Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2012
13.8.2012 | 20:41
Jafngilda lágir skattar ríkisstyrk?
Oddný Harðardóttir, bráðabirgðafjármálaráðherra, segir að lægra skattþrepið í virðisaukaskatti jafngildi ríkisstyrk og þar sem nú sé uppgangur í ferðaþjónustu beri að afnema þann styrk sem greinin sé að fá ríkinu í formi 7% virðisaukaskatts í stað 25,5%.
Það verður að teljast einkennileg röksemdarfærsla að lágir skattar jafngildi styrk frá ríkinu og með sömu rökum mætti halda því fram að einstaklingar fái allt að 70% tekna sinna í styrk frá ríkinu, þar sem allt sem ríkið hirðir ekki til sín sé einfaldlega ríkisstyrkur til einstaklinga.
Með sömu rökum hlýtur Oddný að halda því fram að atvinnulífið í landinu sé með 80% sinna tekna sem styrk frá ríkinu, enda sé tekjuskattur fyrirtækja aðeins 20% og þar með sé mismunurinn jafngildi ríkisstyrks.
Svona röksemdarfærsla er komin út yfir allan þjófabálk og langt seilst til að réttlæta skattabrjálæði hinnar norrænu "velferðarstjórnar".
Tímabært að afnema afslátt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.8.2012 | 02:13
Svo birtust Kryddpíurnar
Glæsilegum Ólimpíuleikum er nú lokið og hafa verið hreint augnakonfekt allan tímann, þar sem gaman hefur verið að fylgjast með afrekum íþróttafólksins, metunum sem slegin hafa verið og gleði og sorg keppendanna, allt eftir því hvort væntingar þeirra hafa staðiðst eða ekki.
Opnunarhátiðin var glæsileg og lokaathöfnin stórskemmtileg framan af. Þá birtust Kryddpíurnar......
Spice Girls í formalíni? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
11.8.2012 | 13:44
Hamingju- og gleðidagur
Gleðigangan verður gengin í dag, eins og mörg undanfarin ár, og hefur verið sífellt fjölmennari, litskrúðugri og skemmtilegri með hverju árinu, enda hefur almenningur fjölmennt í miðbæinn til að taka þátt í atburðinum og samgleðjast "hinsegin" fólkinu sem að göngunni stendur með annáluðum glæsibrag.
Ísland er meðal forystulanda hvað varðar réttindi "hinsegin" fólks, enda engin ástæða til annars en ein lög gildi fyrir alla landsmenn, óháð lit, skoðunum, kyni eða öðru sem aðgreinir fólk hvert frá öðru. Þessi réttindi þykja alls ekki sjálfsögð alls staðar í heiminum og sums staðar er t.d. samkynhneygð dauðasök, þó lygilegt sé þegar komið er fram á tuttugustuogfyrstu öldina.
Íslendingar allir geta glaðst í dag og samfagnað á þessari hátíð "hinsegin" fólks. Dagurinn er sannkallaður hamingju- og gleðidagur allrar þjóðarinnar.
Viðbúnaður vegna Gleðigöngu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2012 | 12:20
Frábært landslið og framtíðin björt
Landslið Íslands hefur staðið sig frábærlega á Ólimpíuleikunum þó það hafi ekki náð sínum besta leik á móti Ungverjum, sem mörðu eins marks sigur eftir tvær framlenginar.
Þrátt fyrir þessa góðu frammistöðu er þetta samt sem áður svekkjandi fyrir fyrirliðann, Ólaf Stefánsson, sem nú er að spila sitt síðasta stórmót eftir ótrúlega glæsilegan feril í íþróttinni, en hann hefur verið einn snjallasti handknattleiksmaður heimsins undanfarinn áratug, eða jafnvel lengur.
Þó endirinn á þessu móti hafi ekki verið í takti við vonir liðsins og þjóðarinnar verður að þakka liðinu, þjálfurunum og öðrum aðstandendum liðsins fyrir frábæra skemmtun og nánast óþolandi spennu á undanförnum árum.
Nú, þegar þjálfarateymið hættir með liðið og nokkrir lykilmenn hætta, þarf strax að byrja á að byggja upp nýtt landslið, enda efniviðurinn nægur og margir snilligar að koma upp innan handboltans.
Þjóðin má vera stolt af frammistöðu liðsins og mun auðvitað standa við bakið á "strákunum okkar" í framtíðinni, sem hingað til.
Ólympíudraumurinn er úti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
8.8.2012 | 09:35
Hortugir Danir sem vonandi fá rassskell
Úr herbúðum danska handboltalandsliðsins berast nú þær yfirlýsingar að það sé stórkostleg heppni fyrir landslið þeirra að eiga að keppa við "léttan" andstæðing í fjögurra liða úrslitum á Olimpíuleikunum. Þessi "létti" andstæðingur verður sigurvegari í leik Íslands og Ungverjalands, sem fram fer í dag.
Þetta er auðvitað hluti af sálfræðistríði, en verður að teljast bæði barnalegt og hortugt í ljósi þess að Danir eiga eftir að leika við Svía og verða auðvitað að vinna þá til þess að komast í fjögurra liða úrslitin. Yfirlýsingin er því bæði hugsuð til að niðurlægja Svía fyrir þann leik og svo sigurvegarann í leik Íslands og Ungverjalands.
Svona hortugheit hafa oft komið liðum í koll og virka yfirleitt öfugt við ætlunina með þeim, þ.e. þau efla bara baráttuanda þeirra liða sem reynt er að drepa niður andlega með slíkum sálfræðihernaði.
Um leið og Íslendingum er óskað góðs gengis og sigri gegn Ungverjum er sú von látin í ljósi að Svíar rassskelli Dani í þeirra leik.
Danir vildu frekar geta mætt Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2012 | 20:29
Stórkostlegt handboltalið
Íslenska handboltalandsliðið hefur sýnt og sannað á Ólimpíuleikunum að það er eitt allra besta landslið heims um þessar mundir og er meira en líklegt til þess að ná á verðlaunapall núna enda jafnvel enn meiri kraftur í liðinu en í Peking fyrir fjórum árum.
Guðmundur Guðmundsson og hans fólk hefur nánast unnið krafaverk með liðið, þó íslenska landsliðið hafi lengi verið í fremstu röð, hefur það aldrei verið betra en einmitt núna.
Þetta er síðasta stórmótið sem Guðmundur verður með liðið og líklega munu einhverjir af elstu leikmönnunum leggja skóna á hilluna fljótlega og sannarlega mun verða erfitt fyrir arftakana að halda þessu merki á lofti í framtíðinni.
Íslendingar mega vera stoltir af þessu frábæra fólki sem að liðinu stendur og auðvitað leikmönnunum sjálfum, hverjum einasta þeirra.
Unnu Frakka og vinna riðilinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.8.2012 | 19:15
Björn Valur niðurlægir sjálfan sig - enn og aftur
Björn Valur Gíslason, þingmaður VG og sérstakur skósveinn Steingríms J., hefur alveg sérstakt lag á að gera lítið úr sjálfum sér og opinbera sitt innra eðli, sem lýsir sér í ótrúlegum hortugheitum og skítaustri yfir allt og alla sem honum mislíkar eitthvað við eða eru á annarri skoðun en hann sjálfur.
Nú virðist hann telja sig niðurlægja ÓRG með því að neita að mæta við innsetningu hans í embætti forseta og lætur eins og Alþingi og forsetaembættið eigi að vera algerlega aðskilin hvort frá öðru og að í raun sé um hálfgert valdastríð að ræða á milli embættanna.
Ekki þurfa allir að vera sammála eða sáttir við kjör ÓRG í embættið, né að hann hafi boðið sig fram í fimmta sinn, en niðurstaða kosninganna er lýðræðisleg og í þeim kosningum eins og öðrum er það vilji meirihlutans sem virða ber.
Björn Valur niðurlægir sjálfan sig enn einu sinni með framkomu sinni, sem segir allt sem segja þarf um hann sjálfan, en skiptir engu fyrir Ólaf Ragnar eða lýðræðið í landinu.
Þar verð ég ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)