Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
18.9.2012 | 20:05
Eru allir stúdentar í Nígeríu í lífshættu?
Flóttamaðurinn, Samuel Unuko, frá Nígeríu sem dvalið hefur hér á landi í níu mánuði, eftir að hafa komið til landsins með falsað vegabréf og virðist þá hafa verið á flótta frá Svíþjóð, þar sem honum virðist hafa verið hafnað um landvist af ástæðum sem ekki hafa komið fram í fréttum sem tengjast málinu.
Samuel segist vera í bráðri lífshættu í heimalandi sínu vegna þess að hann hafi tekið þátt í mótmælum á námsárum sínum gegn stjórnvöldum í Nígeríu, en hætt allri slíkri þátttöku eftir að "einhverjir" fóru að ætlast til þess að hann beitti ofbeldi, án þess þó að fram komi gegn hverjum ofbeldið átti að beinast.
Sé þessi ákveðni flóttamaður í eins bráðri lífshættu og hann vill vera láta, hlýtur sú spurning að vakna hvort nánast allir námsmenn í Nígeríu séu í stöðugri hættu á því að yfirvöld láti myrða þá og pynta, jafnvel þá sem engu ofbeldi beita. Væri það raunin hlýtur að vera orðið afar fámennt í stétt menntafólks í Nígeríu, en fréttir af fjöldamorðum stúdenta og menntafólks hafa þó farið furðu hljótt, sé um þau að ræða á annað borð.
Eitthvað hlýtur að vera ósagt í þessu máli og lágmark að fréttafólk upplýsi um ástæðurnar sem ollu því að honum var hafnað um landvist í Svíþjóð og hvort mann sé í raun og veru eftirlýstur í Nígeríu og að hans bíði dauðadómur þar.
Óttast valdamikið fólk í Nígeríu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
17.9.2012 | 15:21
Konungleg brjóst og önnur
Ekki þykir nokkurt einasta tiltökumál þó kvenfólk liggi í sólbaði hálfnakið og a.m.k. berbrjósta hvar sem því verður viðkomið um alla Evrópu og jafnvel víðar um heiminn og hefur slíkt tíðkast í áratugi.
Því verða þau læti sem myndbirting af Kate Middelton þar sem hún sólbaðar sig berbrjósta að teljast með ólíkindum og ótrúlegt að slíkar myndir selji slúðurblöð í risaupplögum, þó það sé greinilega raunin.
Hitt er svo annað mál, að ágangur ljósmyndara og slúðurfréttafólks gagnvart þekktu fólki, er kominn út yfir allan þjófabálk og óþolandi fyrir þetta fólk að geta hvergi verið óhult fyrir þessum fréttalýð, sem jafnvel hrekur fólkið út í opinn dauðann með átroðningi sínum, eins og dæmið af Diönu prinsessu sannar.
Varla þykir nokkrum konungleg brjóst vera merkilegri en þau alþýðlegu.
Sérútgáfa með Kate berbrjósta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
15.9.2012 | 16:28
Hver þarfnast óvina, sem á svona vini?
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist vera í nánu sambandi við sjávarútvegsstjóra ESB um til hvaða efnahagsþvingana skuli gripið gegn Íslendingum vegna makrílveiðanna innan íslensku lögsögunnar, en bæði Norðmenn og ESB gera tilkall til yfirráða veiðanna á þeim miðum.
Að Norðmenn skuli yfirleitt taka þátt í slíku samsæri gegn íslenskum hagsmunum er stóralvarlegt mál, en þó ekki einsdæmi því Norðmenn studdu dyggilega við bakið á ESB við kúgunartilraunirnar gegn Íslandi vegna Icesave.
Með svona vini eins og Norðmenn og ESB er engin þörf fyrir óvini.
Erum að íhuga refsiaðgerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.9.2012 | 22:35
Múslimar og málfrelsi eiga enga samleið
Um leið og einhver vesturlandabúi dirfist að segja eða skrifa eitthvað um spámann Islam sem múslimar telja ekki sæmandi verður allt vitlaust í löndum þeirra og ekki er hikað við að misþyrma og drepa hvern þann kristinn mann sem höndum verður komið yfir.
Múslimar leyfa sér hins vegar að kalla kristna menn öllum illum nöfnum, ofsækja þá og lýsa réttdræpa án þess að t.d. vesturlandabúar reyni eini sinni að snúast til varnar. Þvert á móti er undirlægjuhátturinn slíkur að það það er talið eðlilegt að líða þessi illvirki og segja þau einungis runnin undan rótum öfgamanna, þegar rótin er sjálfur Kóraninn og boðskapur hans.
Sjálfsagt þykir að múslimar reisi sér moskur og sína eigin skóla víða á vesturlöndum og er svo komið að þeir er farnir að krefjast þess að sharialög gildi í "þeirra" hverfum víða í borgum vesturlanda og líklega verður þess skammt að bíða að umburðarlyndið verði svo mikið að á slíkt verði fallist innan fárra ára. Líklega taka múslimar á vesturlöndum öll völd í "sínum" málum áður en yfir líkur, hvað sem vesturlandamenn segja um það.
Moska hefur verið vígð í Reykjavík og sennilega verða þær fleiri innan skamms. Fjármagn til reksturs safnaðanna mun ekki skorta, a.m.k. ekki á meðan Saudi Arabía heldur áfram að ausa úr olíusjóðum sínum til útbreiðslu Islam um veröldina.
Eins og dæmin sýna er full ástæða til að óttast það sem framtíðn ber í skauti sér í þessum efnum, jafnt hér á landi sem annarsstaðar.
Mótmæli breiðast út á meðal múslima | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2012 | 20:40
Sumir skulu vera jafnari en aðrir
Julian Assange hefur orðið fyrir því áfalli að breska fjölmiðlanefndin hefur vísað frá kvörtun hans um að fjölmiðlar í Bretlandi hafi brotið á rétti hans með því að birta myndir af honum dansandi á íslenskum næturklúbbi.
Allir þekkja til Assange, en í fréttinni er þó bent á þetta: "Hann hefur barist fyrir rit- og tjáningarfrelsi og er stofnandi vefsíðunnar Wikileaks." Í þessari hörðu baráttu fyrir tjáningarfrelsinu virðist ekki vera frelsi til að fjalla um Assange sjálfan eða gerðir hans.
Sjálfur hefur Assange birt milljónir tölvugagna og -pósta sem höfundar þeirra eða móttakendur hafa ekki gefið neitt leyfi til að birta, en kvörtunin til fjölmiðlanefndarinnar byggðist á því að myndirnar af Assange hefðu verið birtar án hans leyfis og í hans óþökk.
Samkvæmt þessu virðist Assange ætlast til að rit- og tjáningarfrelsi annarra en hans sjálfs verði ýmsum takmörkunum háð og að hann sjálfur eigi að vera jafnari en aðrir, eins og sagði í frægri sögu.
Brutu ekki á Assange með því að sýna hann dansa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.9.2012 | 07:31
Öflugur forystumaður
Ólöf Nordal hefur ákveðið að hætta á þingi í vor, þar sem hún mun þá flytjast af landi brott og mun að sjálfsögðu ekki geta sinnt ábyrgðarstörfum á Íslandi úr slíkri fjarlægð.
Ólöf hefur jafnframt þingmennskunni verið varaformaður Sjálfstæðisflokksins og staðið sig með miklum sóma í því embætti, ekki síður en í þingmannsstarfinu.
Mikil eftirsjá verður af þessum öfluga leiðtoga og hennar verður sárt saknað af stuðningsmönnum Sjálfstæðisflokksins og reyndar af fleirum, enda hefur Ólöf notið virðingar langt út fyrir raðir flokksins.
Vonandi mun Ólöf snúa aftur í íslensk stjórnmál eftir einhvern tíma, enda mikill missir að þessari hæfileikaríku konu úr framvarðarsveit þingsins og flokksins.
Kveður þingið í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2012 | 10:39
Sandur til Sahara og ísmolar til Grænlands
Fyrirtækið Íslenskar matvörur hefur hafið innflutning á lambakjöti frá Nýja Sjálandi og segir að það muni verða á svipuðu verði út út búð og íslenska lambakjötið. Ekki er þó um mikið magn að ræða og sagt að um athugun sé að ræða á bragðlaukum landsmanna og hvort þeir finni mikinn bragðmun á lambakjöti frá sitt hvoru "heimshorninu".
Ekki verður alveg séð í fljótu bragði sú nauðsyn að eyða dýrmætum gjaldeyri til innflutnings á kjöti um nánast eins langan veg og mögulegt er á hnettinum ef það verður ekki ódýrara en það íslenska og jafnvel svo svipað að bragðgæðum að erfitt verði að finna mun á kjötinu að öðru leyti.
Íslendingum hefur alltaf þótt íslenska lambakjötið vera það besta í heimi og eina umkvörtunarefnið í sambandi við það hefur verið að fólki finnst það orðið nokkuð dýrt í innkaupum og því vandséð að nýsjálenskt lambakjöt verði frekar fyrir valinu í heilgarsteikina, ekki síst ef verðið verður ekki einu sinni talsvert lægra en á því íslenska.
Svipar þetta ekki til þess að einhverjum kaupahéðni dytti í hug að flytja sand til Sahara eða ísmola til að blanda út í kokteila í Grænlandi (eða jafnvel á Íslandi)?
Flytur inn lambakjöt frá Nýja-Sjálandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
3.9.2012 | 20:28
Guðlaugur Þór ofmetur skósvein Steingríms J.
Guðlaugur Þór, þingmaður, telur að Björn Valur Gíslason, þingmaður, hafi með yfirlýsingu í tengslum við nýjasta úrskurð Jafnréttisráðs um ráðningu sýslumanns í raun verið að krefjast afsagnar Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, og Svandísar Svavarsdóttur, umhverfisráðherra, vegna dóma sem þær hafa fengið á sig frá dómstólum landsins vegna lagabrota.
Þetta væri rökréttur skilningur Guðlaugs Þórs á ummælum Björns Vals, ef sá síðarnefndi væri þekktur fyrir að vera samkvæmur sjálfum sér og heiðarlegur í málflutningi almennt. Svo er alls ekki því Björn Valur er þjóðþekktur kjaftaskur sem lætur vaða á súðum með stóryrðum og svívirðingum um allt og alla sem ekki falla í kramið hjá honum.
Yfirlýsing Björns Vals er einungis hluti af innanflokksátökum í hans eigin flokki og fram til þessa hefur hann tekið að sér að gefa út stóryrtar yfirlýsingar sem málpípa Steingríms J. í málum sem formaðurinn notar hann til þeirra sóðaverka sem hann vill ekki skíta sig út á sjálfur.
Í ljósi forsögu af gjammi Björns Vals í þágu húsbónda síns er engan veginn hægt að draga aðra ályktun en að Guðlaugur Þór ofmeti meiningar skósveins Steingríms J.
Fer fram á afsögn Svandísar og Jóhönnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)