Bloggfærslur mánaðarins, desember 2012
31.12.2012 | 16:26
Nú árið er liðið í aldanna skaut.....
og aldrei það kemur til baka.
Óska öllum ættingjum, vinum, bloggurum, blogglesurum og öðrum jarðarbúum gleðilegs nýs árs, með kærum þökkum fyrir öll samskipti á árinu sem er að líða.
http://www.youtube.com/watch?v=DioVCjHY_r0
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.12.2012 | 22:25
Ótrúlegt umburðarlyndi gagnvart óbótamönnum
Tvítug þýsk stúlka varð fyrir fólskulegri árás tveggja ungra manna sem eru af tyrkneskum uppruna, eins og hún sjálf, en þeir skvettu sýru framan í hana með þeim afleiðingum að hún hlaut alvarleg brunasár.
Slíkar árásir eru tiltölulega algengar í Pakistan og Indlandi en minna hefur heyrst af slíkum viðbjóði frá Tyrklandi, en í þessu tilfelli a.m.k. er um tyrknesk ættaða ofbeldismenn að ræða. Sérstaka athygli vekur eftirfarandi setning í fréttinni: "Konan hafði þrisvar sinnum tilkynnt þýsku lögreglunnar höfðu ungu mennirnir fengið fyrirskipun um að halda sig frá stúlkunni."
Þrátt fyrir endurteknar kærur vegna árása þessara sömu óbótamanna á stúlkuna virðast viðbrögð lögreglunnar hafa eingöngu verið sú, að "fyrirskipa ungu mönnunum að halda sig frá stúlkunni". Það eru ótrúlega "mild" viðbrögð löggæslunnar við kærunum, enda stoppa slík tilmæli ofbeldismenn frá því að endurtaka árásir sínar á þá sem þeim er í nöp við eða telja sig eiga gegn þeim óuppgerðar sakir.
Ofbeldi á ekki að líða hverjum svo sem það beinist gegn, hvort sem um er að ræða einstakling, hópa, félög eða eigur fólks og fyrirtækja. Við öllu slíku verður að bregðast af fullri alvöru.
Sýruárás á unga konu í Þýskalandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
29.12.2012 | 23:51
Grjótkastið kom Jóhönnu og Steingrími í stólana
Skrílslætin og grjótkastið í tengslum við mótmælin í upphafi ársins 2009 urðu til þess að Samfylkingin fór á límingunni í ríkisstjórninni sem þá sat og hljóp í fang Vinstri grænna, með Framsókn sem regnhlíf, og hefur síðan reynt að falsa og breiða yfir þá staðreynd að Samfylkingin hafi sjálf farið með bankamálin í "hrunstjórninni", sem Jóhanna kallar þá stjórn sjálf.
Stjórn Jóhönnu komst til valda við ógnvænlegar aðstæður og hefur auðvitað staðið sig eins og vænta mátti þau fjögur ár sem hún hefur verið við völd, þ.e. afspyrnu illa.
Ríkisstjórninni hefur nánast ekki tekist að uppfylla neitt af loforðum sínum, öðrum en að minnka fjárlagahallann, sem þó þurfti ekkert kraftaverk til að ná fram heldur einungis gengdarlausar og brjálæðislegar skattahækkanir, sem síst hafa orðið til að létta undir með almenningi á erfiðum tímum.
Ennþá bólar ekkert á atvinnuuppbyggingu sem þó er í raun eina leiðin upp úr kreppunni, því úr henni verður ekki komist nema með vinnu og ennþá meira framboði af vinnu.
Grjótkast og skrílslæti eru ekki gagnleg til að framfleyta heimilunum.
Grýttir allan daginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
28.12.2012 | 20:36
Björgunarsveitirnar og þjóðin
Þjóðin getur treyst því að björgunarsveitir landsins séu reiðubúnar til aðstoðar við hvaða aðstæður sem er, í hvaða veðri sem er, hvaða hætta stafar að fólki, fénaði eða fasteignum og hvort sem sú hætta er á láði eða legi.
Þetta sannast áþreifanlega einmitt á þessum sólarhring og þeim næsta, enda von á versta veðri sem á hefur skollið í langan tíma.
Rekstur björgunarsveitanna er gríðarlega kostnaðarsamur þrátt fyrir að allir félagarnir séu boðnir og búnir til að mæta í hjálparaðgerðir nánast fyrirvaralaust og það í sjálfboðavinnu. Til að fjármagna starfsemina treysta sveitirnar að stórum hluta á flugeldasölu í kringum áramót og þurfa að reiða sig á að þau viðskipti gangi vel og skili góðum hagnaði í kassann.
Ýmsir einkaaðilar hafa um mörg undanfarin áramót reynt að raka til sín skjótfenginn gróða með flugeldasölu og jafnvel auglýst starfsemi sína á þann hátt að auðvelt er að rugla þeim saman við sölustaði björgunarsveitanna.
Enginn annar en björgunarsveitirnar munu bregðast við til aðstoðar á hættustundu og því ber þjóðinni að kaupa sína áramótaflugelda af sveitunum og öðrum ekki.
Árið um kring treystir þjóðin á Landsbjörgu. Landsbjörg treystir á þjóðina um áramótin.
Hættustigi lýst yfir á stóru svæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
27.12.2012 | 17:13
Hálfvitar og vitfirringar eiga byssur. Eigið mat Jóns Gnarr?
Jón Gnarr fer mikinn á Facebooksíðu sinni og lýsir þar stóran hluta Bandaríkjamanna sem hálfvitum og vitfirringum vegna byssueignar sinnar, en eins og allir vita þykir enginn vera maður með mönnum þar vestanhafs nema eiga þokkalegt vopnabúr.
Í færsu Gnarrins segir m.a um kanana: "Hálfvitar og vitfirringar út um allt með riffla og samsæriskenningar. Og ekki halda að ég viti ekkert um vopn. Ég hef átt allar tegundir vopna. Í augnablikinu á ég Remington 700 Varmint riffil og Remington Marine magnum haglabyssu."
Samkvæmt þessu er Jón Gnarr lítið minni áhugamaður um vopnabúnað en meðalkaninn og eins og hann segir sjálfur, þá þekkir hann vel þá andlegu eiginleika sem byssueigendur eru búnir.
Sennilega hafa fáir farið harðari orðum um þá áráttu sem stjórnar sínu eigin áhugamáli en Gnarrinn gerir þarna.
Hálfvitar með riffla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
25.12.2012 | 17:33
"Handlangarinn" er sönn hetja og góð fyrirmynd
Guðmundur Felix Grétarsson, sem missti báða handleggi í miklu slysi fyrir fjórtán árum, hefur vakið eftirtekt og aðdáun vegna jákvæðrar afstöðu sinnar til fötlunar sinnar og baráttu fyrir að fá grædda á sig nýja handleggi.
Slíkar aðgerðir hófust sama árið og hann lenti í slysinu og hafa verið að þróast síðan, en ekki hefur þó verið gerð jafn mikil aðgerð og hann mun þurfa að gangast undir þar sem græða þarf á hann nýja handleggi við axlir. Að því leyti er um tilrauna- og tímamótaaðgerð að ræða sem vonandi mun takast vel og a.m.k. er Guðmundur sjálfur fullur jákvæðni og trúar á að vel muni takast að "smella lúkum á kallinn".
Þessi frétt er ein sú jákvæðasta sem heyrst hefur um jólin og viðbrögð Guðmundar ylja sannarlega um hjartaræturnar, því ekki er sjálfgefið að þeir sem fyrir slíkum stórslysum verða lifi lífi sínu janf jákvæðir í anda og þessi hetja hefur sýnt.
Eins og hann hefur sjálfur sagt í viðtali, þá er sífellt að verða líklegra að hann verði að breyta stöðuheiti sínu í símaskránni á næsta ári, en undnafarið hefur hann skráð sig þar sem "handlangara".
Fara að smella lúkum á karlinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.12.2012 | 15:18
Óska öllum ...........
ættingjum, vinum, bloggurum, blogglesendum og öðrum jarðarbúum gleðilegra jóla.
http://www.youtube.com/watch?v=MYLTneKMwVU
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.12.2012 | 22:27
Að taka lán getur orðið algert ólán
Nú um stundir er mikið í tísku að taka óverðtryggð húsnæðislán hjá bönkunum og af því leiðir að lánveitingar Íbúðalánasjóðs hafa nánast hrunið, enda býður hann eingöngu upp á verðtryggð lán sem nánast virðast hafa verið púuð niður af háværum andstæðingum verðtryggingar en stuðningsmönnum verðbólgu sem virðast álíta að bankastofnanir muni veita lán til langs tíma með neikvæðum vöxtum.
Öll lántaka er áhættusöm þar sem enginn getur spáð fyrir um verðbólgu eða hvernig samspil neysluverðsvísitölu og launahækkana hangi saman, eða víxlist, áratugi fram í tímann. Sama á við um óverðtryggð lán, þar sem enginn getur sagt fyrir um vaxtaþróun næsta árs, hvað þá næstu fjörutíu ára.
Eitt er þó víst og það er að bankar og aðrar lánastofnanir munu ekki lána eitt einasta lán sem líklegt er að viðkomandi lánveitandi muni tapa á þegar til lengri tíma er litið og því munu vextir allta verða nokkrum prósentustigum hærri en verðbólgan, hvort sem stutt tímabil komi einstaka sinnum þar sem vextir verði neikvæðir. Svo mun auðvitað ekki verða meirihluta lánstímans.
Óverðtryggð lán með jöfnum afborgunum og breytilegum vöxtum geta þyngst með litlum sem engum fyrirvara og geta því orðið lántakendum afar þung í skauti, eins og dæmin sanna austan hafs og vestan þar sem fólk missir húsnæði sitt unnvörpum vegna þeirrar auknu greiðslubyrði sem vaxtahækkanir hafa haft í för með sér á undanförnum misserum.
Það er löngu liðin tíð að lántöku fylgi það lán að verðbólgan éti þau upp og skuldari sleppi þannig frá skuldsetningu sinni.
Áhætta fylgir því að breyta lánum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
19.12.2012 | 19:43
Eftirlitsgjald á dömubindi og smokka
Skattahækkunargeðveiki ríkisstjórnarinnar hefur fyrir löngu gengið fram af öllu siðmenntuðu fólki í landinu og þó geðveiki sé ekkert grín og beri ekki að hafa í flimtingum, er ekki hægt að líkja skattastefnu stjórnarinnar við neitt annað en alvarlega andlega sjúkdóma.
Yfirgengileg hugmyndaauðgi stjórnarflokkanna við gjalda- og skattahækkanir er hreint út sagt ótrúleg og hefur bitnað illilega á hverjum einasta landsmanni, bæði beint í hækkuðu verðlagi og ekki síður vegna þess hve verðbólguaukandi þær eru og hækka þar með íbúðarlán og önnur verðtryggð lán um milljarða króna.
Þegar á þetta er bent í þinginu snúast stjórnarþingmenn til varnar skattahækkanasjúkdómi þessum með því að gera gys að málflutningi mótmælendanna, t.d. sagði Álfheiður Ingadóttir að stjórnarandstaðan væri einungis að berjast gegn hækkunum á brennivíni, tóbaki, bensíni og bifreiðasköttum. Hækkun skatta á þessa vöruflokka mun ein og sér hækka húsnæðislánin um marga milljarða króna á næstu misserum.
Nýjasta skattahækkanabrjálæðið á síðan að bitna á sjúklingum landsins með "eftirlitsgjaldi" á lækningatæki, sem er ekkert annað en skattheimta sem mun koma niður á sjúklingum í hækkun læknis- og lyfjakostnaðar.
"Eftirlitsgjald" þetta átti samkvæmt stjórnarfrumvarpinu m.a. að leggjast á hjólastóla, DÖMUBINDI og SMOKKA. Jafnvel þó á þennan fáránleika væri bent í Fjárhagsnefnd Alþingis var frumvarpinu laumað inn í þingið í skjóli nætur og ekki dregið til baka fyrr en þjóðfélagið allt var komið á annan enda úr hlátri vegna þessarar ótrúlegu vitleysu.
Hvernig eftirlitinu með notkun dömubindanna og smokkanna skyldi verða háttað var ekki útskýrt nákvæmlega í greinargerð frumvarpsins. Nefnd hefur sjálfsagt átt að setja um það nánari reglur.
Gagnrýndu eftirlitsgjald á smokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2012 | 18:57
Vesen "Bjartrar framtíðar" og Eurovision
Framboðslistar "Bjartrar framtíðar" fara að líta dagsins ljós á næstunni og munu efstu sæti á listum flokksins í öllum kjördæmum hafa verið ákveðin, þó leynd hvíli að mestu yfir framboðunum enn sem komið er.
Sex manna uppstillingarnefnd mun hafa unnið að því að stilla upp á listana og mun halda áfram að fylla á þá næstu vikurnar eftir því sem tekst að finna fólk sem tilbúið er í framboð fyrir flokkinn.
Að svo fámennur hópur skuli ákveða framboðslistana er afar merkilegt í ljósi stefnuyfirlýsingar flokksins, en í henni má meðal annar lesa eftirfarandi setningar:
"Beint lýðræði fái meira vægi, ekki einungis með atkvæðagreiðslum heldur ekki síður aukinni þátttöku almennings á öðrum stigum ákvarðanatökunnar."
"Tækninýjungar séu notaðar til þess að einfalda stjórnsýsluna, auka þátttöku fólks í umræðu og ákvörðunum og bæta aðgengi þess að upplýsingum."
"Almennt ríki minna vesen."
"Ísland vinni Eurovision."
Líklega veldur það miklu minna veseni að láta fámenna klíku raða upp á framboðslistana, heldur en að auka þátttöku almennings í ákvaranatökunni og bæta aðgengi fólks að upplýsingum um listana og hvernig að uppröðuninni er staðið.
Sennilega meinar "Björt framtíð" heldur ekkert með loforðinu um að "Ísland vinni Eurovision".
Forysta í öllum kjördæmum ákveðin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)