12.2.2013 | 12:54
Síðasti naglinn í kistu stjórnarskrárfrumvarpsins?
Undanfarna mánuði hafa sérfræðingar af ýmsum sviðum unnið að smíði líkkistu hins andvana fædda stjórnarskrárfrumvarps, sem sttjórnskipuð nefnd fæddi af sér eftir stutta meðgöngu.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa þó fram til þessa neitað að gefast upp á að endurlífga krógann, en nú hefur Feneyjanefndin rekið síðasta naglann í kistuna og verður ekki annað séð en að ekki verði lengur hægt að fresta útförinni.
Í fréttinni kemur m.a. fram um álit nefndarinnar: "Feneyjarnefndin segir að verði tillögurnar samþykktar sé hætta á pólitísku þrátefli og óstöðugleika sem geti valdið alvarlegum vandræðum við stjórn landsins."
,Varla getur það hafa verið vilji nokkurs manns að flækja stjórnkerfi landsins og valda meira þrátefli og ósöðugleika frá því sem nú er. Því verður ekki einu sinni trúað upp á Jóhönnu Sigurðardóttur og aðra flækjufætur, sem ásamt henni hafa fram til þessa neitað að kistuleggja líkið.
Hjá því verður þó ekki vikist lengur.
![]() |
Flókin ákvæði í stjórnarskrá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2013 | 19:19
ESB njósnar um skoðanir einstaklinga
ESB boðar nú nýja njósnastofnun á vegum sambandsins, sem fylgjast á með skrifum einstaklinga á samskiptavefjum um ESB og bregðast við neikvæðum skoðunum sem fram koma um stórríkið væntanlega.
Í viðhangandi frétt segir að m.a. komi fram í leyniskjali um málið: "Þá segir að embættismenn Evrópuþingsins þurfi að geta fylgst með slíkum samskiptum á milli almennings á netinu sem og utan þess með skipulögðum hætti og tekið þátt í þeim og haft áhrif á þau með því að leggja fram staðreyndir og bregðast þannig við goðsögnum um Evrópusambandið. Þjálfun starfsmanna þingsins í þeim efnum hefst síðar í þessum mánuði."
Í Sovétríkjunum og fleiri harðstjórnarríkja, sem virðast vera orðin fyrirmynd ESB, tíðkaðist að njósna á svipaðan hátt um einstaklinga og almenningur var jafnframt látinn fylgjast með nágrönnum sínum og ættingjum og tilkynna til yfirvalda um allt sem hægt væri að túlka á neikvæðan hátt fyrir yfirvöld.
Í Sovétríkjunum voru "neikvæðir" einstaklingar sendir í Gúlagið og í Kína og Norður-Kóreu eru fjölmennustu þrælabúðir veraldar, þar sem fólk er "endurmenntað" í þágu opinberra skoðana og fjölmargir eru umsvifalaust teknir af lífi fyrir óæskilegar skoðanir.
ESB stefnir hraðbyri í starfsemi í ætt við það sem tíðkaðist og tíðkast í fyrirmyndarríkjum sínum.
![]() |
Vill taka á gagnrýni á ESB á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.2.2013 | 15:59
Grín og gaman hjá Samfylkingunni?
Samfylkingin hefur setið í ríkisstjórn í fjögur ár með VG og allan tímann hefur logað ófriðarbál innan flokkanna sjálfra (sérstaklega VG), milli þeirra innbyrðis og ekki síst af hálfu beggja stjórnarflokkanna í garð stjórnarandstöðunnar, en við hana hefur alls ekki mátt ræða um eitt eða neitt allt kjörtímabilið.
Þessu stríðsástandi virðist meira að segja Samfylkingin vera orðin leið á, ef marka má ályktun landsfundar hennar, en þar segir m.a: Augljós þörf er fyrir bætt vinnubrögð í íslenskum stjórnmálum og nýja samskiptahætti. Þar vill Samfylkingin slá nýjan tón. Jafnaðarmenn vilja hvetja til samstarfs um mikilvæg hagsmunamál þvert á flokka og leggja áherslu á vandaða umræðu og víðtækt samráð við undirbúning mikilvægra ákvarðana.
Bragð er að, þá barnið finnir, sagði kerlingin og því hlýtur að mega reikna með að Samfylkingin ætli nú að taka upp algerlega ný vinnubrögð þá tuttugu þingdaga sem eftir eru af kjörtímabilinu og leita eftir víðtækri sátt um þau mál sem stjórnin hefur verið að reyna að þvinga í gegn um þingið undanfarið, t.d. stjórnarskrármálið, fiskveiðistjórnunina og skuldavandann svo örfá atriði séu nefnd af þeim hátt í tvöhundruð málum sem bíða afgreiðslu.
Ef halda á uppteknum háttum við þingstörfin, verður að líta á stjórnmálaályktun landsfundarins eins og hvert annað grín og gaman sem eingöngu hefur verið til að skemmta fundarmönnum.
![]() |
Augljós þörf fyrir bætt vinnubrögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
2.2.2013 | 22:45
Fjármálaráðherra Írlands fer með tómt fleipur
Michael Noonan, fjármálaráðherra Írlands, hlýtur að vera með fáfróðari ráðherrum Evrópu. Hann uppljóstraði fávisku sinni á fundi þar sem hann hélt því fram að Ísland hefði ekki unnið neinn sigur fyrir Eftadómstólnum, enda hefði sparnaður almennings á Íslandi "þurrkast út".
Samkvæmt fréttinni sagði blessaður maðurinn á fundinum m.a: "Sagði hann að mótmælendur á Írlandi kölluðu eftir því að láta hlutabréfaeigendur éta það sem úti frysi en á Íslandi hefði það átt við um innistæðueigendur. Fólk hafi glatað sparnaði sínum."
Þarna snýr ráðherrann staðreyndunum algerlega á hvolf, því á Íslandi héldu sparifjáreigendur öllu sínu, þökk sé Neyðarlögunum, en stærstur hluti hlutabréfaeigna þurkaðist hins vegar út.
Ekki er líklegt að íslensk stjórnvöld reyni að leiðrétta þessa vitleysu, enda er Írland í ESB og þar má engan styggja.
![]() |
Ísland vann engan sigur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2.2.2013 | 12:37
Niðurlægja Jóhönnu í kveðjuskyni
Guðbjartur Hannesson, erfðaprins Jóhönnu Sigurðardóttur, tapaði með miklum mun í formannskjöri Samfylkingarinnar, en úrslitin voru tilkynnt á landsfundi flokksins fyrr í dag. Aðeins tæpur þriðjungur þeirra sem rétt höfðu til þátttöku í kjörinu nennti að rétta út hendina til að greiða atkvæði þrátt fyrir að þurfa aðeins að kveikja á heimilistölvunni og þurfa ekki að ómaka sig um langan veg á kjörstað í óvissum veðrum.
Jóhanna Sigurðardóttir hefur verið í einhverri óskiljanlegri hefndarherferð gegn Sjálfstæðisflokknum allt kjörtímabilið þrátt fyrir að hafa starfað í ríkisstjórnum með þeim flokki árum saman og nú síðast í þeirri ríkisstjórn sem hún sjálf kallar "hrunstjórn". Í lokaræðu sinni sem formaður sagði Jóhanna að framundan væri harðvítugt stríð við Sjálfstæðisflokkinn, sem hún vonaðist til að erfðaprinsinn myndi stjórna.
Árni Páll Árnason, hinn nýkjörni formaður, sneri niðurlægingarhnífnum í sári Jóhönnu með ýmsu móti í þakkarræðu sinni og sagði m.a., samkvæmt viðhangandi frétt: "Við erum á tímamótum og það er erfitt að sjá að frekari stríðsrekstur verði Samfylkingunni til árangurs eða virðingarauka. Við höfum háð of mörg stríð án árangurs þetta kjörtímabil og við verðum að læra af þeirri reynslu, sagði Árni Páll og hvatti til annarra lausna.
Sjaldan hefur viðtakandi formaður í stjórnmálaflokki niðurlægt og afneitað fyrirrennara sínum á beinskeittari hátt.
![]() |
Stríðsrekstur ekki til árangurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.1.2013 | 20:17
Heldur Össur að landar hans séu gleymin fífl?
Pétur Blöndal, þingmaður, varpaði þeirri spurningu til Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á Alþingi í dag hvort samhljómur væri í málflutningi forsetans og ríkisstjórnarinnar varðandi utanríkismál.
Össur mærði forsetann á allan máta og sagði m.a. samkvæmt fréttinni: "Össur svaraði því til að hann liti á Ólaf Ragnar sem góðan liðsmann utanríkismálum Íslands. Hann hefur langhæsta rödd allra þeirra sem tala á Íslandi. Hann er þjóðhöfðinginn. Hann hefur til dæmis tekið þátt í því að setja málefni norðurslóða á dagskrá og það hefur skipt miklu máli. Þá sagði hann það hafa verið rétt eftir á að hyggja af forsetanum að beita málskotsréttinum í Icesave-málinu."
Annaðhvort heldur Össur að hann sé utanríkisráðherra heimskustu og gleymnustu þjóðar í heimi eða hann er bæði að hæðast að forsetanum og þjóðinni í heild. Er einhver annar en Össur sjálfur búinn að gleyma því sem hann sagði þegar forsetinn fór í opinbera heimsókn til Indlands, skömmu eftir að hann hafnaði ólögunum um Icesave staðfestingar eftir áskorun tugþúsunda kjósenda: Það eru einhverjir aðrir sem geta borið töskurnar fyrir hann, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Opinber heimsókn Ólafs Ragnars til Indlands hófst í dag í borginni Bangalore. Enginn ráðherra ríkisstjórnarinnar er með í för þótt heimsóknin hafi verið ákveðin fyrir nærri ári og verið skipulögð í samráði forsetans og ríkisstjórnarinnar.
Svar Össurar í dag er algerlega út úr kú miðað við fyrri framgöngu hans og ríkisstjórnarinnar í þágu erlendra fjárkúgara.
![]() |
Góður liðsmaður utanríkisþjónustunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
30.1.2013 | 19:13
Borgarstjórinn grættur á íbúafundi
Jón Gnarr, borgarstjóri, ber sig aumlega eftir íbúafund í Grafarvogi og segist hafa orðið fyrir einelti og ofbeldi af hendi fundarmanna.
Svo virðist að eineltið og ofbeldið hafi falist í því að fundarmaður kallaði borgarstjórnarmeirihlutann "hyski", sem hann vildi helst vera laus við úr lífi sínu. Einnig mun hafa komið fram mikil óánægja nokkurra fundarmanna með frammistöðu borgaryfirvalda í málefnum hverfisins.
Allir, sem fylgst hafa með stjórnmálum í langan tíma og sótt ýmsa fundi með stjórnmálamönnum, hafa heyrt og séð ýmislegt verra en það sem þarna sýnist hafa verið á ferðinni og afar óvenjulegt, ef ekki einsdæmi, að stjórnmálamenn væli og skæli undan því sem við þá er sagt á slíkum samkomum.
Þar fyrir utan er orðanotkun borgarstjórans afar undarleg, því óskiljanlegt er hvernig hægt er að kalla þetta, þó afar ókurteislegt sé, "einelti og ofbeldi" og ber vott um mikla "orðtakablindu".
Ruddaleg framkoma á svona fundum er algerlega óafsakanleg en væl og skæl borgarstjórans eftir fundinn bendir ekki til að hann hafi taugar til að sinna opinberu embætti.
![]() |
Einelti og hreint og klárt ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
29.1.2013 | 19:37
Nornaveiðar og hefndarþorsti
Eftir uppkvaðningu hins fyrirsjáanlega dóms EFTAdómstólsins vegna Icesave virðist vera að rísa upp mikil bylgja hefndarþorsta sem beinist gegn þeim sem ekki þorðu að berjast fyrir lagalegum rétti Íslendinga í baráttunni gegn fjárkúgunartilburðum Breta og Hollendinga, sem dyggilega voru studdir af "vinum okkar og frændum" á norðurlöndunum, að ógleymdu ESB og AGS.
Hefndarþorstanum fylgja nornaveiðar sem einna helst beinast að öllum þeim þingmönnum sem greiddu þriðju og síðustu uppgjafaskilmálunum atkvæði sitt á Alþingi. Þeir sem harðast ganga fram í þessum nornaveiðum virðast algerlega gleyma því að 40% þátttakenda í þjóðaratkvæðagreiðslunni um þessa skilmála vildu samþykkja þá, en 60% höfnuðu þeim.
Vilja þeir sem að þessari aðför að "jáliðinu" standa virkilega að 60% þjóðarinnar hefni sín með einhverju móti á öllum þeim kjósendum sem trúðu því að efnahagur þjóðarinnar yrði eins og á Kúbu og í Norður-Kóreu, en því var haldið fram af efnahagsráðherranum og prófessor í Háskóla Íslands?
Þrátt fyrir að allan tímann lægi ljóst fyrir að krafa kúgaranna væri algerlega ólögvarin, óréttmæt og svínsleg og að einhverjir hafi í raun trúað vitleysunni sem haldið var að þjóðinni, er algerlega út í hött að leita hefnda gegn þeim sem ekki vildu taka slaginn fyrir þjóðarhag.
Heimska er ekki lögbrot, sagði einhver einhverntíma, og þó fylgispektin við kúgarana hafi verið ógáfuleg er hefndin og nornaveiðarnar lítið betri.
![]() |
Vilja að þingmenn segi af sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
"Stórkostlegur sigur fyrir okkur" segir Steingrímur J. um algera sneypuför ESA, fyrir hönd Breta og Hollendinga, fyrir ESAdómstólnum í Icesavemálinu. Steingrímur J. ætti að fara með veggjum vegna þessa máls eftir frammistöðu sína og annarra undirlægja erlends valds og a.m.k. sjá sóma sinn í að láta vera að hrósa sér og sínum fyrir þessa niðurstöðu.
Enginn hefur gleymt framgöngu ríkisstjórnarinnar vegna Svavarssamningsins sem lagður var fram í júní 2009 og átti að keyra óséðan í gegn um Alþingi og eins er öllum í fersku minni hvernig Steingrímur J., ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir reyndu að telja almenningi trú um að Ísland yrði "Kúba norðursins" og lífskjör í landinu yrðu jafnvel verri en í Norður-Kóreu ef samningurinn yrði ekki samþykktur umsvifalaust.
Það er með ólíkindum að nokkrum skyldi detta í hug að samþykkja kúgunaraðgerðir Breta, Hollendinga, norðurlandanna og AGS vegna "erlendra skulda óreiðumanna", enda þurfti ekki annað en að lesa tilskipun ESB til þess að sjá að engin ríkisábyrgð var, eða mátti vera, á innistæðutryggingasjóðum einkabanka.
Eins og sjá má af ÞESSU bloggi frá því í júní 2009, þegar uppgjafaskilmálar Svavars og Steingríms J. komu fyrst til umræðu gat hver ólöglærður leikmaður lesið og skilið tilskipunina, enda er niðurstaða EFTAdómstólsins kristaltær þar sem enginn vafi var nokkurn tíma á því hvernig skilja átti efni tilskipunarinnar.
Niðurstaðan er mesti sigur íslensku þjóðarinnar í deilum við erlendar þjóðir síðan í þorskastríðunum, en því miður geta ekki allir kallað þetta "stórsigur fyrir okkur" og allra síst Steingrímur J. og þeir þjóðníðingar sem fylgdu honum og erlendum kúgurum að málum.
![]() |
Stórkostlegur sigur fyrir okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
25.1.2013 | 17:10
"Tækniundur" sem gæti umbylt umferðarmenningunni á Íslandi
Í viðhangandi "fréttaskýringu" er útskýrt "tækniundur" sem gerir bílstjórum kleyft að gefa öðrum í umferðinni til kynna að þeir hyggist beygja inn í aðra götu en þá sem þeir eru að keyra eftir í það og það sinnið.
Þrátt fyrir að fáir áratugir séu þangað til að hægt verði að halda upp á aldarafmæli þessa "tækniundurs" sem stefnuljósin eru, þá eru ótrúlega margir bílstjórar á Íslandi sem virðast aldrei hafa heyrt minnst á þessa "nýjung" og hvað þá að þeir hafi tamið sér að nota hana, sjálfum sér og öðrum vegfarendum til hægðarauka.
Ef og þegar Íslenskir bílstjórar taka almennt þetta "tækniundur" í þjónustu sína og uppgötva jafnvel til hvers götum er skipt í tvær, eða fleiri akreinar, gæti það jafnvel orðið til þess að einhverjir færu að hleypa bíl á milli akreina sem gæfi með stefnuljósi til kynna að slíkt stæði til og væri jafnvel bráðnauðsynlegt.
Þeir sem hafa ekið eitthvað erlendis hafa væntanlega tekið eftir því að bílstjórar þar virðast almennt þekkja til notkunar stefnuljósa og vita líka til hvers akreinar eru og því er alls ekki ótrúlegt að þessi þekking gæti með tímanum orðið almenn á Íslandi líka.
![]() |
Hvernig virka stefnuljós? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)