Bloggfærslur mánaðarins, mars 2010

Dálkahöfundur Bloomberg hvetur Íslendinga til dáða

Sífellt fjölgar þeim erlendu sérfræðingum og fjölmiðlamönnum erlendis, sem styðja málstað íslenskra skattgreiðenda gegn fjárkúgunum Breta og Hollendinga vegna uppgjörsins á þrotabúi Landsbankans.

Nýjustu skrifin af því tagi eru skrif dálakahöfundarins Matthew Lynn, sem skrifar fyrir Bloomberg fréttaveituna, sem fjallar aðallega um viðskiptamálefni og fylgst er með um allan heim.  Hann eggjar íslenska skattgreiðendur lögeggjan til að senda umheiminum skýr skilaboð í þjóðaratkvæðagreiðslunni á laugardaginn um að skattgreiðendur vilji ekki og eigi ekki, að taka á sig byrðar vegna glæfrareksturs örfárra óábyrgra bankamanna.

Hann tínir til mörg rök fyrir máli sínu, sem ríma algerlega við þau rök sem sett hafa verið fram af ýmsum færustu sérfræðingum, bæði íslenskum og erlendum, fyrir því að skattgreiðendur verði ekki settir í áratuga skattaþrældóm venga skuldbindinga, sem þeir hafa aldrei haft nokkuð með að gera, hvað þá stofnað til, eða gefið öðrum umboð til að stofna til í sínu nafni.

Það eina, sem getur komið í veg fyrir að íslenska þjóðin geti sent umheiminum skilaboð sín um að hún láti ekki fjárkúga sig í þessu máli, er undirlægjuháttur íslenskra stjórnvalda við kúgara sína, sem lýsir sér best í því, að nú er unnið hörðum höndum að því að reyna að koma í veg fyrir atkvæðagreiðsluna.

Verði það gert, eru það hrein svik við málstað íslenskra skattgreiðenda og íslenska ríkisstjórnin mun verða að athlægi um víða veröld.

Slíkt yrði afar slæmt veganesti fyrir Íslendinga inn í framtíðina.


mbl.is Sendi skýr skilaboð með þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei annað eins tækifæri, segir spámaðurinn Steingrímur J.

Í júnímánuði á síðasta ári kynnti Steingrímur J. besta samning, sem Íslendingar gætu hugsanlega náð vegna skulda einkabanka við Breta og Hollendinga.  Þetta var samningur sem félagar Steingríms og vinir, Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson, höfður undirritað á glaðri stundu á fölstudagskvöldi, enda nenntu þeir ekki að hafa málið hangandi yfir sér fram yfir helgina, eins og Svavar Gestsson orðaði það, og var samningurinn sagður "stórglæsilegur" fyrir Íslendinga.

Í næstum níu mánuði hefur ríkisstjórnin reynt að troða þessum "stórglæsilega" samningi ofan í kok á þjóðinni, sem yfirleitt er ekki klígjugjarnt, en vegna þessa bita hefur hún kúgast allan tímann og er nú algerlega hætt að taka við meðalagjöf þessarra skottulækna.

Nú segir Steingrímur J., að akkúrat núna, fyrir næstu helgi, sé tækifæri lífsins fyrir Íslendinga að ná sínum hagstæðasta samningi við kúgarana, því eina tækifærið sé núna og muni aldrei koma aftur.  Þetta segir hann auðvitað til þess að losa kúgara sína undan niðurlægingunni sem þeir munu verða fyrir á laugardaginn, þegar þjóðin mun sýna þeim hvern hug hún ber til þeirra, sem reyna að berja hana til undirokunar, með hótunum og beinu ofbeldi.

Tækifæri þjóðarinnar til þess rennur upp á laugardaginn.

Það tækifæri gefst ekki aftur.


mbl.is Fundur fyrir hádegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fimmti hver Íslendingur breskur eða hollenskur innflytjandi?

Margir útlendingar hafa flutt til Íslands á undanförnum árum og flestir aðlagast ágætlega að íslenskum aðstæðum og orðið góðir og gegnir Íslendingar.

Niðurstaða skoðanakönnunarinnar um afstöðu manna til Icesavelaganna, sem kjósa á um á laugardaginn kemur, virðist sýna að fimmti hver Íslendingur séu splunkunýjir ríkisborgarar af breskum og hollenskum ættum, sem hvorki eru búnir að læra íslensku, né aðlagast landinu og öðrum íbúum landsins.

Aðra ályktun er ekki hægt að draga af skoðanakönnunni, því varla myndu 19% innfæddra íslendinga láta sér til hugar koma, að greiða lögunum atkvæði sitt.

Allir sem búa í landinu og greiða hér skatta, myndu aldrei láta sér detta neitt annað í hug, en svara spurningunni í skoðanakönnunni með öðru, en einu risastóru NEIi.


mbl.is 74% gegn Icesave-lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband