaláherslu á að ná fram "leiðréttingu" fyrir sína félagsmenn, sem eiga að hafa dregist aftur úr einhverri óskilgreindri "viðmiðunarstétt" síðan síðast var gengið frá kjarasamningum.
Samkvæmt slíkri kröfugerð mætti ætla að stéttarfélögin hefðu komist að einhverju innbyrðis samkomulagi fyrir löngu síðan um launamismun í þjóðfélaginu sem ekki megi riðlast á nokkurn hátt, enda snúast kjarasamningar nú orðið um lítið annað en þessar "leiðréttingar" gagnvart "viðmiðunarstéttunum".
Atvinnulífið skilar miklum hagnaði og hefur því alla burði til að greiða hærri laun en nú er gert og ástæðulaust með öllu að miða alla samninga við þau fyrirtæki sem verst standa, til að þau hangi á lífi, en hin sem betur ganga raki arði í vasa fjárfesta á sama tíma og launþegarnir þurfa að sætta sig við laun sem lélegustu fyrirtækin ráða við að greiða.
Hagnaður fyrirtækja skapast af samspili fjárfestingarinnar og vinnuaflsins í fyrirtækjunum og því ætti að sjálfsögðu að meta vinnuna til jafns við fjármagnið og taka tillit til þess við úthlutun arð þegar vel gengur.
Stéttarfélögin eiga að setja fram þá kröfu að starfsmenn fyrirtækjanna fái hlutdeild í arðgreiðslum, allt að helmingi þeirra, þ.e. að arður skiptist milli fjárfestanna og starfsmannanna og mætti ná helmingaskiptunum í áföngum á nokkrum árum.
Stéttarfélögin verða að fara að temja sér nýja hugsun og koma sér upp úr hjólförunum sem þau hafa verið að spóla í undanfarna áratugi.
![]() |
Sex félög greiða 8,3 milljarða í arð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.2.2015 | 14:40
Kunna ekki að skammast sín
Eftir að dómur féll í Hæstarétti í svokölluðu Al-Thamini máli, þar sem Kaupþingsbanksterar fengu þunga fangelsisdóma, hafa a.m.k. tveir hinna sakfelldu keppst við að koma fram í fréttaviðtölum heima og erlendis til þess að rægja Hæstaréttardómarana, Sérstakan saksóknara og réttarkerfið á Íslandi í heild sinni.
Fram kemur í öllum þessum viðtölum að sakamennirnir kunna greinilega ekki að skammast sín og hvað þá að nokkurt samviskubit hrjái þessa menn vegna þess skaða sem þeir ollu efnahag og lífsafkomu landa sinna með gerður sínum.
Banksterar og útrásarvíkingar greiddu sjálfum sér ótrúlegar upphæðir í laun, bónusa og arð árin fyrir hrun og virðast hafa flutt allan þann ágóða úr landi og komið fyrir í bönkum og skattaskjólum vítt og breitt um heiminn, end allir búsettir erlendis núna og virðast lifa þar miklu lúxuslífi.
Mörg stór mál eru ennþá rekin fyrir dómstólunum gegn þessum sömu mönnum og fleirum þeim líkum og vonandi klárast þau mál fyrir réttarhlé í sumar, svo uppgjöri hrunmála fari að ljúka enda orðið tímabært að ljúka þessum málum og beina öllum kröftum að uppbyggingu þjóðfélagsins til framtíðar.
![]() |
Ber stjórnmálamenn þungum sökum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.2.2015 | 16:33
Stórmerkilegur dómur yfir Kaupþingsmönnum
Máli ákæruvaldsins gegn stjórnendum Kaupþings vegna Al Thanimálsins er loksins lokið með dómi Hæstaréttar, sem þyngdi fangelsisdómana sem undirréttur hafði áður kveðið á um.
Sakborningarnir í þessari ótrúlegu svikamyllu með hlutabréf bankans örfáum dögum fyrir hrun hans voru miklir áhrifamenn í íslensku viðskiptalífi og virtust vera farnir að haga sér eins og kóngar í ríki sínu og fara sínu fram, burtséð frá lögum og reglum landsins.
Fyrir dómstólum hafa sakborningarnir notið aðstoðar færustu lögfræðinga landsins og ekkert verið látið ógert til að tefja og trufla för málsins um dómskerfið á meðan öllum ráðum lögfræðinnar hefur verið beitt til varnar og réttlætingar gjörða þeirra ákærðu.
Niðurstaða dómstólanna, ekki síst Hæstaréttar, er athyglisverð og mun lengi verða til hennar vitnað, enda einhver merkilegasti dómur sem felldur hefur verið af íslenskum dómstólum, a.m.k. á lýðveldistímanum.
![]() |
Kaupþingsmenn sakfelldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
26.1.2015 | 17:43
Það á ekki að leggja mikið á sig til verndar undirmönnum
Lærdómurinn sem lekamálið svokallaða skilur eftir virðist vera í aðalatriðum sá, að yfirmenn skuli ekki standa með undirmönnum sínum og verja þá með kjafti og klóm þegar þeir sverja af sér afglöp í starfi þegar og ef slíkt er á þá borið.
Hanna Birna Kristjánsdóttir gekk á allt sitt starfsfólk í Innanríkisráðuneytinu og óskaði eftir því að ef einhver þeirra hefði lekið upplýsingunum um Tony Omos þá gæfi sá hinn sami sig fram og stæði fyrir máli sínu.
Enginn í ráðuneytinu viðurkenndi nokkra sök í málinu og því reyndi Hanna Birna að standa með sínu fólki og verja það, bæði gagnvart dómstóli götunnar sem dæmir og framfylgir dauðadómum án nokkurra réttarhalda og lögregluyfirvöldum sem höfðu málið til formlegrar rannsóknar.
Þegar mannleysan sem sendi fjölmiðlum upplýsingarnar játaði loks á sig verknaðinn var það mikið áfall fyrir Hönnu Birnu, sem gengið hafði lengra í vörnum sínum fyrir undirmennina en æskilegt hefði verið úr því að naðra hafði gert sér bæli á vinnustaðnum.
Yfirmenn, a.m.k. hjá hinu opinbera, munu væntanlega ekki leggja á sig erfiði til að verja undirmenn sína í framtíðinni ef og þegar á þá verða bornar sakir um óvarlega upplýsingagjöf til fjölmiðla um þau verkefni sem til umfjöllunar eru á viðkomandi vinnustað.
![]() |
Þú ert með sjö, þú ert með sjö! |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
18.1.2015 | 22:47
Þarf endilega að móðga, þó það sé leyfilegt
Eftir morð öfgafullra islamista í París á teiknurum og ritstjórn grín- og háðblaðsins Gharlie Hedbo hafa vesturlandabúar sameinast um að lýsa yfir stuðningi við mál- og tjáningarfrelsi.
Hefur sá stuðningur átt sér samnefnara í orðunum "Je suis Charlie" sem er bein yfirlýsing um staðfastan stuðning við að tjáningarfrelsið skuli aldrei skert, hvað sem á dynur.
Viðbrögð útgefenda blaðsins voru þau að gefa strax út nýtt tölublað af Charlie Hedbo með skopmynd af Múhameð spámanni á forsíðu, ásamt háði og spéi um morðingjana sem réðust inn á ritstjórnina vikuna áður. Charlie Hedbo seldist í fimm milljónum eintaka eftir morðárásina, en hafði að meðaltali selst í um sextíuþúsundum áður.
Sjálfsagt og eðlilegt er að verja tjáningarfrelsið fram í rauðan dauðann, auðvitað með þeim takmörkunum að það sé ekki nýtt til að ljúga upp á fólk og ræna það ærunni. Málfrelsið ber því að takmarka eins lítið og mögulega þarf, en ætlast verður til að fólk hafi sjálft vit og rænu til að nota það af skynsemi og réttlæti.
Tveir milljarðar manna í veöldinni líta á það sem grófa móðgun við sig og trúarbrögð sín að skopteikningar, eða teikningar yfirleitt, séu birtar opinberlega af spámönnum sínum og þá alveg sérstaklega af Múhameð, sem æðstur er allra spámanna í augum áhangenda Islam.
Þrátt fyrir frelsið til að tjá sig um nánast hvað sem er og gera grín að hverju því sem fólki dettur í hug verður að gera þá kröfu að frelsið sé notað skynsamlega og alls ekki til að móðga, særa og reita til reiði tvær milljónir manna margítrekað með aðferðum sem viðtað er að verst mun undan svíða.
Væri ekki öllum í hag að beita tjáningarfrelsinu af svolítið meiri skynsemi en þessar móðganir eru dæmi um?
![]() |
Brenndu franska fánann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
15.1.2015 | 23:13
Reiður, hæddur, sár og móðgaður maður er til alls vís
Undanfarna áratugi hafa vesturlandabúar margir hverjir misst trúna á Guð, son hans og heilagan anda og í nafni tjáningarfrelsins er oft skopast að trúnni sjálfri og ekki síður þeim sem trúa kenningunum.
Þetta umburðarlyndi virkar í báðar áttir, því flestir eru hættir að kippa sér upp við það sem bistist opinberlega í blöðum, sjónvarpi og vefmiðlum og á það jafnt við guðlast, klám og svívirðingar um náungann.
Virðing fyrir skoðunum og tilfinningum annarra er hverfandi og kröfur verða æ háværari um að allar refsingar vegna móðgana og ærumeiðinga verði felldar úr lögum og framvegis verði nánast allt leyfilegt ef ekki fylgja stórkostlegar líkamsmeiðingar eða manndráp.
Hins vegar þykir alls ekki öllum jarðarbúum jafnsjálfsagt að ganga svona langt í að hæðast og niðurlægja tilfinningar og trúarlíf fólks, t.d. tveir milljarðar múslima sem búsetu hafa vítt og breitt um heiminn og þar á meðal á vesturlöndum.
Háð um islam og skopmyndir af Múhameð móðga múslima og særa illilega, en til þess er ekkert tillit tekið af hinum trúlitlu og frelsisunnandi brandarasmiðum og teiknurum sem allt láta flakka í nafni skoðanafrelsisins.
Í eina tíð þótti kurteisi vera dyggð og frekja og yfirgangur gagnvart náunganum illa liðið. Háðið og teiknimyndagrínið um Múhameð spámann særir, móðgar og reitir fylgendur spámannsins til reiði, jafnvel friðsama borgara sem ekkert kjósa frekar en að fá að lifa sínu lífi í friði, stunda sína vinnu, lifa heimilislífi og rækja trúna óáreitt fyrir utanaðkomandi trúleysingjum sem ekki kunna lágmarks umgengnisreglur siðaðra manna.
Innan Islam eru líka stórir hópar sem alls ekki þola þessa framkomu gagnvart trúnni, fyllast gríðarlegri heift sem hvað eftir annað leiðir til hefnda með tilheyrandi blóðbaði. Séu hvítir menn drepnir í slíkum hryðjuverkum fer allt á annan endann og þjóðarleiðtogar flykkjast t.d. til Parísar til að láta mynda sig haldandi hver í annar hönd til að sýna samstöðuna um tjáningarfrelsið.
Engum þeirra virðist hins vegar detta í hug að ræða um kurteisi og að aðgát skuli höfð í nærveru sálar.
![]() |
Vekur umræðu um tjáningarfrelsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2015 | 19:42
Hryðjuverkamenn "undir eftirliti"
Hroðalegar fréttir berast nú frá Frakklandi, þar sem hryðjuverkamenn hafa drepið a.m.k. sextán manns í tengslum við hermdarverk gagnvart skopblaði sem dirfst hafði að birta grínmyndir af Múhameð spámanni.
Hryllingurinn hófst með morðárás franskra bræðra, sem ættir eiga að rekja til Alsír en þó fæddir og uppaldir í Frakklandi, inn á ritstjórnarskrifstofur skopblaðsins Charly Hedbo þar sem þeir drápu tólf manns áður en þeir flúðu af vettvangi. Til stuðnings bræðrunum réðst félagi þeirra inn í verslun og tók þar gísla með hótunum um að drepa þá alla væri umsátri um bræðurna ekki hætt. Áður en yfir lauk féllu hryðjuverkamennirnir fyrir byssukúlum lögreglunnar en höfðu þó drepið a.m.k. fjóra gísla áður.
Afar athyglisvert er að þessir menn allir eru sagðir hafa verið undir eftirliti lögreglunnar vegna aðildar sinnar að hryðjuverkasamtökum, eða eins og fram kemur í viðhangandi frétt: "Reuters-fréttastofan hefur fengið það staðfest hjá lögreglu að morðinginn hafi verið liðsmaður sama hryðjuverkahóps og bræðurnir Chérif og Saïd Kouachi. Um er að ræða hryðjuverkahóp sem hefur verið kenndur við 19. hverfi Parísarborgar þar sem fjölmargir múslímar búa. Cherif Kouachi var dæmdur í fangelsi fyrir aðild sína að hópnum árið 2008. Sá sem talinn er hafa skotið lögreglukonuna var dæmdur árið 2010 fyrir hlut sinn í að undirbúa flótta Smains Alis Belkacems úr fangelsi en Belkacem er hugmyndasmiðurinn á bak við hryðjuverkaárás á lestarstöð í París árið 1995. Þar létust átta manns og 120 særðust."
Hvernig má það vera að hryðjuverkamenn sem eru undir eftirliti lögreglu geta vopnast hríðskotabyssum, skotheldum vestum og öðrum þungavopnum án þess að nokkur verði þess var? Hvernig geta hryðjuverkahópar starfað í borgum Evrópu og undirbúið hermdarverk sín án nokkurra afskipta yfirvalda?
Fyrst svona getur gerst þar sem eftirlit á að vera virkt, hvað getur þá gerst þar sem ekkert eftirlit er með svona brjálæðingum?
![]() |
Ný gíslataka í París |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
27.12.2014 | 20:10
Læknadeiluna í kjaradóm
Stöðugt bætast í hóp þeirra sem halda því fram að verkfallsaðgerðir lækna muni áður en langt um líður leiða til ótímabærs dauða sjúklinga sem svo alvarlega eru veikir að þeir þyrftu að vera í stöðugri meðferð á sjúkrahúsum, eða eru í hreinni lífshættu á þeim biðlistum sem sífellt lengjast vegna deilunnar.
Það er vægast sagt ógeðfellt að læknar skuli (eða þurfi) að beita fársjúku fólki fyrir sig í kjaradeilu og vegna mikilla krafna þeirra, sem þeir hafa ekki verið til viðræðu um að minnka hið minnsta í margra mánaða verkfallsaðgerðum, er óþolilmæði almennings sífellt að aukast og samúð með læknunum að minnka að sama skapi.
Nokkrar starfsstéttir eru undir kjaradóm settar með kaup sín og kjör, ekki síst þær sem annast öryggi og velferð borgaranna t.d. lögreglan og fleiri opinberir starfsmenn.
Allir eru sammála um að læknar og aðrar heilbrigðisstéttir eigi að hafa góð laun, en skilja erfiðleika þess að umbylta launakerfi þeirra á einu bretti þegar allir samningar í landinu eru lausir.
Af þessum sökum vaknar sú spurning hvort samningsaðilar þessarar deilu geti ekki sammælst um að vísa henni til kjaradóms og jafnvel að kjaramál heilbrigðisstéttanna muni heyra undir þann dómstól framvegis.
![]() |
Tímaspursmál hvenær við missum líf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
18.12.2014 | 19:50
Bankastjórarnir og forstjórar kortafyrirtækjanna beri ábyrgðina
Þegar búið er að afhjúpa svindl bankanna og kortafyrirtækjanna í viðleitni sinni til að hrekja Kortaveltuna út af markaði og geta hirt ein öll eggin frá gullhænunni.
Í raun var þetta gert á kostnað viðskiptavina fyrirtækjanna, sem látnir eru greiða okurverð fyrir þjónustuna enda milljarðahagnaður af kortafyritækjunum árlega.
Á þessum gríðarlega hagnaði héngu kortafyrirtækin Borgun og Valitor (sem voru í eigu bankanna) og gerðu allt sem mögulegt var, flest ólöglegt, til að halda Kortaveltunni frá gullgreftrinum.
Nú hafa bankarnir og kortafyrirtækin tvö verið sektum um rúmar sextánhundruðmilljónir króna og lofa nú öllu fögru um framtíðina og þar á meðal að lækka árlegar greiðslur viðskiptavina sinna um heilar fjögurhundruðmilljónir.
Bankastjórarnir og forstjórar kortafyrirtækjanna sitja eftir sem áður sem fastast í stólum sínum og þurfa ekki að þola nein persónuleg óþægindi vegna þessara ólöglegu starfsemi sinnar.
Það er einkennilegt að litið skuli svo á að fyrirtækin sjálf séu gerendur glæpsins, en þeir sem stjórna þeim skuli teljast saklausir sem ungabörn eftir sem áður.
![]() |
Sparar neytendum 400 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)