Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2018

Píratar ættu að biðjast afsökunar á frumhlaupi sínu og dónaskap

Píratar sýndu bæði dönsku og íslensku þjóðinni sem og þingum beggja, að ekki sé minnst á forseta danska þingsins ótrúlegan ruddaskap með því að mæta ekki á hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum í tilefni eitt hundrað ára fullveldis Íslands.

Alveg eins og píratarnir eru fulltrúar þeirra sem kjósa þá til þings situr Pia Kjærs­ga­ard á danska þinginu kjörinn af kjósendum í lýðræðislegum kosnignum í Danmörku og danska þingið hefur sýnt henni þá virðingu að kjósa hana sem forseta sinn og fulltrúa til samskipta út á við þegar og þar sem við á.

Ekki eru allir sammála skoðunum Steingríms J. Sigfússonar og fyrirlíta hann jafnvel fyrir framgöngu sína í Icesavemálinu, en eftir sem áður verður fólk að sætta sig við að hann komi fram fyrir hönd Alþingis sem forseti þess á meðan flokkur hans á aðild að ríkisstjórn og tilnefnir hann í embættið.

Íslendingum, jafnvel þeim sem líkar afar illa við Steingrím J., myndi þykja það bæði dónaskapur og mikil móðgun við þing og þjóð ef danskur stjórnmálaflokkur myndi neita að mæta til hátíðarfundar í danska þinginu vegna þess að Steingrími J. væri boðið að halda þar hátíðarræðu vegna tengsla Danmerkur og Íslands í aldanna rás.

Píratar ættu að skammast sín fyrir ruddaskap sinn og biðja dönsku og íslensku þjóðina afsökunar á framkomu sinni.  Ekki skal þó reiknað með að að siðferði píratanna sé á nógu háu plani til að af því verði.


mbl.is Dónaskapur að virða ekki embættið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband