6.9.2011 | 14:19
Ekki skipta um mynt, heldur fjármálastjórnun
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að hefja hefði þurft að hefja mótun nýrrar peningamálastefnu strax og gjaldeyrishöftin voru sett og að ekki verði hægt að afnema þau, nema ganga í það verk af krafti.
Við þá mótun peningamálastefnu telur Bjarni að til greina komi að taka upp nýja mynt í stað krónunnar, eða að það sé a.m.k. einn þeirra möguleika sem kanna þurfi. Þá hlýtur hann að vera að meina einhliða upptöku nýs gjaldmiðils, enda er hann sjálfurl, Sjálfstæðisflokkurinn og stór meirihluti þjóðarinnar algerlega á móti innlimun í ESB og myntbandalag þess.
Í fréttinni segir af ræðu Bjarna m.a: "Hann sagði mótun nýrrar peningamálastefnu vera eina forsenduna fyrir því að hægt væri að afnema höftin. Hin skilyrðin væru trúverðug efnahagsstefna og síðast en ekki síst að nægilegt pólitískt áræði væri til staðar til þess að vaða í verkið."
Már Guðmundsson er guðfaðir þeirrar peningamálastefnu sem hér hefur verið fylgt frá árinu 2001, en þá var hann aðalhagfræðingur Seðlabankans, og þó sú stefna hafi ekki reynst vel á síðasta áratug, fylgir hann og peningastefnunefd bankans henni ennþá, eins og t.d. sést af síðustu vaxtahækkun bankans, sem flestir aðrir eru sammála um að sé algerlega út í hött og alls ekki í takti við það sem aðrir seðlabankar gera um þessar mundir.
Það þarf fyrst og fremst að skipta um, eða réttara sagt að taka upp, vitræna peningamála- og efnahagsstjórn, en ekki nýjan gjaldmiðil. Slíka stjórn hefur vantað hér á landi að mestu, nánast allan lýðveldistímann og líklega lítil von til að ástandið batni í tíð núverandi ríkisstjórnar og yfirmanna í seðlabankanum.
![]() |
Þarf að vaða í verkið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.9.2011 | 18:32
Yfirgangur og frekja ESB í innlimunarviðræðunum
ESB sýnir Íslendingum fádæma frekju og ruddaskap með þeirri ótrúlegu kröfu, að Íslendingar verði búnir að taka upp öll lög og reglugerðir stórríkisins væntanlega löngu áður en innlimunarviðræðunum ljúki, ef þeim lýkur þá nokkurntíma vegna andstöðu þjóðarinnar við að landið verði gert að áhrifalausum útnárahreppi í ESB.
Í viðhangandi frétt segir um heimtufrekju ESB: "Segir ESB að íslensk stjórnvöld verði að leggja fram tímasetta vinnuáætlun, sem kveði á um hvernig Ísland hyggist verða að fullu reiðubúið til þess að njóta þess ávinnings og axla þær skyldur sem af aðildarsamningi leiða á fyrsta degi aðildar, samþykki íslenska þjóðin aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu."
Að sjálfsögu yrði að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimunina ÁÐUR en atkvæðagreiðsla færi fram, því algerlega óþarft verður að umturna öllum lögum og reglugerðum þegar innlimuninni verður hafnað af þjóðinni.
![]() |
Vilja nánari skýringar frá ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
5.9.2011 | 08:10
Ólafur Ragnar og smörfjallið
Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, telur að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti, sé með harkalegum ummælum sínum um frammistöðu ríkisstjórnarinnar í Icesavemálinu, að beina athygli fjölmiðla frá klaufalegum meðmælum sínum um athugasemdalausa sölu Grímsstaða til kínversks aukýfings, sem Ólaf langar að telja til vina sinna.
Björn segir af því tilefni m.a.: "Mér þótti eins og Ólafur Ragnar beitti þarna smjörklípuaðferðinni, hann vildi draga athygli frá ummælum sínum um söluna á Grímsstöðum á Fjöllum til kínverska auðkýfingsins. Þau einkenndust af fljótræði og dómgreinarleysi."
Ólafur Ragnar er mesti smjörklípusérfræðingur þjóðarinnar og notar smjörið ótæpilega til að beina umræðum frá athöfnum sínum og athafnaleysi. Allir þekkja hlaup hans með og á eftir útrásargengjunum á sínum tíma og hvernig honum tókst að beina athygli almennings frá því með því að hafna Icesavelögunum staðfestingar.
Ólafi hefur tekist að fá bæði almenning og fjölmiðla til að gleyma því að hann staðfesti fyrstu Icesavelögin, en þá voru það reyndar Bretar og Hollendingar sem höfnuðu þeim staðfestingar vegna fyrirvara sem Alþingi setti inn í lögin. Það var því ekki fyrr en við Icesave 2 og eftir tugþúsunda áskoranir almennings sem Ólafur hafnaði því lagafrumvarpi staðfestingar og almenningur felldi síðan eftirminnilega í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Ef miðað er við hversu oft og ríkulega Ólafur Ragnar smyr smjörklípunum hlýtur að mega áætla að smjörfjallið fræga sé nú vistað á Bessastöðum.
![]() |
Sakar Ólaf Ragnar um smjörklípu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
4.9.2011 | 18:49
Siðareglur fyrir erlenda fjárfesta
Norski olíusjóðurinn sem er gífurlega stór og sterkur og með stærstu fjárfestum á alþjóðlegum fjármálamörkuðum hefur sett sér siðareglur og fjárfestir ekki í hlutabréfum fyrirtækja, sem ekki uppfylla þau skilyrði sem í reglunum eru sett. Sjóðurinn fjárfestir ekki í fyrirtækjum sem framleiða vopn, stunda barnaþrælkun eða yfirleitt önnur vafasöm viðskipti.
Íslendingar gætu sett svipaðar siðareglur sem erlendir fjárfestar verða að standast, a.m.k. þeir sem koma frá löndum utan EES, en líklega er ekki hægt að takmarka aðgang fjárfesta þaðan vegna tvíhliða samningsbundinna réttinda.
Kvaðir sem fjárfestar utan EES yrðu að uppfylla gætu t.d. verið þær að lönd þeirra veiti Íslendingum sambærileg réttindi í sínum löndum, í heimalöndum þeirra sé lýðræðislegt stjórnarfar, barnaþrælkun sé ekki liðin í þeirra heimahögum, viðskipti viðkomandi fjárfestis séu gagnsæ og tengist ekki á nokkurn hátt vafasömum viðskiptaháttum o.s.frv.
Væru slíkar siðareglur í gildi hér á landi væri tilgangslaust fyrir kínverskan fjárfesti að sækja um að fá að kaupa hérna jarðir eða fjárfesta í atvinnulífinu yfirleitt.
Ekki væri verra að fjárfestar frá EESlöndum uppfylltu einnig slíkar reglur og best af öllu væri að þeir íslensku gerðu það líka.
![]() |
Óeðlilegt að geta keypt stórar jarðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2011 | 12:34
Ooohh Darling.......
Alistair Darling, fyrrverandi fjármálaráðherra Breta, var sá eini í veröldinni sem gerði sér grein fyrir því að efnahagskreppa væri að skella á heiminum á árinu 2008, a.m.k. að eigin sögn.
Darling segir að hvorki Brown, forsætisráðherra, né seðlabankastjórinn breski hafi gert sér nokkra grein fyrir ástandinu og ekki trúað fullyrðingum sínum um að kreppan sem væri að skella á yrði sú alvarlegasta sem yfir hefði dunir í sextíu ár.
Í ævisögu sinni, sem kemur út næstu daga, gefur Darling forsætisráðherra sínum falleinkunn og segir Brown hafa stjórnað landinu með harðri hendi og hagað sér nánast eins og einræðisherra, eða eins og fram kemur í viðhangandi frétt m.a: ""Þetta var frekar grimmileg stjórn og margir okkar urðu fyrir barðinu á henni," segir Darling og bætir við, að út frá sínu sjónarhorni hafi ríkt alger óstjórn í Downingstræti 10 á meðan Brown var forsætisráðherra."
Íslendingar þurftu einnig að líða fyrir þessa grimmilegu stjórn í Bretlandi og reyndar var það Alistair Darling sem var í fremstu víglínu í þeirri efnahagslegu styrjöld, sem Bretar og Hollendingar efndu til á haustdögum árið 2008 með stuðningi ESB og norðulandanna, gegn íslensku þjóðinni vegna athafna einkafyrirtækis í löndunum tveim.
Ekki má heldur gleyma því að Darling, alvitri, hefur áður sagt að Björgvin Sigurðsson, þáverandi viðskiptaráðherra Íslands, hafi ekki trúað sér frekar en aðrir þegar Darling varaði hann við gerðum Landsbankans í Bretlandi. Miklu fremur var um skilningsleysi íslenska ráðherrans að ræða, ef marka má fullyrðingar þess eina sem eitthvað vissi og skildi á þessum tíma.
Björgvin hafði a.m.k. ekki meiri áhyggjur en svo eftir samtal sitt við Darling, að hann flýtti fundi þeirra eins og mögulegt var til að missa ekki af tónleikum með hljómsveitinni Sex pistols, sem Björgvin var búinn að bíða lengi efitr að sjá og heyra.
Oooohhh Darling................
![]() |
Darling gagnrýnir Brown |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2011 | 17:42
Skipt um skoðun eða skoðanaskipti
Ólafur Ragnar skiptir stundum um skoðun á mönnum og málefnum. Einn daginn dýrkar hann og dáir útrásarvíkinga og næsta dag finnur hann gjörðum þeirra allt til foráttu og dauðsér eftir að hafa þegið far í einkaþotum þeirra út um allar jarðir og að hafa verið þeim jafn mikill gleðigjafi og bestu súludansmeyjar.
Einn daginn er Ólafur Ragnar algerlega á móti allri erlendri fjárfestingu í atvinnulífi landsins, en næsta dag er hann á þeirri skoðun að ekkert sé landinu jafn nauðsynlegt og kínverskir jarðakaupendur.
Þjóðin skiptir líka jafn oft um skoðun á Ólafi Rangnari, því einn daginn er hann vinsælasti maður þjóðarinnar, þann næsta sá mest hataði og þriðja daginn er hann aftur orðinn ástmögur þjóðarinnar oF s+a dáðasti.
Nú virðist þjóðin enn einu sinni vera að skipta um skoðun á Ólafi og þá vegna þess að hann er ekki á sömu skoðun og hann var áður og þjóðin er á núna.
Það er svo sem ekki nema heilbrigt að skipta um skoðun af og til og ef ekki er hægt að eiga skoðanaskipti við annað fólk, er a.m.k. hægt að hringla fram og til baka með sínar eigin skoðanir.
![]() |
Ólafur Ragnar skipti um skoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2011 | 07:38
Missa bótarétt og atvinnuleysistölur lækka
Sveitarfélögin eru farin að hafa verulegar áhyggjur vegna fyrirséðrar fjölgunar þeirra sem munu missa atvinnuleysisbótarétt sinn á næstu misserum vegna langtímaatvinnuleysis.
Ríkisstjórnin hreykir sér af því að atvinnuleysi fari minnkandi í landinu og byggja á smávægilegri fækkun þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá hjá Vinnumálastofnun. Sú fækkun segir þó ekki nema hálfan sannleikann, þar sem fjöldi fólks, sem annars væri á skránni, hefur farið til náms, þurft að leita á náðir sveitarfélaganna og flutt úr landi í atvinnuleit.
Þúsundir vinnufærra Íslendinga hafa flutt erlendis á unanförnum árum og fer sífjölgandi, því samkvæmt nýlegum fréttum flytja fimm til tíu fjölskyldur úr landi í hverri viku í leit að möguleikum til að framfleyta sér og sínum, vegna vonleysis um að úr rætist hér á landi á meðan núverandi ríkisstjórn situr að völdum.
Það er í raun hlægilegt og þó fremur grátlegt að horfa og hlusta á ráðherra ríkisstjórnarinnar berja sér á brjóst og þykjast hafa verið og séu enn, að vinna stórkostleg kraftaverk í atvinnu- og efnahagsuppbyggingu í landinu.
Því miður virðist að verulegum árangri verði ekki náð í þessum málum, fyrr en ríkisstjórn Þráins Bertelssonar hrökklast endanlega frá völdum.
![]() |
Bótarétturinn að renna út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2011 | 19:06
Ríkisstjórn Þráins Bertelssonar
Jóhanna Sigurðardóttir, ráðherra í ríkisstjórn Þráins Bertelssonar, hefur stefnt að því leynt og ljóst að koma frumvarpi um fækkun ráðuneyta í gegn um þingið, í þeim tilgangi að losna við Jón Bjarnason úr ráðherrastóli. Með því ætlar hún að liðka til fyrir innlimunarferli Íslands sem útnárahrepps í væntanlegt stórríki ESB.
Það hlýtur nánast að vera formsatriði að Þráinn og Jóhanna hafi stólaskipti, enda er það nú Þráinn sem stjórnar því hvort, hvenær og hvaða lagafrumvörp fást lögð fyrir Alþingi og hvort þau fást yfirleitt samþykkt.
Þróinn hefur lýst því yfir að hann muni sjá til þess að fjárlagafrumvarp verði ekki samþykkt í haust, nema hans hugmyndir um rekstur Kvikmyndaskóla Íslands nái fram að ganga og í dag stöðvaði hann stjórnarfrumvarp um breitingu á skipan stjórnarráðsins og fjölda ráðuneyta.
Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er greinilega genginn sinn veg og við hefur tekið ríkisstjórn Þráins Bertelssonar.
Stjórn Jóhönnu hefur ekki verið þjóðinni til neinna heilla og akveg er öruggt að þjóðin hefur ekki til neins að hlakka vegna þessara skipta á stjórnarherra.
![]() |
Óboðlegt frumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2011 | 08:30
Hvað skilja ESBsinnar ekki í orðinu "evrukrísa"?
Íslenskar ESBgrúppíur halda því statt og stöðugt fram að evran sé afar traustur gjaldmiðill og engin vandamál steðji að evrunni sjálfri og hvað þá efnahagsstöðugleika evruríkjanna.
Hver kommisarinn í ESB, ýmsir ráðamenn í Evrópu og fjöldinn allur af fræðimönnum hefur þó haldið öðru fram og sagt framtíð evrunnar í verulegri hættu, nema evruríkin afsali sér fjárræði sínu til Brussel og að þaðað verði ríkisfjármálum allra ríkjanna stjórnað í framtíðinni.
Nú hefur Wolfgang Schaeuble, fjármálaráðherra Þýskalands, bæst í hóp þeirra sem stigið hafa fram og tjáð sig um nauðsyn þess að miðstýra fjármálum evruríkjanna frá Brussel og hefur dagblaðið Bild m.a. eftir honum: "Slíkra breytinga er þörf vegna evrukrísunnar, jafnvel þó að við vitum hversu erfiðar slíkar samningaviðræður geta verið."
Þýskaland og Frakkland eru þau ríki sem stjórna ESB í raun, þrátt fyrir að látið sé líta út fyrir að einhverskonar lýðræði, eða jafnræði, sé við líði innan hins væntanlega stórríkis, sem íslensku grúppíurnar vilja endilega að fái að innlima landið sem útnárahrepp.
Hvað skyldi það vera í sambandi við orðið "evrukrísa" sem íslesku ESBgrúppíurnar skilja ekki?
![]() |
Vill meiri völd til Brussel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.9.2011 | 08:39
Fjárhagsstaða Moggans styrkist á ný
Talsverð umskipti hafa orðið að undanförnu í afkomu Árvakurs hf., rekstrarfélags Morgunblaðisins, sem m.a. kemur fram í jákvæðri framlegð fyrri hluta þessa árs.
Í viðhangandi frétt segir um þennan viðsnúning m.a: "Framlegð (ebitda) af rekstri Árvakurs hf. á árinu 2010 batnaði um 389 milljónir króna frá árinu á undan. Framlegð ársins 2010 var neikvæð um 97 milljónir en var árið 2009 neikvæð um 486 milljónir. Á þessu ári hafa orðið jákvæð umskipti og framlegð á fyrri hluta ársins er jákvæð um 30 milljónir."
Þetta eru afar góð tíðindi og gefa auknar vonir um að Mogginn verði gefin út um ófyrirséða framtíð og leiði umræðuna í þjóðfélaginu áfram, eins og hann hefur gert áratugum saman, sem besti og áreiðanlegasti fjölmiðill landsins.
Mogginn ber af öðrum prentmiðlum eins og gull af eiri og enginn sem vill fylgjast með þjóðmálunum á Íslandi getur verið án þess að lesa blaðið, bæði fréttirnar og ritstjórnarskrifin. Blaðið var stórveldi í íslensku þjóðfélagi undir stjórn Styrmis og Matthíasar og er á góðri leið með að endurheimta þann sess undir stjórn núverandi ritstjóra.
Þó framlegð segi ekki nema hálfa söguna um endanlega afkomu fyrirtækis, er a.m.k. nauðsynlegt að hún sé jákvæð, ef möguleiki á að vera til þess að greiða niður fjárfestingu og fjármagnskostnað vegna hennar og rekstrarskulda.
Mogganum er óskað alls góðs í framtíðinni og þökkuð samfylgdin á undanförnum áratugum. Vonandi slitnar sú samfylgd ekki fyrr en dauðinn aðskilur og er þá ekki átt við líftíma Morgunblaðsins.
![]() |
Rekstur Árvakurs á réttri leið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)