Bloggfærslur mánaðarins, september 2012
30.9.2012 | 12:51
Hver gaf Höskuldi 1. sætið?
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, er æfur yfir því að formaður flokksins skuli ætla að gefa kost á sér í 1. sæti listans í Norðausturkjördæmi, eða eins og segir í fréttinni: "Höskuldur hefur lýst því yfir að ekki komi til greina að gefa fyrsta sætið eftir til Sigmundar Davíðs."
Það er alveg furðulegt að nokkur maður skuli telja sig eiga ákveðin sæti á listum stjórnmálaflokkanna, því það eru stuðningsmenn flokkanna sem ákveða hverjir skipi hvaða sæti. Þannig virkar lýðræðið og ekkert er eðlilegra en að tekist sé á um sæti á listum, fari sú barátta fram á heiðarlegum og málefnalegum grunni.
Enn furðulegra við viðbrögð Höskuldar er að hann var alls ekki í fyrsta sæti á lista flokks síns í þessu kjördæmi eftir prófkjör fyrir þingkosningarnar árið 2009, heldur fékk hann aðeins um 350 atkvæði í það sæti, en Birkir Jón Jónsson fékk vel á sjöttaþúsund atkvæða í fyrsta sætið.
Viðbrögð Höskuldar vekja þá spurningu á hvaða forsendum hann telur sig eiga fyrsta sætið og telji sig geta gefið út þá yfirlýsingu að hann ætli ekki að gefa það eftir til formannsins.
Nú, þegar Birkir Jón hefur gefið út tilkynningu um að hann ætli að hætta þátttöku í stjórnmálum í bili, verður Höskuldur að svara því hvernig stendur á því að hann telur sig sjálfskipaðan eftimann hans í fyrsta sætið.
Telur Höskuldur að lýðræði eigi ekki við þegar kemur að uppstillingu listans fyrir komandi kosningar.
Hafa ekki rætt saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
29.9.2012 | 10:32
Ólga í vatnsglasi Björns Vals?
Mikill hávaði hefur orðið í þjóðfélaginu eftir umfjöllun Kastljóss, sem var í miklum æsifréttastíl, um kostnað vegna upptöku og rekstur Oracle bókhalds- og upplýsingakerfis ríkisins. Var sú umfjöllun öll með ólíkindum og blandað saman stofn- og rekstrarkostnaði og jafnvel látið í skína að um stórkostleg fjársvik hafi verið að ræða í sambandi við þetta mál, allt frá árinu 2001.
Jóhanna Sigurðardóttir, þá óbreyttur þingmaður, lagði árið 2004 fram fyrirspurn í þinginu til þáverandi fjármálaráðherra um innleiðingu kerfisins og svaraði hann þar skilmerkilega um gang mála og áfallinn kostnað, eða eins og fram kemur í fréttinni: "Jóhanna spurði út í kostnað við kerfið, bæði stofnkostnað og rekstrarkostnað og hvort hann hefði verið í samræmi við áætlun. Fram kemur í svarinu að heildarkostnaður til ársloka 2003 hafi numið 1.536 milljónum kr. en fjárheimildir námu 1.585 milljónum kr."
Vafalaust má finna ýmislegt athugavert við upptöku og rekstur bókhalds- og upplýsingakerfis ríkisins, enda risavaxið og flókið, eins og flest allt annað sem opinberir aðilar koma nálægt, en í þessu tilfelli hefur þó komið í ljós að árlega hefur verið gert ráð fyrir þessum kostnaði á fjárlögum og samkvæmt upplýsingum núverandi fjármálaráðherra hefur sá rekstur ávallt verið innan fjárheimilda, sem alls ekki verður sagt um alla liði fjárlaganna.
Allt bendir til þess að má þetta sé uppskrúfuð æsifréttamennska og flokkist ekki einu sinni undir að teljast vera stormur í vatnsglasi. Líklegra er að hér sé aðeins um að ræða örlitla ólgu í glasi Björns Vals Gíslasonar.
Svaraði Jóhönnu um kerfið 2004 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
28.9.2012 | 20:24
Undarlegt að nokkur skuli undrast svik ríkisstjórnarinnar
Samtök álfyrirtækja gerðu skriflegan samning árið 2009 við ríkisstjórnina um fyrirframgreiðslu tekjuskatta og tímabundinn raforkuskatt, sem falla skyldi niður eftir að árið 2012 yrði liðið í aldanna skaut.
Nú er komið í ljós að ríkisstjórninni dettur ekki í hug að efna samninginn frekar en aðra samninga sem hún hefur gert á valdatíma sínum, hvort heldur sem er við verkalýðshreyfinguna eða atvinnurekendur.
Svona samviskulaus er ríkisstjórnin þrátt fyrir að Steingrímur J. hafi ítrekað árirð 2010 að við samninginn yrði staðið, en það gerði hann til þess að blekkja Alcan til stækkunar álversins í Straumsvík.
Samál er líklega eini aðilinn á Íslandi og þó víðar væri leitað sem ennþá er undrandi á því að ríkisstjórnin svíki þá samninga sem hún gerir. Jafnvel þá sem eru skriflegir.
Ríkið svíkur samning við stóriðjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.9.2012 | 17:53
Dagur gerir grín að Jóhönnu
Dagur B. Eggertsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir að Jóhanna Sigurðardóttir hafi nú þegar skráð sig á spjöld Íslandssögunnar sem einhver merkasti forsætisráðherra landsins frá upphafi.
Ekki verður annað sagt en að það sé í meira lagi ósmekklegt af varaformanninum að hæðast með þessum hætti að formanninum daginn sem hún tilkynnir að hún hyggist láta af formennskunni og afskiptum af stjórnmálum.
Þó grínistarnir í meirihluta borgarstjórnar hafi margsýnt af sér húmor sem fáum fellur í geð, verður að segjast að þetta sé einhver misheppnaðasti brandarinn í langan tíma úr þeirri áttinni.
Jóhanna þegar skráð sig í sögubækurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
27.9.2012 | 09:55
Siðblindir útrásarvíkingar - siðlaust kerfi Seðlabankans
Ýmsir útrásarvíkingar, sem fengið hafa tugi eða hundruð milljarða króna afskrifaðar af skuldum sínum á unandförnum árum, eru nú farnir að flytja peninga til landsins úr "leynisjóðum" sínum, sem varðveittir hafa verið erlendis og þá væntanlega með þannig frágangi mála að kröfuhafar hafa ekki haft möguleika á að ná til þeirra.
Tvennt er algerlega óboðlegt við þessa þróun mála. Í fyrsta lagi er algerlega óþolandi að þessir fjármálasóðar, sem áttu sinn stóra þátt í bankahruninu sem aftur leiddi til þeirra efnahagserfiðleika sem þjóðin hefur þurft að glíma við frá árinu 2008, skuli nú vera að hasla sér völl að nýju í íslensku atvinnulífi með "földum" fjármunum sem komið var úr landi á árum áður og þannig haldið frá skuldauppgjörum þeirra eftir hrunið sem þeir ollu sjálfir. Það sýnir ekkert annað en siðblindu á hæsta stigi og að þessir menn kunna ekki að skammast sín, en ef lágmarkskunnátta á því svið væri fyrir hendi, létu þessir kappar lítið fyrir sér fara og reyndu að gera sitt til að bæta fyrir þann skaða sem þeir ollu og að lágmarki að láta alla handbæra peninga renna til að greiða upp eldri skuldir sínar og fyrirtækja sinna.
Í öðru lagi er það hreinlega siðlaust af seðlabankanum að styðja þessa "innrás" útrásarvíkinganna með því að selja þeim íslenskar krónur með 20% afslætti og auðvelda þeim þannig að flytja þetta "leynifjármagn" til landsins, sem síðan er notað til að kaupa að nýju þau félög sem fengið hafa hvað mestar afskriftir skulda og valdið þjóðinni erfiðum og sársaukafullum þjáningum.
Þetta er skýrt dæmi um siðlaust kerfi, sem auðveldar siðblindum fjárglæframönnum að stunda glórulaus viðskipti og komast þannig yfir gjaldþrota fyrirtæki á ný og það á "spottprís".
Fá afslátt eftir afskriftir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2012 | 20:18
Æsifréttir í stað ígrundaðrar yfirferðar um stórt mál
Undanfarna daga hafa umræður um bókhaldskerfi ríkisins og úttekt Ríkisendurskoðunar á innleiðingu þess og rekstraröryggi tröllriðið fjölmiðlum landsins og verið aðalumfjöllun Kastljóss síðustu þrjá daga og boðað er framhald næstu daga.
Það sem mest er sláandi við þessa umfjöllun er hve vinnubrögð Ríkisendurskoðunar hafa verið slæleg, þ.e. að stofnunin skuli hafa verið komin með drög að rannsóknarniðurstöðu í nóvember 2009, en þá er eins og málið hafi algerlega dagað uppi innan stofnunarinnar og skýrslan hvorki verið send þeim sem andmælarétt höfðu og hvað þá að áfanganiðurstaðan hafi verið kynnt Alþingi eða ríkisstjórn.
Hins vegar er augljóst að þeir sem fjalla um málið í Kastljósinu virðast ekki hafa minnstu innsýn í bókhald og bókhaldskerfi og allra síst hvernig slíkt kerfi fyrir ríkisfyrirtæki, stofnanir ríkissins og ríkissjóð sjálfan þurfa að virka og hvílíkt risakerfi þarf til að halda utan um allar upplýsingar sem þörf er á fyrir slíkt batterí.
Umfjöllun um svona mál þurfa allra síst á æsifréttamennsku að halda, heldur þarf að ræða þau öfgalaust og af skynsemi. Það gerði reyndar Gunnar H. Hall fjársýslustjóri í Kastljósi kvöldsins.
Gallar á kerfinu hafa verið lagfærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
24.9.2012 | 21:01
Stjórn sem slítur til sín fjármuni í stórum stíl
Slitastjórnir gömlu bankanna hafa rakað til sín milljörðum króna frá bankahruninu og er eftirfarandi setning úr meðfylgjandi frétt dæmigerð fyrir þennan ótrúlega fjáraustur stjórnanna í sjálfar sig: "Tveir stjórnarmenn í slitastjórn Glitnis og lögmannsstofa þeirra fengu 280 milljónir króna í greiðslur frá þrotabúinu í fyrra. Steinunn Guðbjartsdóttir fékk 100 milljónir króna og Páll Eiríksson 80 milljónir króna en lögmannsstofan 100 milljónir króna."
Venjulegt fólk áttar sig ekki á hvernig í ósköpunum þessi nýji "bankaaðall" fer að því að réttlæta slíkar upphæðir og engu er líkara en slitastjórnirnar hafi tekið við af gömlu bankaklíkunum sem tæmdu bankana innanfrá og áttu stóran þátt í þeim efnahagserfiðleikum sem þjóðin hefur þurft að glíma við frá árinu 2008 og ekki sér fyrir endann á ennþá.
Rannsóknarnefnd var sett á laggirnar til að rannsaka og skrásetja aðdraganda bankahrunsins og ekki virðist vera minni ástæða til að setja á fót rannsóknarnefnd til að fara í saumana á störfum slitastjórnanna og hvernig þær hafa komist upp með að "slíta" til sín þessa óheyrilegu fjármuni.
Fengu 280 milljónir í fyrra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.9.2012 | 20:19
Að kaupa morð
Pakistanskur ráðherra hefur lofað hverjum þeim sem drepur þann sem gerði kvikmyndina "Sakleysi Islam" ríflega tólf milljóna króna greiðslu og finns ekkert sjálfsagðara en að Al-Queda og önnur hryðjuverkasamtök taki þátt í kapphlaupinu um þessi "verðlaun".
Ekki er þetta í fyrsta sinn sem áhrifamenn innan múslimatrúarinnar heita verðlaunum fyrir morð á þeim sem þeim finnst hafa móðgað rétttrúaða múslima, að ekki sé minnst á ef þeim finnst lítið gert úr spámanninum sjálfum eða gert grín að honum. Salmann Rushdi hefur þurft að fara huldu höfði árum saman vegna slíkra "morðverðlauna" sem til höfuðs honum voru sett af trúarleiðtoga múslima í Íran og teiknari "múhameðsmyndanna" dönsku hefur heldur ekki getað um frjálst höfuð strokið af sömu ástæðu.
Aldrei hefur frést af því að þeir sem óska eftir slíkum morðkaupum hafi verið sóttir til saka og ekki einu sinni að slíkt hafi verið reynt. Þeir sem auglýsa eftir morðingjum til að vinna fyrir sig glæpaverkin hljóta þó að vera samsekir þeim sem í gikkinn taka eða sveðjunni beita, ef ekki sekari þar sem "verðlaunaféð" er líklegt til að freista alls kyns glæpalýðs og þar með orsaka morð, sem jafnvel hefði ekki verið framið án "verðlaunanna".
Er ekki kominn tími til að lýsa eftir þeim glæpamönnum sem hvetja aðra til morða og annarra illverka og jafnvel borga stórfé fyrir slíka glæpi.
Leggur fé til höfuðs kvikmyndagerðarmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
21.9.2012 | 19:16
Hafa íslenskir sjúklingar skaðast vegna niðurskurðar?
Talið er að einhver fjöldi sjúklinga á Akershus sjúkrahúsinu í Noregi hafi skaðast og jafnvel látist vegna manneklu á sjúkrahúsinu á árinu 2011 og hefur framkvæmdastjóri sjúkrahússins beðist afsökunar á skaðanum sem þetta ástand hefur valdið.
Skýringin sem gefin er á þessu máli er að sjúklingum hafi fjölgað en starfsmannafjöldi staðið í stað og manneklan orðið til þess að mistök hafi verið gerð og sjúklingar ekki fengið þá þjónustu sem þurft hefði.
Á Íslandi hefur orðið mikill niðurskurður í heilbrigðisgeiranum sem bitnað hefur á öllum sviðum hans, t.d. í lélegu viðhaldi véla og tækja og fækkun starfsfólks á sjúkrahúsunum, bæði lækna og annars hjúkrunarfólks.
Skyldi nokkur athugun hafa verið gerð á því hér á landi hvort þessi niðurskurður hafi valdið álíka skaða hér og reyndin er í Noregi, hvort sem um er að ræða of nauma læknisþjónustu eða jafnvel ótímabær dauðsföll?
Biður sjúklingana afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
19.9.2012 | 15:29
Vakning grunnskólabarna
Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur tekið upp þá "sjálfsögðu og eðlilegu" þjónustu við grunnskólabörn að senda borgarstarfsmenn heim til þeirra til þess að vekja þau á morgnana og væntanlega sjá til þess að þau fái sér hollan og góðan morgunverð áður en þau fara í skólann.
Skýringin sem gefin er á þessari morgunvinnu borgarstarfsmannanna er að blessuð börnin geti ekki vaknað við vekjaraklukku og hvað þá að foreldrarnir geti komið þeim fram úr rúmunum og í skólann.
Þetta verður að teljast úrvalsþjónusta, enda börnunum þá óhætt að hanga í tölvunni ennþá lengur fram á nóttina í þeirri öruggu vissu að borgarstarfsmenn hafi ekkert betra að gera á morgnana en að aka á milli borgarhverfa til að koma krökkunum á fætur eftir allt of stuttan nætursvefninn.
Engum dettur væntanlega i hug að þessi umhyggja "stóra bróður" gangi algerlega út í öfgar og að skattpeningum borgarbúa gæti verið varið í þarfari hluti.
Borgin vekur börnin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)