Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012
30.6.2012 | 23:01
Stórsigur Ólafs Ragnars
Samkvæmt fyrstu tölum frá forsetakosningunum stefnir allt í að Ólafur Ragnar vinni stóran sigur og sitji áfram á Bessastöðum næstu fjögur árin og þar með tuttugu ár samtals, eða lengur en nokkur annar hefur gegnt því embætti.
Þrátt fyrir að hafa kosið annan frambjóðanda sem talinn var hæfastur til að gegna embættinu er full ástæða til að óska Ólafi Ragnari Grímssyni til hamingju með þann glæsta sigur sem hann stefnir í að vinna.
Í samræmi við skoðanakannanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.6.2012 | 01:28
Tilfinnigalegt svigrúm
Fréttir berast af því að hjónaband Tom Cruse og Katie Holmes sé að endalokum komið. Hjónin hafa verið stödd hér á landi undanfarið vegna vinnu hans við gerð bíómyndar.
Þau hljóta að hafa gert út um sín mál í kyrrð íslenskrar náttúru og auðvitað er þeirra mál bara þeirra mál og ættu aðrir ekki að skipta sér af þeim og lát hjónamál þeirrra algerlega afskiptalaus.
Jafnvel þó fólk sé frægt fyrir kvikmyndaleik ætti það að fá að hafa sín einkamál í friði og vonandi láta a.m.k. íslendingar þau í friði, þó erlendir papparasar elti þau hvert sem þau fara.
Íslendingar ættu að sýna þessu fólki að það á griðastað á Íslandi fyrir hvers kyns áreiti.
Tom Cruise sagður niðurbrotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.6.2012 | 12:42
Kostar "framboðið" ekkert
Kosningabaráttan fyrir forsetakjörið á laugardaginn fer sífellt harðnandi og virðist öllum brögðum beitt til að fá fólk til að skipta um skoðun á frambjóðendunum og ekki síður til að hafa áhrif á þá sem ennþá eru óákveðnir.
Talsvert hefur verið rætt um kostnað frambjóðenda við framboð sín og hávær krafa verið uppi um að bókhald þeirra verði opnað fyrir kosningar, en ekki einhvern tíma eftir þær, og virðast sumir frambjóðendur hafa ótrúlega mikla fjármuni til taks til að reka kosningabaráttu sína og auglýsingar í fjölmiðlum hafa verið mest áberandi frá einum frambjóðanda, sem þó gerir afar lítið úr kostnaði framboð síns.
Sá frambjóðandi stóð fyrir heilum degi í sínu nafni með alls kyns uppákomum um allt land og sagði í sjónvarpskappræðum að sá dagur hefði "ekki kostað framboðið neitt", "ekki krónu" og gaf þar með í skyn að allt sem gert var þann dag hefði verið algerlega ókeypis. Auðvitað stenst slík fullyrðing enga skoðun og einhverjir hafa greitt kostnaðinn þó honum hafi greinilega verið haldið utan við bókhald sjálfs framboðsins. Þetta verður að teljast til "grísku aðferðarinnar" við að halda kostnaði utan bókhalds og þar með er skekkt öll mynd af framboðskostnaði viðkomandi frambjóðanda.
Almælt er að allir atburðir í sambandi við þetta viðkomandi framboð sé tekið upp af kvikmyndagerðarmönnum sem áður hafa búið til uppákomur sem kvikmyndaðar hafa verið, t.d. tilbúninginn í kringum Silvíu Nótt og sköpun ímyndar núverandi borgarstjóra í Reykjavík.
Er hugsanlegt að stór hluti kostnaðar við þetta framboð sé flokkaður sem kostnaður við kvikmyndagerð?
22 þúsund hafa greitt atkvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.6.2012 | 22:38
Ótrúlega vel gift
Samkvæmt gamalli og góðri íslenskri málhefð hefur löngum verið sagt að karlmenn í hjónabandi séu "kvæntir" og konur í sömu aðstöðu "giftar".
Þetta er auðvitað orðalag frá þeim tíma sem konur voru körlum "gefnar" og oft voru þær taldar vel giftar og margar aldeilis ótrúlega vel giftar.
Smátt og smátt er þetta orðalag að hverfa úr málinu og nú er oftast einfaldlega sagt um bæði kynin að þau séu gift, hafi þau verið gefin saman á annað borð.
Flestir sem hafa gengið í hjónaband telja sig vafalaust "vel gifta", þannig að það er örugglega ekki einsdæmi varðandi Ólaf Ragnar, þó Dorrit sé alls góðs makleg.
Ekki er heldur ólíklegt að flestar eiginkonur elski land sitt af öllu hjarta og þá líklega jafnt þær íslensku sem aðrar.
Ólafur er ótrúlega vel giftur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
27.6.2012 | 09:05
AlmannaTRYGGINGAR eiga að standa við sitt eins og tryggingakaupandinn
AlmannaTRYGGINGAkerfið heitir svo vegna þess að almenningur greiðir iðgjald til þess alla sína starfsævi með sköttum sínum og skyldur beggja aðila hljóta að vera jafn ríkar, þ.e. tryggingatakans til að greiða iðgjöldin og tryggingasalans til að greiða út tryggingabæturnar, þegar tryggingatakinn þarf á þeim að halda.
Undanfarin ár hafa bætur úr almannaTRYGGINGAkerfinu verið skertar svo tugum milljarða nemur og hafa tyrggingatakarnir því verið hlunnfarnir sem því nemur, hvort sem um ellilífeyrisþega eða örorkulífeyrisþega hefur verið að ræða.
Nú er sagt að það muni kosta ríkissjóð marga milljarða að skila til baka því sem af tryggingatökunum hefur verið tekið á undanförnum árum og látið líta út fyrir að það verði gríðarleg blóðtaka fyrir ríkissjóð.
Í raun er eingöngu verið að standa skil á þeim tryggingum sem fólk hefur keypt sér og greitt fyrir fullu verði og því alger blekking að gefa í skyn að um mikla fórn sé að ræða af hálfu tryggingasalans.
Tryggingasalinn, í þessu tilfelli ríkissjóður, hefur verið að hlunnfara viðskiptavini sína í mörg ár og tími til kominn að hann láti af þeirri brotastarfsemi.
Breytingar kosta marga milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
26.6.2012 | 06:52
Vonandi ekki sömu örlög og "sáttanefnd" um sjávarútveg
Þverpólitísk nefnd um framtíðarskipan ellilífeyrismála hefur loksins skilað af sér áliti, sem samkvæmt fréttinni virðist stefna til mikillar einföldunar í málaflokknum, ásamt því að eyða þeim hróplega ósanngjörnu tekjuskerðingum sem tröllriðið hafa kerfinu og gert það nánast óskiljanlegt fyrir þá sem þess eiga að njóta.
Þó miklar vonir verði að binda við að niðurstaða nefndarinnar verði einhvern tíma innan ekki of langs tíma að veruleika, verður að minnast þess að þverpólitísk sáttanefnd sem skilaði niðurstöðu sem allir gátu sætt sig við um stjórn sjávarútvegs á landinu var ekki fyrr búin að leggja fram sína "sáttatillögu" þegar ríkisstjórnin hleypti öllu í bál og brand að nýju, þannig að ósætti um þann málaflokk hefur aldrei verið meiri en einmitt núna.
Það er tími kominn til að eftirlaunakerfi ríkisins, sem allir greiða til með sköttum sínum, verði einfaldað, gert skilvirkt og ekki síst skiljanlegt.
Skerðingar burt í áföngum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
25.6.2012 | 20:20
Kosningabaráttan ekki lengur eftir handritinu?
Sagt er að kosningabarátta Þóru fari fram í samræmi við kvikmyndahandrit Gauks Úlfarssonar, en samkvæmt handritinu átti kvikmyndin að enda á innsetningu hennar í embætti forseta.
Handritið mun vera lítillega breytt frá því að það var notað þegar búinn var til borgarstjóri úr Jóni Gnarr, en sú sviðsetning var beint framhald af sköpun Silvíu Nætur og fíflaganginum í kringum hana, sem auðvitað var fest á kvikmynd, sem reyndar náði minni hylli en kvikmyndagengið hafði gert sér vonir um.
Snilldin við þetta er að nota almenning í landinu sem "stadista" við framleiðsluna, fyrst þegar Silvía Nótt var send fyrir hönd þjóðarinnar í Eurovision, næst þegar kjósendur gerðu Jón Gnarr að borgarstjóra og nú átti að nýta þá til að koma aðalleikaranum í síðustu mynd "þríleiksins" í forsetaembættið.
Allt gekk samkvæmt vel skrifuðu handritinu og þaulskipulagðri vinnu eftir því framan af en nú er örvænting að grípa um sig í framleiðendahópnum, þar sem endirinn virðist ekki ætla að verða eins og handritið gerði ráð fyrir.
Kannski nennir þjóðin ekki lengur að leika aukahlutverk í bíómyndum Gauks Úlfarssonar.
Hvöttu Ara til að hætta við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.6.2012 | 21:07
Eru samningsmarkmiðin ríkisleyndarmál?
Össur Skarphéðinsson, ESBgrúppía nr. 1, þegir þunnu hljóði heimafyrir um þau markmið sem hann segist hafa um innlimunarkostina varðandi íslenskan sjávarútveg gagnvart ESB en blaðrar endalaust um sjálfan sig og innlimunarviðræðurnar erlendis eins og sést af þessu í viðhangandi frétt: "Við þurfum að hefja viðræðurnar, takast á við vandamálin og þannig munum við ná samkomulagi sem Ísland mun fara eftir. Við erum reiðubúin að leggja fram samningsmarkmið okkar, sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, við fjölmiðla í Brussel í gær."
Össur hefur ekki haft uppi nokkra einustu tilburði til að kynna áform sín fyrir Íslendingum um uppgjafarskilmála varðandi sjávarútveg og landbúnað í innlimunarviðræðunum við ESB, hvorki fyrir almenningi og ekki heldur fyrir Alþingi svo vitað sé.
Getur það virkilega verið að "kröfur" Íslendinga í þessu innlimunarferli, ef einhverjar kröfur eru þá uppi á borðum, séu ríkisleyndarmál?
Samningsmarkmiðin tilbúin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2012 | 07:59
Árangur Íslands á leið sinni INN í ESB
Stefan Fule, innlimunarstjóri ESB, er ekkert feiminn við það, frekar en allir aðrir en íslenskir ráðamenn, að viðurkenna að innlimunaráætlunin vegna Íslands snúist aðallega um hversu hratt landið getur aðlagað sig að lögum ESB, en ekki um "hvað sé í pakkanum", eins og vel sést af eftirfarandi orðum hans:
Ég er mjög ánægður með þann góða árangur sem Ísland hefur náð til þessa á leið sinni inn í Evrópusambandið. Það er ljóst að inngangan er erfitt ferli og hraði þess byggist á því hversu vel Íslandi tekst að sýna fram á að það geti að lokum undirbúið sig fyrir aðild að sambandinu á öllum sviðum.
Þetta er auðvitað ekki nýr sannleikur, en sannleikur sem Össur Skarphéðinsson reynir ennþá að leyna fyrir þjóðinni. Í fréttinni kemur eftirfarandi einnig fram: "Þá sagði Füle mikilvægt að fólk gerði sér grein fyrir því að aðildarviðræðurnar snerust ekki aðeins um það hvernig taka ætti upp löggjöf Evrópusambandsins heldur einnig um það að auka skilning á milli sambandsins og Íslendinga á því sem máli skipti, lykilhagsmunum hvors annars og þörfum þeirra."
Það er tími til kominn að Össur hætti að leika sér úti í Evrópu með "stóru strákunum" enda mun þjóðin aldrei samþykkja að blanda sér í þann leikaraskap.
Sáttur við hraðann á ferlinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2012 | 16:43
Ópólitískar forsetakosningar?????
Segir þetta ekki allt sem segja þarf um það hvort forsetakosningarnar séu pólitískar eða ópólitískar:
"74,5% samfylkingarfólks, 59,5% Vinstri-grænna og 65,3% stuðningsfólks Bjartrar framtíðar sagðist vilja kjósa Þóru. Þá voru 62,0% þeirra sem sögðust styðja ríkisstjórnina sem jafnframt sögðust kjósa Þóru."
Hver var það annars sem stillti því þannig upp að í þessum kosningum væri aðeins um að ræða "tvo turna"? Því var farið að halda fram löngu áður en framboðsfrestur rann út og enginn vissi hverjir fleiri yrðu í framboði.
Hvers eiga hinir frambjóðendurnir að gjalda? T.d. er Herdís vel til setu á Bessastöðum fallin en löngu áður en hún gaf kost á sér var búið að lýsa því yfir að "slagurinn" stæði á milli Ólafs og Þóru.
Þjóðin hefur viku til að átta sig á því að það er um fleiri en tvo frambjóðendur að velja.
Ólafur með 44,5% en Þóra 36,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)