15.8.2009 | 13:15
Gagntilboð eða höfnun samnings?
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali við RUV í hádeginu, að fyrirvararnir við ríkisábyrgðina á Icesave skuldum Landsbankans, væru svo stífir, að þeir kollvörpuðu samningi Svavars Gestssonar og ríkisstjórnarinnar og væri í raun gagntilboð til Breta og Hollendinga, þannig að setjast yrði að samningaborði að nýju. Stjórnarflokkarnir segja hins vegar, að fyrirvararnir "rúmist innan samningsins". Ef þeir gera það, hafa þeir ekkert að segja og eru þá ekkert nema sýndarmennska.
Vonandi er túlkun Bjarna rétt, þannig að Bretar og Hollendingar líti svo á, að Alþingi hafi í raun hafnað samningnum og þar með sé enginn þrælasamningur í gildi. Það gæfi tækifæri til að Íslendingar gætu leitað réttar síns fyrir dómstólum og þannig fengið úrskurð um að þjóðin bæri enga ábyrgð á gallaðri tilskipun ESB um innistæðutryggingasjóði, né græðgi innistæðueigenda á Icesave, sem ætluðu, eins og eigendur inneigna á íslenskum peningamarkaðssjóðum, að "græða" á vaxtagylliboðum. Íslenskir lántakendur gengistryggðra lána ætluðu líka að "græða" á lántökum sínum, vegna lágra vaxta af þeim, en eftir gengishrunið sitja þeir í súpunni með tap sitt óbætt.
Þeir sem taka áhættu á að ávaxta sitt fé með óraunhæfum innlánavöxtum, eiga að taka sínu tapi, ekki síður en þeir, sem ætla sér að græða á lágum útlánavöxtum, en taka gengisáhættuna ekki að fullu inn í sínar áætlanir.
Á meðan þjóðin hefur ekki efni á að bjarga eingin þegnum úr sínum hremmingum, getur hún ekki með nokkru móti tekið á sig þrælaskuldbindingu, til að bjarga andliti ESB.
![]() |
Hagvöxtur stýri greiðslum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2009 | 10:11
Blekkingarfyrirvarar
Nú virðist vera að ná samstaða í Fjárlaganefnd Alþingis um skilyrði fyrir ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans, sem eiga "að rúmast innan samningsins", eins og Jóhanna Sigurðardóttir orðaði það. Það þýðir einungis, að Alþingi er endanlega að samþykka að gangast undir niðurlægjandi uppgjafarskilmála Breta, Hollendinga, ESB og norðurlandanna. Meira að segja Hallvorsen, fjármálaráðherra Noregs og VG systir Steingríms J., segir að samningurinn sé rétt mátulegur á Íslendinga, fyrir að "leyfa" glæpamönnum að vaða uppi í banka- og viðskiptalífi landsins.
Eftir Vestmannaeyjagosið 1973, var lagt sérstakt 2,5% viðlagagjald ofan á virðisaukaskatt og enn, eftir 36 ár, er þessi "ábót" innheimt í virðisaukaskattinum, þó hún heiti ekki lengur viðlagagjald. Samþykkt ríkisábyrgðarinnar, þó hún verði með einhverjum málamyndaskilyrðum, mun verða til þess að samþykkja þarf viðbótarhækkun á virðisaukaskatti um rúm 2%, eða hækkun tekjuskatts einstaklinga um 20%, umfram þær hækkanir sem verða, til að rétta af ríkissjóðshallann.
Nú, þegar villa á um fyrir þjóðinni, með fyrirvörum á ríkisábyrgðina, sem eingöngu eru til málamynda, en ekki til að minnka greiðsluáþjánina á þjóðina, hlýtur sú skattahækkun, sem til þarf að koma vegna þessa, að verða kölluð "glæpasjóðsgjald" og rétt væri að bókhald þess sjóðs yrði aðskilið frá bókhaldi ríkissjóðs, þannig að þjóðin gæti betur fylgst með úthlutunum úr "Glæpasjóði".
Með sýndarfyrirvörunum á ekki að afneita greiðsluskyldu á Icesave, heldur á aðeins, ef fyrirvararnir halda á annað borð, einungis að lengja í skuldaáþján þjóðarinnar um nokkur ár.
Ekki er verið að færa þjóðinni mikla, eða bjarta, von um framtíðina með þessum sýndarfyrirvörum.
![]() |
Samkomulag í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.8.2009 | 16:19
Sönnun fyrir handrukkun AGS?
Nú ætlar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að úthluta 250 milljörðum dollara til aðildarþjóða sjóðsins, eða eins og segir í fréttinni: "Stjórnarmenn samþykktu að úthluta til 186 aðildarlanda sjóðsins í þeim tilgangi að veita fjármagni í efnahagskerfið á heimsvísu með að styðja við gjaldeyrisvarasjóði ríkjanna. Var samþykkt að veita SDR að jafngildi 250 milljarða dala og er það lang stærsta SDR úthlutun í sextíu ára sögu sjóðsins."
Tilgangur þessa er, samkvæmt fréttinni: "Var haft eftir talsmönnum AGS að hin almenna SDR úthlutun sýni í hnotskurn viðbrögð á mörgum stigum við hinni alþjóðlegu krísu, með því að meðlimum sjóðsins sé boðinn mikilvægur stuðningur á þessum erfiðu tímum."
Lánið sem AGS ætlar í aðstoð við Íslendinga er einungis eins og smávægileg skiptimynt, miðað við þessar upphæðir, en samt neitar sjóðurinn að afgreiða þessa smáaura, í alþjóðlegu samhengi, til Íslands, vegna Icesave skulda Landsbankans.
Það þarf ekki frekari vitnanna við.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stundar handrukkun.
![]() |
Stærsta úthlutun í sögu AGS |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2009 | 14:04
Er Alþingi að hylma yfir glæp?
Í síðust viku lak lánabók Kaupþings á netið og þaðan í fljölmiðla og almenningur varð bæði ofsakátur og algerlega agndofa, yfir þeim upplýsingum sem þar komu fram. Til að byrja með reyndi bankinn að koma í veg fyrir birtingu í fjölmiðlum og að fá lánabókina fjarlægða af vefnum, en þá brugðust sumir þingmenn og ráðherrar, þ.m.t. forsætisráðherra, svo við, að þeir töldu þennan leka vera hið besta mál og alls ekki mætti refsa nokkrum manni fyrir verknaðinn, þrátt fyrir að hann væri óleglegur og gæti varðað fangelsisvist.
Nú bregður hins vegar svo við, að upplýsingar leka úr Alþingi á netið og í fjölmiðla og þá bregður svo einkennilega við, að allt ætlar um koll að keyra hjá ráðherraliðinu og það krefst þess, að sá sem lak upplýsingunum verði kærður og dæmdur fyrir landráð. Það var síðan hætt við að kæra, þó um ólöglegt athæfi væri að ræða, vegna þess að það gæti valdið upplausn á Alþingi og tafið fyrir störfum þess.
Ef þessi Alþingisleki varðar við lög, að ekki sé talað um landráð, ber Alþingi að sjálfsögðu skylda til að kæra málið til réttra yfirvalda, þannig að úr því yrði skorið hvað rétt sé í málinu.
Er Alþingi ekki að hylma yfir glæp, að öðrum kosti?
![]() |
Fundur í fjárlaganefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.8.2009 | 10:48
Skilningur að vakna erlendis
Smátt og smátt eflist skilningur erlendis á erfiðri stöðu Íslendinga vegna uppgjafarskilmálanna, sem Bretar og Hollendingar neyddu upp á þá, vegna Icesave skulda Landsbankans, með dyggri aðstoð ESB og norðurlandanna, meira að segja Noregs, sem þó er ekki innan ESB.
Íslensk stjórnvöld gáfust algerlega upp í þessu efnahagsstríði og hafa ekkert gert til að kynna málstað Íslands erlendis, en í þess stað eytt öllu púðri sínu í að verja undirlægjuháttinn gagnvart þessum yfirgangsseggjum.
Nú bregður hins vegar svo við, að erlendir aðilar eru farnir, að eigin frumkvæði, að verja málstað Íslendinga, fyrst Eva Joly, þá Financial Times og nú norska stjórnarandstaðan, sem blöskrar að norska ríkisstjórnin skuli taka þátt í aðförinni gegn Íslendingum.
Loksins í gær, sá Jóhanna Sigurðardóttir sóma sinn í að senda frá sér örlitla grein á vef Financial Times, þar sem hún gagnrýndi aðallega beitingu Breta á hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum. Betra seint, en aldrei, en á sama tíma heldur hún áfram að berjast gegn hverskonar skilyrðum á ríkisábyrgðina, sem hugsanlega gætu styggt Breta og Hollendinga.
Nú er komið að ríkisstjórninni, að berjast fyrir málstað Íslendinga á erlendri grundu, af sömu hörku og hún hefur beitt sér gegn honum innanlands fram að þessu.
![]() |
Stjórnin gagnrýnd fyrir hörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2009 | 14:59
Niðurlæging Samfylkingarinnar, Steingríms J., Indriða og Svavars
Loksins hefur tekist að koma einhverju viti fyrir Samfylkinguna og þann hluta VG, sem styður Steingrím J., vegna hins skelfilega samnings, sem Svavar Gestsson og Indriði G. Þorláksson gerðu við Breta og Hollendinga í umboði og þökk ríkisstjórnarinnar.
Bretar og Hollendingar voru búnir að setja þvílíkan skuldaklafa á íslensku þjóðina inn í nauðasamninginn, að varla nokkrir aðrir en Samfylkingarmenn, sem allt vilja gera til að komast inn í ESB, og Steingrímur J. og örfáir stuðningsmenn hans, hafa getað sætt sig við afarkostina. Íslenska samninganefndin taldi sig ekki þurfa nokkra sérfræðiaðstoð við samningagerðina, enda varð samningurinn einhliða uppgjöf fyrir skilyrðum stríðsherra Breta og Hollendinga.
Nú er hins vegar sett á fót nefnd fimm lögfræðinga, til þess að semja skilyrði við ríkisábyrgðina, sem á að vera þannig orðuð, að í raun sé verið að hafna samningi Svavars og félaga, án þess að segja það alveg berum orðum.
Niðurlæging Steingríms J., Samfylkingarinnar og samninganefndarinnar getur varla orðið meiri.
![]() |
Fundur í fjárlaganefnd klukkan 15 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.8.2009 | 11:42
Stýrivextir hafa kannski áhrif og kannski ekki segir peningastefnunefnd
Helsta yfirlýsta markmið ríkisstjórnarinnar og seðlabankans, og til þess var skipt um seðlabankastjóra, var að styrkja gengi krónunnar og lækka verðbólguna. Nú segir seðlabankastjórinn, að ekki sé hægt að lækka stýrivexti, vegna þess hve veik krónan sé og að ennþá sé verðbólgan of mikil og hafi í raun farið hækkandi síðustu þrjá mánuði.
Í yfirlýsingu Peningastefnunefndar er farið yfir forsendur vaxtaákvörðunarinnar og þar segir m.a: "Engin skýr merki eru um að lækkun stýrivaxta fyrr á þessu ári eigi umtalsverðan þátt í því að farið sé í kringum höftin, að innstæður á gjaldeyrisreikningum hafi aukist, eða að hún skýri almennt lágt gengi krónunnar. Þó er ekki heldur hægt að útiloka slík tengsl."
Peningastefnunefnd veit sem sagt ekki hvort vaxtalækkun hefur nokkur einustu áhrif á gengi krónunnar, þrátt fyrir höftin, en samt eru aðalrökin fyrir því að lækka vextina ekki þau, að gengið sé ennþá lágt, en hafi að vísu staðið í stað frá síðustu stýrivaxtaákvörðun.
Þetta geta varla talist traustvekjandi skýringar að hálfu seðlabanka, sem vill láta taka sig alvarlega.
![]() |
Gengi krónunnar skýrir vaxtaákvörðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.8.2009 | 09:50
Íslenska viðskiptamódelið lifir í heimalandinu.
Á "velmektarárum" útrásarvíkinganna "keyptu" þeir fyrirtæki um allar jarðir, skiptu þeim upp, skuldsettu rekstrarfélögin, settu allar fasteignir inn í fasteignafélög og greiddu svo sjálfum sér nánast allt eigið fé félaganna, sem arð. Öll "kaupin" voru framkvæmd með lánsfé frá íslenskum og alþjóðlegum bönkum og þetta snilldarbragð kölluðu þeir "íslenska viðskiptamódelið", sem væri svo snjallt, að engir skildu það, nema íslenskir banka- og útrásarmógúlar.
Nú er þessi spilaborg öll hrunin, með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensku þjóðina, reyndar svo skelfilegum, að enginn getur skilið til fulls "íslenska banka- og viðskiptahrunið", frekar en nokkur maður skildi "íslenska viðskiptamódelið" á sínum tíma.
Enn virðist vera að koma í ljós, að önnur viðskiptalögmál eigi að gilda á Íslandi, en erlendis, því nú er verið að skipta upp Fasteignafélaginu Landic Property hf., einu af Baugsfélögunum sem eru í greiðslustöðvun, eða eins og segir í fréttinni: "Viðar Þorkelsson, forstjóri Landic Property segir í fréttatilkynningu: Ég er ánægður með að okkur hefur tekist að ljúka þessari sölu en með nýju eignarhaldi fasteignanna verða þær og rekstur verslana á sömu hendi. Þessi samningur er mikilvægur áfangi í endurskipulagningu Landic Property sem í framhaldinu mun einbeita sér að rekstri fasteigna á Íslandi""
Samkvæmt áliti forstjórans, er það mikill kostur að bæði fasteignirnar og rekstur verslananna verði á sömu hendi í Danmörku, en á Íslandi verði haldið áfram að reka fasteignirnar innan Landic Property, en verslanareksturinn verður áfram rekinn sér, innan Bónusveldisins.
Íslenska viðskiptamódelið lifir áfram góðu lífi í föðurlandinu.
![]() |
Landic selur fasteignir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2009 | 16:16
Af hverju var niðurstaðan ekki skynsamleg fyrir Íslendinga?
Jóhanna og Steingrímur J., með einstaka gjammi frá Össuri, hafa dásamað samninginn um Icesave skuldir Landsbankans, sagt að ekki væri hægt að fá betri samning og enginn vandi yrði fyrir þjóðina, að axla skuldbindinguna, vandinn væri ekki meiri en svo, að hækka þyrfti tekjuskatta einstaklinga um aðeins 20%. Velferðarstjórninni finnst það ekki mikil skattahækkun, þó greiðendur skattanna séu ekki alveg á sama máli.
Í dag kom Lee Buchheit, bandarískur sérfræðingur í skuldaskilum ríkissjóða, fyrir Fjárlaganefnd Alþingis og samkvæmt fréttinni sagði hann m.a: "Menn þurfi að fallast á að skuldin verði greidd þegar allar staðreyndir málsins liggi fyrir. Þannig sé hugsanlegt að loka málinu um tíma þangað til eignir Landsbankans hafa verið gerðar upp og menn viti hvað þeir geti greitt." Okkar menn hafa alltaf sagt, að sama hver upphæðin yrði, við myndum bara borga og brosa.
Áður hafði Buchheit reyndar sagt, að skynsamt fólk ætti að geta komist að skynsamlegri niðurstöðu.
Hvers vegna skyldu íslensku samningamennirnir og ríkisstjórnin ekki hafa komist að þannig niðurstöðu í málinu?
Því verður hver að svara fyrir sig.
![]() |
Skynsamlegt að semja að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
12.8.2009 | 14:55
Tilraunalagasetning
Við myndun ríkisstjórnarinnar setti hún sér verkefnalista, sem átti að framkvæma á fyrstu hundrað starfsdögum hennar. Síðan hefur reglulega verið gefnar út yfirlýsingar um hvað mörg mál hafi verið afgreidd og hve mörg séu eftir.
Samkvæmt féttinni af kerfisbreytingu skattalaga, sem samþykkt var fyrr í sumar og Pétur Blöndal kallar tilraunalagasetningu, þarf nú að breyta og laga þessi lög, eins og sjá má hérna
Það er ekki nóg, að setja sér fyrir ákveðin verkefni og vinna þau svo illa, eins og í þessu tilfelli, þar sem hjólbörðum og skyldum vörum er ruglað saman við sælgæti og hjúpaður lakkrís og slíkar vörur gleymast, þegar hækka á gjöld á öðrum tegundum af lakkrís.
Nær væri, að gefa sér betri tíma til að vinna verkin, en gorta sig minna af fjölda þeirra.
![]() |
Kerfisbreyting á 15 mínútum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)